Systir Kim Jong-un fær aukin völd Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. október 2017 09:50 Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu sést hér í svörtum frakka fyrir miðju á mynd. Systir hans, Kim Yo-jong, er önnur frá vinstri á myndinni, sem tekin er árið 2015. Vísir/AFP Leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un, hefur veitt systur sinni, Kim Yo-jong, stöðuhækkun. Hún gegnir nú valdamikilli stöðu innan framkvæmdaráðs stjórnar Norður-Kóreu. The Guardian greinir frá. Þetta þykir benda til þess að Kim Yo-jong, sem er 28 ára gömul, hafi nú sambærileg ítök og föðursystir Kim Jong-un, Kim Kyong-hui, sem gegndi lykilstöðu við stjórn Norður-Kóreu þegar bróðir hennar og fyrrverandi leiðtogi landsins, Kim Jong-il, sat við stjórnvölinn. „Nú sést að ferilskrá hennar og ítök eru mun yfirgripsmeiri en áður var talið og þetta ber enn frekari vott um völd Kim-fjölskyldunnar,“ sagði Michael Madden, sérfræðingur í málefnum Norður-Kóreu við hinn bandaríska John Hopkins-háskóla, um tilfærslu Kim Yo-jong í starfi. Hún starfaði áður sem framkvæmdastjóri miðstjórnar Verkamannaflokks Norður-Kóreu. Fjálmálaráðuneyti Bandaríkjanna setti Kim Yo-jong á „svartan lista“ í janúar á þessu ári, ásamt fleiri embættismönnum Norður-Kóreu, vegna „alvarlegra mannréttindabrota.“Sjá einnig: Norður-Kóreu gert að loka fyrirtækjum sínum í Kína Þá var utanríkisráðherra Norður-Kóreu, Ri Yong Ho, veitt stöðuhækkun á sama tíma og Kim Yo-jong en hann hefur nú fullan atkvæðisrétt í framkvæmdaráðinu. Mikil spenna hefur ríkt á milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna undanfarna mánuði vegna tíðra eldflaugatilrauna þeirra fyrrnefndu. Þjóðhöfðingjar beggja ríkja, Donald Trump og Kim Jong-un hafa báðir hótað að gereyðileggja ríki hvors annars. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði á Twitter-síðu sinni í gær að „aðeins eitt muni virka“ í samskiptum við Norður-Kóreu en útskýrði þó ekki nánar hvað í því felst. Hann sagði bandarísk stjórnvöld hafa átt í pólitískum viðræðum við stjórnvöld í Norður-Kóreu síðastliðin 25 ár og að það hafi ekki borið árangur. Norður-Kórea Tengdar fréttir Vísar meintri stríðsyfirlýsingu Bandaríkjanna á bug Við stigum ekki fyrsta skrefið, segir talsmaður Bandaríkjastjórnar. 26. september 2017 06:42 Forsætisráðherra Japans boðar til þingkosninga vegna Norður-Kóreu Forsætisráðherra Japans, Shinzo Abe, boðar til þingkosninga ári á undan áætlun. Talið er að ástæðan sé vaxandi stuðningur við stjórn hans vegna ástandsins á Kóreuskaga. 26. september 2017 06:00 Alþjóðlegt átak um útrýmingu kjarnavopna hlýtur friðarverðlaun Nóbels Norska nóbelsnefndin hefur ákveðið að friðarverðlaunin árið 2017 fari til Alþjóðlegs átaks um útrýmingu kjarnavopna (International campaign ot abolish nuclear weapons – ICAN). 6. október 2017 09:05 „Ef hann tekur undir orð litla eldflaugamannsins verða þeir ekki lifandi mikið lengur“ Ri Yong-ho, utanríkisráðherra Norður Kóreu, lýsti Trump sem andlega veikum manni með mikilmennskuæði sem væri í sjálfsmorðsleiðangri. Þá sagði hann að Trump væri helsta ógnin við alheimsfriði í dag. 24. september 2017 09:45 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un, hefur veitt systur sinni, Kim Yo-jong, stöðuhækkun. Hún gegnir nú valdamikilli stöðu innan framkvæmdaráðs stjórnar Norður-Kóreu. The Guardian greinir frá. Þetta þykir benda til þess að Kim Yo-jong, sem er 28 ára gömul, hafi nú sambærileg ítök og föðursystir Kim Jong-un, Kim Kyong-hui, sem gegndi lykilstöðu við stjórn Norður-Kóreu þegar bróðir hennar og fyrrverandi leiðtogi landsins, Kim Jong-il, sat við stjórnvölinn. „Nú sést að ferilskrá hennar og ítök eru mun yfirgripsmeiri en áður var talið og þetta ber enn frekari vott um völd Kim-fjölskyldunnar,“ sagði Michael Madden, sérfræðingur í málefnum Norður-Kóreu við hinn bandaríska John Hopkins-háskóla, um tilfærslu Kim Yo-jong í starfi. Hún starfaði áður sem framkvæmdastjóri miðstjórnar Verkamannaflokks Norður-Kóreu. Fjálmálaráðuneyti Bandaríkjanna setti Kim Yo-jong á „svartan lista“ í janúar á þessu ári, ásamt fleiri embættismönnum Norður-Kóreu, vegna „alvarlegra mannréttindabrota.“Sjá einnig: Norður-Kóreu gert að loka fyrirtækjum sínum í Kína Þá var utanríkisráðherra Norður-Kóreu, Ri Yong Ho, veitt stöðuhækkun á sama tíma og Kim Yo-jong en hann hefur nú fullan atkvæðisrétt í framkvæmdaráðinu. Mikil spenna hefur ríkt á milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna undanfarna mánuði vegna tíðra eldflaugatilrauna þeirra fyrrnefndu. Þjóðhöfðingjar beggja ríkja, Donald Trump og Kim Jong-un hafa báðir hótað að gereyðileggja ríki hvors annars. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði á Twitter-síðu sinni í gær að „aðeins eitt muni virka“ í samskiptum við Norður-Kóreu en útskýrði þó ekki nánar hvað í því felst. Hann sagði bandarísk stjórnvöld hafa átt í pólitískum viðræðum við stjórnvöld í Norður-Kóreu síðastliðin 25 ár og að það hafi ekki borið árangur.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Vísar meintri stríðsyfirlýsingu Bandaríkjanna á bug Við stigum ekki fyrsta skrefið, segir talsmaður Bandaríkjastjórnar. 26. september 2017 06:42 Forsætisráðherra Japans boðar til þingkosninga vegna Norður-Kóreu Forsætisráðherra Japans, Shinzo Abe, boðar til þingkosninga ári á undan áætlun. Talið er að ástæðan sé vaxandi stuðningur við stjórn hans vegna ástandsins á Kóreuskaga. 26. september 2017 06:00 Alþjóðlegt átak um útrýmingu kjarnavopna hlýtur friðarverðlaun Nóbels Norska nóbelsnefndin hefur ákveðið að friðarverðlaunin árið 2017 fari til Alþjóðlegs átaks um útrýmingu kjarnavopna (International campaign ot abolish nuclear weapons – ICAN). 6. október 2017 09:05 „Ef hann tekur undir orð litla eldflaugamannsins verða þeir ekki lifandi mikið lengur“ Ri Yong-ho, utanríkisráðherra Norður Kóreu, lýsti Trump sem andlega veikum manni með mikilmennskuæði sem væri í sjálfsmorðsleiðangri. Þá sagði hann að Trump væri helsta ógnin við alheimsfriði í dag. 24. september 2017 09:45 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Vísar meintri stríðsyfirlýsingu Bandaríkjanna á bug Við stigum ekki fyrsta skrefið, segir talsmaður Bandaríkjastjórnar. 26. september 2017 06:42
Forsætisráðherra Japans boðar til þingkosninga vegna Norður-Kóreu Forsætisráðherra Japans, Shinzo Abe, boðar til þingkosninga ári á undan áætlun. Talið er að ástæðan sé vaxandi stuðningur við stjórn hans vegna ástandsins á Kóreuskaga. 26. september 2017 06:00
Alþjóðlegt átak um útrýmingu kjarnavopna hlýtur friðarverðlaun Nóbels Norska nóbelsnefndin hefur ákveðið að friðarverðlaunin árið 2017 fari til Alþjóðlegs átaks um útrýmingu kjarnavopna (International campaign ot abolish nuclear weapons – ICAN). 6. október 2017 09:05
„Ef hann tekur undir orð litla eldflaugamannsins verða þeir ekki lifandi mikið lengur“ Ri Yong-ho, utanríkisráðherra Norður Kóreu, lýsti Trump sem andlega veikum manni með mikilmennskuæði sem væri í sjálfsmorðsleiðangri. Þá sagði hann að Trump væri helsta ógnin við alheimsfriði í dag. 24. september 2017 09:45