Höfuðvígi Ríkis íslams í Raqqa sagt fallið Kjartan Kjartansson skrifar 17. október 2017 13:28 Hermaður SDF í Raqqa í ágúst. Orrustan um borgina hefur staðið yfir frá því í júní. Vísir/AFP Bandalag sýrlenskra kúrda og araba sem stutt er af Bandaríkjunum hefur náð fullu valdi á sýrlensku borginni Raqqa. Borgin hefur verið höfuðvígi hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams en orrustan um hana hefur staðið yfir í fimm mánuði. „Öllu er lokið í Raqqa, hersveitir okkar hafa fulla stjórn á Raqqa,“ segir Talal Sello, talsmaður Sýrlensku lýðræðisveitanna. Um þrjúhundruð íslamistar voru eftir í borginni á sunnudag eftir að sýrlenskir vígamenn og fjölskyldur þeirra höfðu yfirgefið hana í samræmi við samkomulag sem gert hafði verið. Erlendir vígamenn háðu lokabaráttu sína á íþróttaleikvelli borgarinnar og sjúkrahúsi. Breska ríkisútvarpið BBC segir að talið sé að 22 hafi fallið í lokaatlögunni að sjúkrahúsinu. Nú stendur yfir hreinsunarstarf í borginni þar sem bandalagshersveitirnar leita uppi liðsmenn Ríkis íslams sem gætu leynst þar og fjarlægja jarðsprengjur. Búist er við því að formlega siguryfirlýsing verði gefin út síðar í dag. Ríki íslams hertók Raqqa snemma árs 2014 og gerði borgina að höfuðvígi að yfirlýstu kalífadæmi sínu. Undir stjórn samtakanna voru ströng trúarleg lög í gildi. BBC segir að liðsmenn þeirra hafi beitt afhöfðunum, krossfestingum og pyntingum til að halda borgarbúum í heljartökum. Sýrland Tengdar fréttir Sýrlenskar hersveitir brjóta sér leið inn í Raqqa Kúrdíska bandalagið SDF komst í gegnum hinn sögufræga Rafiqa-múr í Raqqa. 4. júlí 2017 07:16 SÞ: Gífurlegt mannfall í loftárásum Bandaríkjanna og bandamanna í Raqqa Hundruð óbreyttra borgara eru talin hafa fallið í orrustunni um Raqqa í Sýrlandi frá því í mars. Stríðsglæparannsakandi SÞ segir gífurlegt mannfall hafa hlotist af loftárásum Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra. 14. júní 2017 14:54 Bardaginn um Raqqa mun taka mánuði SDF hefur umkringt borgina algerlega og sókn þeirra hefur gengið vel í vikunni. 6. júlí 2017 13:42 Hundrað vígamenn Ríkis íslams hafa gefist upp síðastliðinn sólarhring Um hundrað vígamenn Íslamska ríkisins hafa gefist upp í sýrlensku borginni Raqqa síðastliðinn sólarhring. 14. október 2017 14:16 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira
Bandalag sýrlenskra kúrda og araba sem stutt er af Bandaríkjunum hefur náð fullu valdi á sýrlensku borginni Raqqa. Borgin hefur verið höfuðvígi hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams en orrustan um hana hefur staðið yfir í fimm mánuði. „Öllu er lokið í Raqqa, hersveitir okkar hafa fulla stjórn á Raqqa,“ segir Talal Sello, talsmaður Sýrlensku lýðræðisveitanna. Um þrjúhundruð íslamistar voru eftir í borginni á sunnudag eftir að sýrlenskir vígamenn og fjölskyldur þeirra höfðu yfirgefið hana í samræmi við samkomulag sem gert hafði verið. Erlendir vígamenn háðu lokabaráttu sína á íþróttaleikvelli borgarinnar og sjúkrahúsi. Breska ríkisútvarpið BBC segir að talið sé að 22 hafi fallið í lokaatlögunni að sjúkrahúsinu. Nú stendur yfir hreinsunarstarf í borginni þar sem bandalagshersveitirnar leita uppi liðsmenn Ríkis íslams sem gætu leynst þar og fjarlægja jarðsprengjur. Búist er við því að formlega siguryfirlýsing verði gefin út síðar í dag. Ríki íslams hertók Raqqa snemma árs 2014 og gerði borgina að höfuðvígi að yfirlýstu kalífadæmi sínu. Undir stjórn samtakanna voru ströng trúarleg lög í gildi. BBC segir að liðsmenn þeirra hafi beitt afhöfðunum, krossfestingum og pyntingum til að halda borgarbúum í heljartökum.
Sýrland Tengdar fréttir Sýrlenskar hersveitir brjóta sér leið inn í Raqqa Kúrdíska bandalagið SDF komst í gegnum hinn sögufræga Rafiqa-múr í Raqqa. 4. júlí 2017 07:16 SÞ: Gífurlegt mannfall í loftárásum Bandaríkjanna og bandamanna í Raqqa Hundruð óbreyttra borgara eru talin hafa fallið í orrustunni um Raqqa í Sýrlandi frá því í mars. Stríðsglæparannsakandi SÞ segir gífurlegt mannfall hafa hlotist af loftárásum Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra. 14. júní 2017 14:54 Bardaginn um Raqqa mun taka mánuði SDF hefur umkringt borgina algerlega og sókn þeirra hefur gengið vel í vikunni. 6. júlí 2017 13:42 Hundrað vígamenn Ríkis íslams hafa gefist upp síðastliðinn sólarhring Um hundrað vígamenn Íslamska ríkisins hafa gefist upp í sýrlensku borginni Raqqa síðastliðinn sólarhring. 14. október 2017 14:16 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira
Sýrlenskar hersveitir brjóta sér leið inn í Raqqa Kúrdíska bandalagið SDF komst í gegnum hinn sögufræga Rafiqa-múr í Raqqa. 4. júlí 2017 07:16
SÞ: Gífurlegt mannfall í loftárásum Bandaríkjanna og bandamanna í Raqqa Hundruð óbreyttra borgara eru talin hafa fallið í orrustunni um Raqqa í Sýrlandi frá því í mars. Stríðsglæparannsakandi SÞ segir gífurlegt mannfall hafa hlotist af loftárásum Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra. 14. júní 2017 14:54
Bardaginn um Raqqa mun taka mánuði SDF hefur umkringt borgina algerlega og sókn þeirra hefur gengið vel í vikunni. 6. júlí 2017 13:42
Hundrað vígamenn Ríkis íslams hafa gefist upp síðastliðinn sólarhring Um hundrað vígamenn Íslamska ríkisins hafa gefist upp í sýrlensku borginni Raqqa síðastliðinn sólarhring. 14. október 2017 14:16