Fimm Íslendingar á hóteli árásarmannsins í Las Vegas Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. október 2017 09:01 Frá vettvangi í Las Vegas í morgun. vísir/getty Fimm Íslendingar eru nú læstir inni á Mandalay-hótelinu í Las Vegas en lögreglan telur að maður sem hóf skotárás á tónlistarhátíð í borginni í morgun hafi skotið frá 32. hæð hótelsins. Íslendingarnir eru annars vegar læstir inni nokkrum hæðum neðar eða á 28. hæð og hins vegar á veitingastað nánast á efstu hæð hótelsins. Íslendingarnir eru allir starfsmenn fyrirtækisins NetApp og eru þeir allir heilir á húfi. Starfsmennirnir eru á ráðstefnu í Las Vegas. Vísir náði tali af Jóni Þorgrími Stefánssyni, forstjóra fyrirtækisins, sem gat þó lítið rætt í símann vegna ástandsins á hótelinu. Hann sagði að allir starfsmenn NetApp væru heilir á húfi og að sérsveitin færi nú um hótelið vegna árásarinnar. Staðfest er að rúmlega að 20 manns hafi látist í árásinni og talið er að meira en 100 hafi særst. Árásarmaðurinn er sagður hafa verið heimamaður en hann féll í átökum við lögregluna sem gefur ekki upp nafn hans að svo stöddu. Lögreglan í Las Vegas leitar konu sem var í slagtogi við byssumanninn. Talið er að 30 þúsund manns hafi verið komnir saman á tónlistarhátíð skammt frá Mandalay-hótelinu. Kántrístjarnan Jason Aldean, stærsta nafn hátíðarinnar í ár, var á sviðinu þegar skotárásin hófst. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem Eiríkur Hrafnsson, starsmaður NetApp, tók af fólki að flýja vettvang skömmu eftir að árásin hófst.Fréttin hefur verið uppfærð.Shooting in Las Vegas. People fleeing (video from the Mandalay Bay hotel) pic.twitter.com/hs98J5uK6T— Eiki Hrafnsson (@EirikurH) October 2, 2017 SWAT combing the Mandalay Bay Hotel - ordered to stay where we are #lvshooting— Eiki Hrafnsson (@EirikurH) October 2, 2017 Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Í beinni: Tugir látnir og hundruð særð eftir skotárás í Las Vegas 64 ára gamall karlmaður skaut á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas í nótt. 2. október 2017 08:39 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Fimm Íslendingar eru nú læstir inni á Mandalay-hótelinu í Las Vegas en lögreglan telur að maður sem hóf skotárás á tónlistarhátíð í borginni í morgun hafi skotið frá 32. hæð hótelsins. Íslendingarnir eru annars vegar læstir inni nokkrum hæðum neðar eða á 28. hæð og hins vegar á veitingastað nánast á efstu hæð hótelsins. Íslendingarnir eru allir starfsmenn fyrirtækisins NetApp og eru þeir allir heilir á húfi. Starfsmennirnir eru á ráðstefnu í Las Vegas. Vísir náði tali af Jóni Þorgrími Stefánssyni, forstjóra fyrirtækisins, sem gat þó lítið rætt í símann vegna ástandsins á hótelinu. Hann sagði að allir starfsmenn NetApp væru heilir á húfi og að sérsveitin færi nú um hótelið vegna árásarinnar. Staðfest er að rúmlega að 20 manns hafi látist í árásinni og talið er að meira en 100 hafi særst. Árásarmaðurinn er sagður hafa verið heimamaður en hann féll í átökum við lögregluna sem gefur ekki upp nafn hans að svo stöddu. Lögreglan í Las Vegas leitar konu sem var í slagtogi við byssumanninn. Talið er að 30 þúsund manns hafi verið komnir saman á tónlistarhátíð skammt frá Mandalay-hótelinu. Kántrístjarnan Jason Aldean, stærsta nafn hátíðarinnar í ár, var á sviðinu þegar skotárásin hófst. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem Eiríkur Hrafnsson, starsmaður NetApp, tók af fólki að flýja vettvang skömmu eftir að árásin hófst.Fréttin hefur verið uppfærð.Shooting in Las Vegas. People fleeing (video from the Mandalay Bay hotel) pic.twitter.com/hs98J5uK6T— Eiki Hrafnsson (@EirikurH) October 2, 2017 SWAT combing the Mandalay Bay Hotel - ordered to stay where we are #lvshooting— Eiki Hrafnsson (@EirikurH) October 2, 2017
Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Í beinni: Tugir látnir og hundruð særð eftir skotárás í Las Vegas 64 ára gamall karlmaður skaut á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas í nótt. 2. október 2017 08:39 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Í beinni: Tugir látnir og hundruð særð eftir skotárás í Las Vegas 64 ára gamall karlmaður skaut á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas í nótt. 2. október 2017 08:39