Skiptir þessi háskóli máli? Baldur Helgi Þorkelsson skrifar 3. október 2017 09:00 Árið 1911 var Háskóli Íslands stofnaður. Helsta markmiðið með stofnun hans var að undirbúa einstaklinga til að taka við ýmsum æðri störfum í stjórnkerfi ríkisins ásamt verndun menningarlegrar arfleifðar. Stofnun Háskóla Íslands var einnig talin vera ein af grundvallarforsendum þess að Ísland gæti orðið sjálfstætt ríki. Árið 1911-1912 voru skráðir 45 nemendur, þar af ein kona, sem stunduðu nám við alls fimm deildir í skólanum1. Nú rúmum 100 árum síðar hefur starfsemi Háskóla Íslands vaxið og dafnað eins og sjá má á auknum nemendafjölda. Árið 2016 voru skráðir 13.419 nemendur í HÍ2, sem skiptist á milli fimm sviða og eru fjölbreyttar námsleiðir innan þeirra sviða. Íslenskir nemendur sem skráðir eru á háskóla- og doktorsstigi nema um 5,8% þjóðarinnar. Af þeim eru langflestir nemendur í HÍ, eða um 3,6% þjóðarinnar3. Menntunarstig Íslendinga sem hafa lokið háskólanámi er 38%4. Samanburður við önnur ríki innan OECD gefur til kynna að menntunarstig á Íslandi sé yfir meðaltali. Í dag er háskólamenntun ekki einungis í boði fyrir fámennan hóp eins og við stofnun skólans. Hún er talin nauðsyn til þess að geta sinnt hinum ýmsu störfum í samfélaginu. Háskólar og háskólamenntun umbreyta lífi einstaklinga með betri lífskjörum og rannsóknum sem hafa áhrif á þróun samfélagsins. Fram kemur í fjárlagafrumvarpi fráfarandi ríkisstjórnar fyrir árið 2018:„Háskólar eru sjálfstæðar menntastofnanir sem sinna kennslu, rannsóknum, varðveislu þekkingar, þekkingarleit og sköpun á sviðum vísinda, fræða, tækniþróunar og lista. Þeir stuðla að sköpun og miðlun þekkingar og færni til nemenda og samfélagsins alls. Þeir eru hluti af alþjóðlegu mennta- og vísindasamfélagi og styrkja innviði íslensks samfélags og efla samkeppnisstöðu þess.“ Árið 2016 var HÍ rekinn með tæplega 300 milljón króna rekstrarhalla og ljóst að reksturinn árið 2017 verður í járnum. Skólinn hefur ráðist í ýmis konar aðhaldsaðgerðir eins og að setja strangt aðhald við ráðningar og fella niður námskeið. Erfiður rekstur hamlar eðlilegri og nauðsynlegri nýliðun fyrir þá sem láta af störfum sökum aldurs. Álag hefur því aukist á kennara. Þetta eru aðeins dæmi um atriði sem snerta beina kennslu. Á þá eftir að telja upp dæmi sem koma óbeint niður á kennslu; eins og uppsöfnuð þörf á viðhaldi bygginga og á innviðum háskólans. Í ályktun sem háskólaráð Háskóla Íslands sendi frá sér 10. nóvember 2016 kemur fram að:„Til að gera allra brýnustu leiðréttingar á reikniflokkum ólíkra námsgreina þarf Háskóli Íslands um 1,5 milljarð króna árið 2017. Núverandi reikniflokkaverð Mennta- og menningarmálaráðuneytisins hamlar eðlilegum og nauðsynlegum kennsluháttum við skólann. Dregið hefur verið úr þjónustu við nemendur, álag á starfsfólk aukist til muna og þurft að fresta nauðsynlegri fjárfestingu í tækjum, búnaði og öðrum innviðum.“ Það er ljóst að HÍ hefur brugðist við fjárskorti frá hinu opinbera og því beitt ýmsum aðhaldsaðgerðum til að geta staðið undir sínu hlutverki sem menntastofnun, ein af grunnstoðum samfélagsins. Þessar aðhaldsaðgerðir eru í dag byrjaðar að skerða gæði náms við skólann og munu gera það enn frekar við óbreytt ástand. Eftir rúma aldaruppbyggingu á einni af helstu menntastofnun þjóðarinnar virðist stefna hins opinbera, sé horft á núverandi fjárlagafrumvarp, vera sú að draga til baka hluta af þeirri uppbyggingu og þróun sem hefur áunnist síðustu ár. Íslenska þjóðin er stolt af því að eiga og reka góðan háskóla. Á síðustu árum virðast stjórnvöld hafa gleymt því.1 Saga | Háskóli Íslands. (2017). Hi.is. Sótt 18 ágúst 2017, af https://hi.is/haskolinn/saga2 Háskóli Íslands. (2016). Lykiltölur Háskóla Íslands (bls. 8). Reykjavík: Háskóli Íslands. Sótt af https://issuu.com/haskoliislands-universityoficeland/docs/lykiltolur_enska_islenska3 Háskólastig - Hagstofa. (2017). Hagstofa Íslands. Sótt 18 ágúst 2017, af https://hagstofa.is/talnaefni/samfelag/menntun/haskolastig/4 OECD (2017), Education at a Glance 2017: OECD Indicators, OECD Publishing, Paris.https://dx.doi.org/10.1787/eag-2017-en Greinin er hluti af átaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands í samstarfi við LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta vegna fjármögnunar háskólastigsins í aðdraganda Alþingiskosninga 2017. Kassamerki átaksins er #kjóstumenntun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Árið 1911 var Háskóli Íslands stofnaður. Helsta markmiðið með stofnun hans var að undirbúa einstaklinga til að taka við ýmsum æðri störfum í stjórnkerfi ríkisins ásamt verndun menningarlegrar arfleifðar. Stofnun Háskóla Íslands var einnig talin vera ein af grundvallarforsendum þess að Ísland gæti orðið sjálfstætt ríki. Árið 1911-1912 voru skráðir 45 nemendur, þar af ein kona, sem stunduðu nám við alls fimm deildir í skólanum1. Nú rúmum 100 árum síðar hefur starfsemi Háskóla Íslands vaxið og dafnað eins og sjá má á auknum nemendafjölda. Árið 2016 voru skráðir 13.419 nemendur í HÍ2, sem skiptist á milli fimm sviða og eru fjölbreyttar námsleiðir innan þeirra sviða. Íslenskir nemendur sem skráðir eru á háskóla- og doktorsstigi nema um 5,8% þjóðarinnar. Af þeim eru langflestir nemendur í HÍ, eða um 3,6% þjóðarinnar3. Menntunarstig Íslendinga sem hafa lokið háskólanámi er 38%4. Samanburður við önnur ríki innan OECD gefur til kynna að menntunarstig á Íslandi sé yfir meðaltali. Í dag er háskólamenntun ekki einungis í boði fyrir fámennan hóp eins og við stofnun skólans. Hún er talin nauðsyn til þess að geta sinnt hinum ýmsu störfum í samfélaginu. Háskólar og háskólamenntun umbreyta lífi einstaklinga með betri lífskjörum og rannsóknum sem hafa áhrif á þróun samfélagsins. Fram kemur í fjárlagafrumvarpi fráfarandi ríkisstjórnar fyrir árið 2018:„Háskólar eru sjálfstæðar menntastofnanir sem sinna kennslu, rannsóknum, varðveislu þekkingar, þekkingarleit og sköpun á sviðum vísinda, fræða, tækniþróunar og lista. Þeir stuðla að sköpun og miðlun þekkingar og færni til nemenda og samfélagsins alls. Þeir eru hluti af alþjóðlegu mennta- og vísindasamfélagi og styrkja innviði íslensks samfélags og efla samkeppnisstöðu þess.“ Árið 2016 var HÍ rekinn með tæplega 300 milljón króna rekstrarhalla og ljóst að reksturinn árið 2017 verður í járnum. Skólinn hefur ráðist í ýmis konar aðhaldsaðgerðir eins og að setja strangt aðhald við ráðningar og fella niður námskeið. Erfiður rekstur hamlar eðlilegri og nauðsynlegri nýliðun fyrir þá sem láta af störfum sökum aldurs. Álag hefur því aukist á kennara. Þetta eru aðeins dæmi um atriði sem snerta beina kennslu. Á þá eftir að telja upp dæmi sem koma óbeint niður á kennslu; eins og uppsöfnuð þörf á viðhaldi bygginga og á innviðum háskólans. Í ályktun sem háskólaráð Háskóla Íslands sendi frá sér 10. nóvember 2016 kemur fram að:„Til að gera allra brýnustu leiðréttingar á reikniflokkum ólíkra námsgreina þarf Háskóli Íslands um 1,5 milljarð króna árið 2017. Núverandi reikniflokkaverð Mennta- og menningarmálaráðuneytisins hamlar eðlilegum og nauðsynlegum kennsluháttum við skólann. Dregið hefur verið úr þjónustu við nemendur, álag á starfsfólk aukist til muna og þurft að fresta nauðsynlegri fjárfestingu í tækjum, búnaði og öðrum innviðum.“ Það er ljóst að HÍ hefur brugðist við fjárskorti frá hinu opinbera og því beitt ýmsum aðhaldsaðgerðum til að geta staðið undir sínu hlutverki sem menntastofnun, ein af grunnstoðum samfélagsins. Þessar aðhaldsaðgerðir eru í dag byrjaðar að skerða gæði náms við skólann og munu gera það enn frekar við óbreytt ástand. Eftir rúma aldaruppbyggingu á einni af helstu menntastofnun þjóðarinnar virðist stefna hins opinbera, sé horft á núverandi fjárlagafrumvarp, vera sú að draga til baka hluta af þeirri uppbyggingu og þróun sem hefur áunnist síðustu ár. Íslenska þjóðin er stolt af því að eiga og reka góðan háskóla. Á síðustu árum virðast stjórnvöld hafa gleymt því.1 Saga | Háskóli Íslands. (2017). Hi.is. Sótt 18 ágúst 2017, af https://hi.is/haskolinn/saga2 Háskóli Íslands. (2016). Lykiltölur Háskóla Íslands (bls. 8). Reykjavík: Háskóli Íslands. Sótt af https://issuu.com/haskoliislands-universityoficeland/docs/lykiltolur_enska_islenska3 Háskólastig - Hagstofa. (2017). Hagstofa Íslands. Sótt 18 ágúst 2017, af https://hagstofa.is/talnaefni/samfelag/menntun/haskolastig/4 OECD (2017), Education at a Glance 2017: OECD Indicators, OECD Publishing, Paris.https://dx.doi.org/10.1787/eag-2017-en Greinin er hluti af átaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands í samstarfi við LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta vegna fjármögnunar háskólastigsins í aðdraganda Alþingiskosninga 2017. Kassamerki átaksins er #kjóstumenntun.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun