May gæti látið Johnson taka poka sinn Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2017 14:06 Johnson hefur verið talinn grafa undan May. Vísir/AFP Breytingar á bresku ríkisstjórninni gætu verið í vændum og er talið að Theresa May, forsætisráðherra, gæti sparkað Boris Johnson, utanríkisráðherra, úr henni. Johnson hefur verið talinn grafa undan stöðu May innan Íhaldsflokksins og sem forsætisráðherra. Í viðtali við The Sunday Times segir lét May í veðri vaka að hún gæti hrist upp í ríkisstjórninni þegar hún var spurð út í áform sín með Johnson. „Ég er forsætisráðherrann og það er hluti af starfi mínu að gæta þess alltaf að ég sé með besta fólkið í ráðuneyti mínu, að nýta sem best mannauðinn sem mér stendur til boða innan flokksins,“ sagði May meðal annars, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. Þó að Johnson hafi lýst hollustu við May hafa gjörðir hans verið taldar grafa undan henni. Þannig skrifaði hann grein í Daily Telehraph þar sem lýsti allt annarri sýn á útgöngu Breta úr Evrópusambandinu en May hafði boðað. Johnson var talinn ögra May með greininni og vildu sumir flokksmenn að hann yrði rekinn í kjölfarið. Verulega hefur fjarað undan stöðu May eftir að ákvörðun hennar um að efna skyndilega til þingkosninga í sumar reyndist misheppnuð. Íhaldsflokkur hennar hafði mælst með afgerandi forystu í skoðanakönnunum en þegar til kastanna kom tapaði hann miklu fylgi. May þarf nú að reiða sig á lítinn flokk norður-írskra sambandssinna til að verja minnihlutastjórn hennar. Ræða May á flokksþingi í síðustu viku gekk ennfremur hrapalega. Þar mátti hún glíma við hastarlegt hóstakast, truflun hrekkjalóms og að hluti af sviðsmyndinni fyrir aftan hana byrjaði að detta í sundur á meðan á ræðu hennar stóð. Brexit Tengdar fréttir Utanríkisráðherra farinn á samkomu harðlínu Brexit-sinna Breska utanríkisráðuneytið hýsir fögnuð vegna stofnunar nýrrar hugveitu sem boðar harða útgöngu Breta úr ESB í kvöld. Guðlaugur Þór Þórðarson er á meðal ræðumanna þar. 27. september 2017 10:37 Allt gekk á afturfótunum hjá May á þingi Íhaldsflokksins Ræða Theresu May breyttist í farsa þar sem hvert uppákoman rak aðra. 4. október 2017 21:17 May ætlar að halda áfram sem forsætisráðherra Bretlands Öll spjót standa nú á Theresu May, forsætisráðherra Bretlands og formanns Íhaldsflokksins, en fjöldi þingmanna er sagður vilja losna við hana eftir farsakennda ræðu á flokksþingi í gær. 5. október 2017 22:44 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Breytingar á bresku ríkisstjórninni gætu verið í vændum og er talið að Theresa May, forsætisráðherra, gæti sparkað Boris Johnson, utanríkisráðherra, úr henni. Johnson hefur verið talinn grafa undan stöðu May innan Íhaldsflokksins og sem forsætisráðherra. Í viðtali við The Sunday Times segir lét May í veðri vaka að hún gæti hrist upp í ríkisstjórninni þegar hún var spurð út í áform sín með Johnson. „Ég er forsætisráðherrann og það er hluti af starfi mínu að gæta þess alltaf að ég sé með besta fólkið í ráðuneyti mínu, að nýta sem best mannauðinn sem mér stendur til boða innan flokksins,“ sagði May meðal annars, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. Þó að Johnson hafi lýst hollustu við May hafa gjörðir hans verið taldar grafa undan henni. Þannig skrifaði hann grein í Daily Telehraph þar sem lýsti allt annarri sýn á útgöngu Breta úr Evrópusambandinu en May hafði boðað. Johnson var talinn ögra May með greininni og vildu sumir flokksmenn að hann yrði rekinn í kjölfarið. Verulega hefur fjarað undan stöðu May eftir að ákvörðun hennar um að efna skyndilega til þingkosninga í sumar reyndist misheppnuð. Íhaldsflokkur hennar hafði mælst með afgerandi forystu í skoðanakönnunum en þegar til kastanna kom tapaði hann miklu fylgi. May þarf nú að reiða sig á lítinn flokk norður-írskra sambandssinna til að verja minnihlutastjórn hennar. Ræða May á flokksþingi í síðustu viku gekk ennfremur hrapalega. Þar mátti hún glíma við hastarlegt hóstakast, truflun hrekkjalóms og að hluti af sviðsmyndinni fyrir aftan hana byrjaði að detta í sundur á meðan á ræðu hennar stóð.
Brexit Tengdar fréttir Utanríkisráðherra farinn á samkomu harðlínu Brexit-sinna Breska utanríkisráðuneytið hýsir fögnuð vegna stofnunar nýrrar hugveitu sem boðar harða útgöngu Breta úr ESB í kvöld. Guðlaugur Þór Þórðarson er á meðal ræðumanna þar. 27. september 2017 10:37 Allt gekk á afturfótunum hjá May á þingi Íhaldsflokksins Ræða Theresu May breyttist í farsa þar sem hvert uppákoman rak aðra. 4. október 2017 21:17 May ætlar að halda áfram sem forsætisráðherra Bretlands Öll spjót standa nú á Theresu May, forsætisráðherra Bretlands og formanns Íhaldsflokksins, en fjöldi þingmanna er sagður vilja losna við hana eftir farsakennda ræðu á flokksþingi í gær. 5. október 2017 22:44 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Utanríkisráðherra farinn á samkomu harðlínu Brexit-sinna Breska utanríkisráðuneytið hýsir fögnuð vegna stofnunar nýrrar hugveitu sem boðar harða útgöngu Breta úr ESB í kvöld. Guðlaugur Þór Þórðarson er á meðal ræðumanna þar. 27. september 2017 10:37
Allt gekk á afturfótunum hjá May á þingi Íhaldsflokksins Ræða Theresu May breyttist í farsa þar sem hvert uppákoman rak aðra. 4. október 2017 21:17
May ætlar að halda áfram sem forsætisráðherra Bretlands Öll spjót standa nú á Theresu May, forsætisráðherra Bretlands og formanns Íhaldsflokksins, en fjöldi þingmanna er sagður vilja losna við hana eftir farsakennda ræðu á flokksþingi í gær. 5. október 2017 22:44
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent