Hagstjórnin og kvennastéttir Halla Gunnarsdóttir skrifar 17. október 2017 07:00 Kvenfrelsismál eru ofar á baugi í þessari kosningabaráttu en oft áður. Vegna þrotlausrar kvennabaráttu þarf ekki lengur að deila um hvort konur verði fyrir misrétti vegna kyns síns eða ekki, nú ræðum við um aðgerðir til að uppræta misréttið. Þetta gefur fyrirheit um að hægt verði að ná breiðri samstöðu á næsta kjörtímabili um að útrýma bæði kynbundnum launamun og kynbundnu ofbeldi. Aðgerðirnar þurfa að taka á margþættri mismunun sem konur af erlendum uppruna, fatlaðar konur, fátækar konur og hinsegin konur mæta í daglegu lífi. Tillaga Viðreisnar um þjóðarsátt um kjör kvennastétta – þar sem tekist væri á við hinn „útskýrða“ launamun milli kynjanna – er gott innlegg í umræðuna. Með samstillu átaki ríkis, sveitarfélaga, stéttarfélaga og atvinnurekenda mætti ná fram raunverulegri leiðréttingu á kjörum kvennastétta í eitt skipti fyrir öll, þannig að svokallaðar ófaglærðar og faglærðar kvennastéttir nytu mannsæmandi kjara, bæði á einkamarkaði og hinum opinbera.Sveltistefna eykur vinnuálag kvenna En meira þarf að koma til en launahækkanir. Stórbæta þarf vinnuaðstöðu, aðbúnað og mönnun í þeim störfum sem þessar stéttir inna af hendi og stytta vinnutímann þannig að allt vinnandi fólk geti betur samhæft atvinnu og fjölskyldulíf. Kynbundinn launamunur verður ekki leiðréttur nema ólaunuð vinna – sem konur bera hitann og þungann af – verði tekin með í reikninginn. Sveltistefnan í heilbrigðismálum og menntamálum hefur bein neikvæð áhrif á kjör stórra kvennastétta og eykur um leið ólaunað vinnuálag á konur. Þar sem heilbrigðis- og velferðarkerfinu sleppir taka konur oftast við. Það er ekki lengra en rúmur mánuður síðan fráfarandi ríkisstjórnarflokkar lögðu fram fjárlagafrumvarp þar sem hvergi sá þess stað að nokkur vilji væri til að taka á kjörum kvennastétta eða til að breyta um kúrs og kveðja sveltistefnuna. Hægri hagstjórn – eins og sú sem fráfarandi ríkisstjórnarflokkar sýndu í verki – er ekki ávísun á velferð eða á jafnrétti kynjanna. Slík hagstjórn hefur hvergi orðið til þess að ýta undir frelsi kvenna, heldur þvert á móti lagt auknar byrðar af illa launaðri og ólaunaðri vinnu á þeirra herðar, sem aftur dregur úr tækifærum kvenna til að láta til sín taka í samfélaginu.Bráðum betri tíð? Hvernig sem Alþingi verður skipað eftir kosningar þá er fagnaðarefni að fleiri stjórnmálaflokkar lýsi yfir vilja til að einbeita sér að kjörum kvennastétta. Uppbygging í heilbrigðismálum, menntamálum og velferðarmálum á ekki að mæta afgangi. Þetta er besta fjárfestingin til að tryggja efnahagslega velsæld til framtíðar. Tími samstilltra aðgerða er vonandi að renna upp. Höfundur er frambjóðandi VG í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Gunnar 02.05.15 Gunnar Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Kvenfrelsismál eru ofar á baugi í þessari kosningabaráttu en oft áður. Vegna þrotlausrar kvennabaráttu þarf ekki lengur að deila um hvort konur verði fyrir misrétti vegna kyns síns eða ekki, nú ræðum við um aðgerðir til að uppræta misréttið. Þetta gefur fyrirheit um að hægt verði að ná breiðri samstöðu á næsta kjörtímabili um að útrýma bæði kynbundnum launamun og kynbundnu ofbeldi. Aðgerðirnar þurfa að taka á margþættri mismunun sem konur af erlendum uppruna, fatlaðar konur, fátækar konur og hinsegin konur mæta í daglegu lífi. Tillaga Viðreisnar um þjóðarsátt um kjör kvennastétta – þar sem tekist væri á við hinn „útskýrða“ launamun milli kynjanna – er gott innlegg í umræðuna. Með samstillu átaki ríkis, sveitarfélaga, stéttarfélaga og atvinnurekenda mætti ná fram raunverulegri leiðréttingu á kjörum kvennastétta í eitt skipti fyrir öll, þannig að svokallaðar ófaglærðar og faglærðar kvennastéttir nytu mannsæmandi kjara, bæði á einkamarkaði og hinum opinbera.Sveltistefna eykur vinnuálag kvenna En meira þarf að koma til en launahækkanir. Stórbæta þarf vinnuaðstöðu, aðbúnað og mönnun í þeim störfum sem þessar stéttir inna af hendi og stytta vinnutímann þannig að allt vinnandi fólk geti betur samhæft atvinnu og fjölskyldulíf. Kynbundinn launamunur verður ekki leiðréttur nema ólaunuð vinna – sem konur bera hitann og þungann af – verði tekin með í reikninginn. Sveltistefnan í heilbrigðismálum og menntamálum hefur bein neikvæð áhrif á kjör stórra kvennastétta og eykur um leið ólaunað vinnuálag á konur. Þar sem heilbrigðis- og velferðarkerfinu sleppir taka konur oftast við. Það er ekki lengra en rúmur mánuður síðan fráfarandi ríkisstjórnarflokkar lögðu fram fjárlagafrumvarp þar sem hvergi sá þess stað að nokkur vilji væri til að taka á kjörum kvennastétta eða til að breyta um kúrs og kveðja sveltistefnuna. Hægri hagstjórn – eins og sú sem fráfarandi ríkisstjórnarflokkar sýndu í verki – er ekki ávísun á velferð eða á jafnrétti kynjanna. Slík hagstjórn hefur hvergi orðið til þess að ýta undir frelsi kvenna, heldur þvert á móti lagt auknar byrðar af illa launaðri og ólaunaðri vinnu á þeirra herðar, sem aftur dregur úr tækifærum kvenna til að láta til sín taka í samfélaginu.Bráðum betri tíð? Hvernig sem Alþingi verður skipað eftir kosningar þá er fagnaðarefni að fleiri stjórnmálaflokkar lýsi yfir vilja til að einbeita sér að kjörum kvennastétta. Uppbygging í heilbrigðismálum, menntamálum og velferðarmálum á ekki að mæta afgangi. Þetta er besta fjárfestingin til að tryggja efnahagslega velsæld til framtíðar. Tími samstilltra aðgerða er vonandi að renna upp. Höfundur er frambjóðandi VG í Reykjavík norður.
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun