Undirfjármögnun kemur í veg fyrir sérhæfingu nemenda Jónína Sigurðardóttir skrifar 6. október 2017 09:00 Sérhæfing einstaklinga í námi hefur áhrif á möguleika þeirra á framtíðarstarfi og hversu vel þeir eru undirbúnir þegar þeir koma út á vinnumarkaðinn. Mikilvægt er að nemendur fái tækifæri til þess að sérhæfa sig á hinum ýmsu námsleiðum en ekki aðeins brot af því sem þeim þeir hafa hug á að sérhæfa sig í. Við upphaf þessa skólaárs hóf ég nám við Menntavísindasvið Háskóla Íslands sem ber heitið Uppeldis- og menntunarfræði með áherslu á áhættuhegðun, forvarnir og lífssýn. Ég varð alveg heilluð þegar ég sá að þetta nám væri í boði, nám sem gæfi mér færi á því að aðstoða börn og ungmenni sem taka þátt í áhættuhegðun og að ég fengi að vera hluti af hópi sem reynir að beina þeim á aðra braut. Að mínu mati er mjög mikilvægt að við sem samfélag gerum það sem í okkar valdi stendur til þess að grípa sem fyrst inn í hjá þessum hópi en það er því miður ekki raunin í dag. Inni á vef skólans segir meðal annars að námsleiðin sé ætluð þeim sem sjá fram á að starfa á vettvangi að uppbyggjandi starfi og inngripum í nærsamfélaginu og á stofnunum. Raunin er sú að þeir áfangar sem eru í boði á námsleiðinni endurspegla ekki þá sérhæfingu sem nemandi gerir ráð fyrir að fá þegar hann skráir sig í námið. Algengt er að áfangar séu samkenndir, það er að nemendur sem ekki eru að læra það sama sæki sömu áfanga. Í sjálfu sér er þetta ekki vitlaust og á vel við um áfanga á borð við aðferðafræði. Það er ekki boðlegt að nemendur þurfi að sitja áfanga sem tengjast þeirra námi ekki því það þarf að spara pening. Í náminu sem ég hyggst leggja fyrir mig eru algengt að áfangar séu samkenndir og oft miðaðir að einstaklingum sé sjá fyrir sér að starfa í skólum eða í menntakerfinu á einn eða annan hátt. Það sama átti við um áfanga sem ég tók í mínu grunnnámi, þar komu oftar en ekki gestafyrirlesarar sem héldu að nemendur áfanganna væru einungis í kennaranámi. Aukning er á að áfangar í Háskóla Íslands séu samkenndir. Samkennsla er vandamál sem stækkar stöðugt vegna undirfjármögnunar. Með aukinni samkennslu er hætta á að áfangar verði of þétt setnir eða að nemendur eigi ekki kost á að skrá sig í þá vegna fjöldatakmarkana. Fjöldatakmarkanir í áfanga heftir aðgang nemenda að námskeiðum og kemur í veg fyrir að þeir geti setið áfanga sem þeir hefðu annars viljað sitja og tengjast mögulega námi þeirra á einn eða annan hátt. Ég spyr mig hvort nemendur sem eru komnir lengra í námi fái þá forgang í þessa áfanga þar sem fjöldatakmarkanir eru settar enda fara líkur minnkandi á að þeir hafi kost á að taka þá því nær sem dregur að útskrift. Með auknu fjármagni til skólans væri hægt að ganga til aðgerða til þess að ganga úr skugga um að nemendur geti menntað sig í því sem þeir hafa áhuga og ástríðu fyrir. Greinin er hluti af átaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands í samstarfi við LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta vegna fjármögnunar háskólastigsins í aðdraganda Alþingiskosninga 2017. Kassamerki átaksins er #kjóstumenntun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Tengdar fréttir Kjóstu menntun 28. október Nú liggur fyrir að kosið verður á ný til Alþingis, 364 dögum eftir síðustu kosningar. Hagsmunahreyfingar stúdenta telja nauðsynlegt að hafa málefni eins og fjármögnun háskólastigsins í forgrunni þegar kemur að vali á fulltrúum á þingi og umræðum um nýja ríkisstjórn. 2. október 2017 09:00 Mannauður er undirstaða heilbrigðisþjónustu Undanfarin tvö ár hef ég setið í Stúdentaráði og þar fengið að kynnast mikilvægi hagsmunabaráttu og þess að nemendur hafi rödd. Það hefur verið magnað að fylgjast með hverju er hægt að hrinda í framkvæmd og hvað er hægt að hafa mikil áhrif. 4. október 2017 09:00 Skiptir þessi háskóli máli? Nú rúmum 100 árum eftir stofnun hefur starfsemi Háskóla Íslands vaxið og dafnað eins og sjá má á auknum nemendafjölda. 3. október 2017 09:00 Hugvísindi í hættu Háskóli Íslands er í fyrsta skipti í hópi 250 bestu háskóla heims á sviði hugvísinda samkvæmt nýjum lista Times Higher Education University Rankings 5. október 2017 09:39 Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Sérhæfing einstaklinga í námi hefur áhrif á möguleika þeirra á framtíðarstarfi og hversu vel þeir eru undirbúnir þegar þeir koma út á vinnumarkaðinn. Mikilvægt er að nemendur fái tækifæri til þess að sérhæfa sig á hinum ýmsu námsleiðum en ekki aðeins brot af því sem þeim þeir hafa hug á að sérhæfa sig í. Við upphaf þessa skólaárs hóf ég nám við Menntavísindasvið Háskóla Íslands sem ber heitið Uppeldis- og menntunarfræði með áherslu á áhættuhegðun, forvarnir og lífssýn. Ég varð alveg heilluð þegar ég sá að þetta nám væri í boði, nám sem gæfi mér færi á því að aðstoða börn og ungmenni sem taka þátt í áhættuhegðun og að ég fengi að vera hluti af hópi sem reynir að beina þeim á aðra braut. Að mínu mati er mjög mikilvægt að við sem samfélag gerum það sem í okkar valdi stendur til þess að grípa sem fyrst inn í hjá þessum hópi en það er því miður ekki raunin í dag. Inni á vef skólans segir meðal annars að námsleiðin sé ætluð þeim sem sjá fram á að starfa á vettvangi að uppbyggjandi starfi og inngripum í nærsamfélaginu og á stofnunum. Raunin er sú að þeir áfangar sem eru í boði á námsleiðinni endurspegla ekki þá sérhæfingu sem nemandi gerir ráð fyrir að fá þegar hann skráir sig í námið. Algengt er að áfangar séu samkenndir, það er að nemendur sem ekki eru að læra það sama sæki sömu áfanga. Í sjálfu sér er þetta ekki vitlaust og á vel við um áfanga á borð við aðferðafræði. Það er ekki boðlegt að nemendur þurfi að sitja áfanga sem tengjast þeirra námi ekki því það þarf að spara pening. Í náminu sem ég hyggst leggja fyrir mig eru algengt að áfangar séu samkenndir og oft miðaðir að einstaklingum sé sjá fyrir sér að starfa í skólum eða í menntakerfinu á einn eða annan hátt. Það sama átti við um áfanga sem ég tók í mínu grunnnámi, þar komu oftar en ekki gestafyrirlesarar sem héldu að nemendur áfanganna væru einungis í kennaranámi. Aukning er á að áfangar í Háskóla Íslands séu samkenndir. Samkennsla er vandamál sem stækkar stöðugt vegna undirfjármögnunar. Með aukinni samkennslu er hætta á að áfangar verði of þétt setnir eða að nemendur eigi ekki kost á að skrá sig í þá vegna fjöldatakmarkana. Fjöldatakmarkanir í áfanga heftir aðgang nemenda að námskeiðum og kemur í veg fyrir að þeir geti setið áfanga sem þeir hefðu annars viljað sitja og tengjast mögulega námi þeirra á einn eða annan hátt. Ég spyr mig hvort nemendur sem eru komnir lengra í námi fái þá forgang í þessa áfanga þar sem fjöldatakmarkanir eru settar enda fara líkur minnkandi á að þeir hafi kost á að taka þá því nær sem dregur að útskrift. Með auknu fjármagni til skólans væri hægt að ganga til aðgerða til þess að ganga úr skugga um að nemendur geti menntað sig í því sem þeir hafa áhuga og ástríðu fyrir. Greinin er hluti af átaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands í samstarfi við LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta vegna fjármögnunar háskólastigsins í aðdraganda Alþingiskosninga 2017. Kassamerki átaksins er #kjóstumenntun.
Kjóstu menntun 28. október Nú liggur fyrir að kosið verður á ný til Alþingis, 364 dögum eftir síðustu kosningar. Hagsmunahreyfingar stúdenta telja nauðsynlegt að hafa málefni eins og fjármögnun háskólastigsins í forgrunni þegar kemur að vali á fulltrúum á þingi og umræðum um nýja ríkisstjórn. 2. október 2017 09:00
Mannauður er undirstaða heilbrigðisþjónustu Undanfarin tvö ár hef ég setið í Stúdentaráði og þar fengið að kynnast mikilvægi hagsmunabaráttu og þess að nemendur hafi rödd. Það hefur verið magnað að fylgjast með hverju er hægt að hrinda í framkvæmd og hvað er hægt að hafa mikil áhrif. 4. október 2017 09:00
Skiptir þessi háskóli máli? Nú rúmum 100 árum eftir stofnun hefur starfsemi Háskóla Íslands vaxið og dafnað eins og sjá má á auknum nemendafjölda. 3. október 2017 09:00
Hugvísindi í hættu Háskóli Íslands er í fyrsta skipti í hópi 250 bestu háskóla heims á sviði hugvísinda samkvæmt nýjum lista Times Higher Education University Rankings 5. október 2017 09:39
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun