Á höllum brauðfæti? Guðlaug Kristjánsdóttir skrifar 17. október 2017 16:35 Þessa dagana er því mjög haldið fram að íslenskt heilbrigðiskerfi standi á brauðfótum, sé komið að fótum fram, standi höllum fæti. Það er að hluta til satt, en að hluta til hreinasta fjarstæða.Langtímamálin standa verst Orka og athygli í umræðu um heilbrigðismál beinist hlutfallslega mest að bráðaþjónustu, Landspítala og mönnun sjúkrahúsa. Það er brýn umræða, en meira þyrfti þó og mætti ræða um langtímaverkefnin, svo sem málefni langveikra, fatlaðra og aldraðra, sem þurfa öfluga nærþjónustu til langs tíma. Einmitt til þess að halda sig fjarri bráðaþjónustunni, sem okkur er svo tamt að ræða.Stefnulaus heilbrigðispólitík Það virðist ganga illa að ná samstöðu um langtímamarkmið og stefnu í heilbrigðismálum. Fyrir því eru ýmsar ástæður. Í fyrsta lagi þá eru kosningar til þings (oftast) á fjögurra ára fresti og gefa í hvert sinn tilefni til stóryrtra yfirlýsinga í þessum málum sem öðrum. Í öðru lagi snýst umræðan alltof oft um pólitískar kreddur, svo sem um fýsileika eða ómöguleika sjálfstæðs rekstrar, sem stuðlar að misklíð frekar en samstæðri stefnumótun. Í þeirri umræðu er stétt att gegn stétt, auk þess sem hópar innan hverrar stéttar fyrir sig eru settir í varnarstöðu hver gegn öðrum. Læknum á sjúkrahúsum er þannig stillt upp gegn læknum á stofum, og þannig koll af kolli. Staðreyndin er sú að meira en þriðjungur heilbrigðisþjónustu í landinu er í dag rekinn af sjálfstæðum og/eða hálfopinberum aðilum. Vissulega skortir heildarsýn á því sviði, líkt og öðrum, en betur færi á því að ræða þá stefnumótun undir formerkjum samstöðu frekar en samkeppni, með heildstæðri aðkomu allra stétta. Þetta verkefni er meðal þeirra sem Óttarr Proppé hefur sett af stað í hlutverki heilbrigðisráðherra.Skortur á hugrekki Getuleysi íslenskra stjórnmálamanna til þess að standa fyrir breiðu samtali um heildarstefnu hefur gert það að verkum að íslenska heilbrigðiskerfið þróast á sjálfstýringu, eins og Landlæknir og fleiri hafa bent á. Ósamræmi í fjármögnunarfyrirkomulagi opinberra stofnana og einkaaðila hefur gert það að verkum að við sitjum uppi með ósamstætt kerfi. Sökin fyrir því liggur hjá pólitíkinni og skorti á hugrekki til heiðarlegrar stefnumótunar, en síst af öllu hjá heilbrigðisgeiranum sjálfum. Mikill skortur er á jafnvægi í því hvar þjónusta er veitt, af hverjum og því hvort samræmi er milli þarfar og þjónustuframboðs vítt og breitt um landið. Stjórnmálin verða að fara að gæta að orðum sínum þegar rætt er um íslenskt heilbrigðiskerfi. Brauðfæturnir eru ekki hjá því færa og samviskusama fólki sem stendur vaktirnar og mannar þjónustuna, heldur hjá þeim sem bera ábyrgð á því að íslenskt heilbrigðisstarfsfólk hafi fast land undir fótum og búi við eðlilegar starfsaðstæður hvað stefnu og tilgang starfa þeirra varðar. Fyrr en við lögum það breytist ekki neitt.Höfundur er sjúkraþjálfari og skipar 1. sæti í NV fyrir lista Bjartrar framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Gunnar 02.05.15 Gunnar Halldór 03.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Þessa dagana er því mjög haldið fram að íslenskt heilbrigðiskerfi standi á brauðfótum, sé komið að fótum fram, standi höllum fæti. Það er að hluta til satt, en að hluta til hreinasta fjarstæða.Langtímamálin standa verst Orka og athygli í umræðu um heilbrigðismál beinist hlutfallslega mest að bráðaþjónustu, Landspítala og mönnun sjúkrahúsa. Það er brýn umræða, en meira þyrfti þó og mætti ræða um langtímaverkefnin, svo sem málefni langveikra, fatlaðra og aldraðra, sem þurfa öfluga nærþjónustu til langs tíma. Einmitt til þess að halda sig fjarri bráðaþjónustunni, sem okkur er svo tamt að ræða.Stefnulaus heilbrigðispólitík Það virðist ganga illa að ná samstöðu um langtímamarkmið og stefnu í heilbrigðismálum. Fyrir því eru ýmsar ástæður. Í fyrsta lagi þá eru kosningar til þings (oftast) á fjögurra ára fresti og gefa í hvert sinn tilefni til stóryrtra yfirlýsinga í þessum málum sem öðrum. Í öðru lagi snýst umræðan alltof oft um pólitískar kreddur, svo sem um fýsileika eða ómöguleika sjálfstæðs rekstrar, sem stuðlar að misklíð frekar en samstæðri stefnumótun. Í þeirri umræðu er stétt att gegn stétt, auk þess sem hópar innan hverrar stéttar fyrir sig eru settir í varnarstöðu hver gegn öðrum. Læknum á sjúkrahúsum er þannig stillt upp gegn læknum á stofum, og þannig koll af kolli. Staðreyndin er sú að meira en þriðjungur heilbrigðisþjónustu í landinu er í dag rekinn af sjálfstæðum og/eða hálfopinberum aðilum. Vissulega skortir heildarsýn á því sviði, líkt og öðrum, en betur færi á því að ræða þá stefnumótun undir formerkjum samstöðu frekar en samkeppni, með heildstæðri aðkomu allra stétta. Þetta verkefni er meðal þeirra sem Óttarr Proppé hefur sett af stað í hlutverki heilbrigðisráðherra.Skortur á hugrekki Getuleysi íslenskra stjórnmálamanna til þess að standa fyrir breiðu samtali um heildarstefnu hefur gert það að verkum að íslenska heilbrigðiskerfið þróast á sjálfstýringu, eins og Landlæknir og fleiri hafa bent á. Ósamræmi í fjármögnunarfyrirkomulagi opinberra stofnana og einkaaðila hefur gert það að verkum að við sitjum uppi með ósamstætt kerfi. Sökin fyrir því liggur hjá pólitíkinni og skorti á hugrekki til heiðarlegrar stefnumótunar, en síst af öllu hjá heilbrigðisgeiranum sjálfum. Mikill skortur er á jafnvægi í því hvar þjónusta er veitt, af hverjum og því hvort samræmi er milli þarfar og þjónustuframboðs vítt og breitt um landið. Stjórnmálin verða að fara að gæta að orðum sínum þegar rætt er um íslenskt heilbrigðiskerfi. Brauðfæturnir eru ekki hjá því færa og samviskusama fólki sem stendur vaktirnar og mannar þjónustuna, heldur hjá þeim sem bera ábyrgð á því að íslenskt heilbrigðisstarfsfólk hafi fast land undir fótum og búi við eðlilegar starfsaðstæður hvað stefnu og tilgang starfa þeirra varðar. Fyrr en við lögum það breytist ekki neitt.Höfundur er sjúkraþjálfari og skipar 1. sæti í NV fyrir lista Bjartrar framtíðar.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar