Hollywood-framleiðandi stígur til hliðar vegna umfjöllunar New York Times Birgir Olgeirsson skrifar 5. október 2017 19:55 Harvey Weinstein. Vísir/Getty Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein hefur farið í leyfi frá framleiðslufyrirtæki sínu, The Weinstein Company, vegna umfjöllunar The New York Times um ásakanir á hendur honum um kynferðismisferli. New York Times ræddi við nokkra konur sem hafa starfað fyrir Weinstein, þar á meðal leikkonuna Ashley Judd, sem sögðu frá óviðeigandi framkomu hans. Þar á meðal á hann að hafa verið nánast eða algjörlega nakinn fyrir framan þær, krafist þess að þær væru viðstaddar þegar hann fór í sturtu og farið fram á nudd frá þeim eða boðist til að nudda þær. Leikkonan Ashley Judd er á meðal þeirra sem segja frá sínum raunum vegna samskipta við Harvey Weinstein.Vísir/Getty Í yfirlýsingu sem hann sendi The New York Times biðst hann afsökunar á þessari hegðun og segist hafa reynt að bæta ráð sitt, þó svo að hann eigi langt í land. Ashley Judd segir í samtali við New York Time að Weinstein hefði boðið henni til fundar á Peninsula Beverly Hills hótelið fyrir tveimur áratugum Hún taldi fundinn vera vinnutengdan en þegar hún mætti í móttökuna var henni vísað upp á herbergi Weinsteins þar sem hann var klæddur í baðslopp og spurði hvort hann mætti nudda hana og hvort hún vildi horfa á hann í sturtu. Emily Nestor segir frá því samtali við The New York Times að Weinstein hefði boðið henni til fundar á sama hótel árið 2014. Hún segir Weinstein hafa boðið henni frama í kvikmyndabransanum ef hún myndi taka vel í kynferðislega tilburði hans í hennar garð. Í umfjöllun New York Times kemur fram að ásakanir á hendur Weinstein nái yfir þrjá áratugi, en í umfjölluninni er rætt við núverandi og fyrrverandi starfsmenn fyrirtækis hans. Þar er til dæmis komið inn á samkomulagi sem hann gerði við leikkonuna Rose McGowan árið 1997. Þá var McGowan 23 ára en samkomulagið varðaði uppákomu á hótelherbergi þegar Sundance-kvikmyndahátíðin fór fram. Féllst Weinstein á að borga leikkonunni 100 þúsund dollara sem hann sagði ekki vera viðurkenningu á sekt, heldur til að komast hjá málaferlum og fá frið. Einn af lögmönnum Weinstein hefur látið hafa eftir sér að kvikmyndaframleiðandinn muni stefna New York Times fyrir umfjöllunina. Hún sé byggð á sögusögnum og rangindum sem meðal annars hafi verið fengin úr stolnum skjölum. Allt saman hafi það verið hrakið af níu mismundandi vitnum. Lögmaðurinn segir að þessum upplýsingum hafi verið komið til New York Times sem hafi kosið að hunsa þær í umfjöllun sinni. Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Hollywood stórlax ræður öflugt lögfræðingateymi vegna yfirvofandi fréttar Fréttin sögð snúast um ásakanir um kynferðisbrot og óviðeigandi hegðun á vinnustað. 4. október 2017 22:30 Mest lesið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Fleiri fréttir Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Sjá meira
Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein hefur farið í leyfi frá framleiðslufyrirtæki sínu, The Weinstein Company, vegna umfjöllunar The New York Times um ásakanir á hendur honum um kynferðismisferli. New York Times ræddi við nokkra konur sem hafa starfað fyrir Weinstein, þar á meðal leikkonuna Ashley Judd, sem sögðu frá óviðeigandi framkomu hans. Þar á meðal á hann að hafa verið nánast eða algjörlega nakinn fyrir framan þær, krafist þess að þær væru viðstaddar þegar hann fór í sturtu og farið fram á nudd frá þeim eða boðist til að nudda þær. Leikkonan Ashley Judd er á meðal þeirra sem segja frá sínum raunum vegna samskipta við Harvey Weinstein.Vísir/Getty Í yfirlýsingu sem hann sendi The New York Times biðst hann afsökunar á þessari hegðun og segist hafa reynt að bæta ráð sitt, þó svo að hann eigi langt í land. Ashley Judd segir í samtali við New York Time að Weinstein hefði boðið henni til fundar á Peninsula Beverly Hills hótelið fyrir tveimur áratugum Hún taldi fundinn vera vinnutengdan en þegar hún mætti í móttökuna var henni vísað upp á herbergi Weinsteins þar sem hann var klæddur í baðslopp og spurði hvort hann mætti nudda hana og hvort hún vildi horfa á hann í sturtu. Emily Nestor segir frá því samtali við The New York Times að Weinstein hefði boðið henni til fundar á sama hótel árið 2014. Hún segir Weinstein hafa boðið henni frama í kvikmyndabransanum ef hún myndi taka vel í kynferðislega tilburði hans í hennar garð. Í umfjöllun New York Times kemur fram að ásakanir á hendur Weinstein nái yfir þrjá áratugi, en í umfjölluninni er rætt við núverandi og fyrrverandi starfsmenn fyrirtækis hans. Þar er til dæmis komið inn á samkomulagi sem hann gerði við leikkonuna Rose McGowan árið 1997. Þá var McGowan 23 ára en samkomulagið varðaði uppákomu á hótelherbergi þegar Sundance-kvikmyndahátíðin fór fram. Féllst Weinstein á að borga leikkonunni 100 þúsund dollara sem hann sagði ekki vera viðurkenningu á sekt, heldur til að komast hjá málaferlum og fá frið. Einn af lögmönnum Weinstein hefur látið hafa eftir sér að kvikmyndaframleiðandinn muni stefna New York Times fyrir umfjöllunina. Hún sé byggð á sögusögnum og rangindum sem meðal annars hafi verið fengin úr stolnum skjölum. Allt saman hafi það verið hrakið af níu mismundandi vitnum. Lögmaðurinn segir að þessum upplýsingum hafi verið komið til New York Times sem hafi kosið að hunsa þær í umfjöllun sinni.
Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Hollywood stórlax ræður öflugt lögfræðingateymi vegna yfirvofandi fréttar Fréttin sögð snúast um ásakanir um kynferðisbrot og óviðeigandi hegðun á vinnustað. 4. október 2017 22:30 Mest lesið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Fleiri fréttir Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Sjá meira
Hollywood stórlax ræður öflugt lögfræðingateymi vegna yfirvofandi fréttar Fréttin sögð snúast um ásakanir um kynferðisbrot og óviðeigandi hegðun á vinnustað. 4. október 2017 22:30