Hvernig búum við að börnum okkar? Guðríður Arnardóttir skrifar 16. október 2017 14:59 Algengi þunglyndis meðal unglinga hefur aukist mikið síðustu ár. Íslenskar stúlkur á aldrinum 15 til 24 ára taka ríflega fjórum sinnum meira af þunglyndislyfjum en jafnaldrar þeirra í Danmörku. Sjálfsmorðstíðni drengja á aldrinum 10 til 19 ára er hvergi hærri á Norðurlöndunum en á Íslandi. Enginn hópur tekur eins mikið af ADHD-lyfjum og íslenskir drengir á aldrinum 10 til 14 ára. Íslendingar slá líka öll met í notkun róandi lyfja og svefnlyfja og taka Íslendingar inn fimm sinnum meira af slíkum lyfjum en Danir. Og það er þrefalt algengara að börn á leikskólaaldri fái tauga- og geðlyf en hinum norðurlöndunum. Það er eitthvað að! Það eru einhverjir samfélagslegir þættir sem velda þessum alvarlega vanda sem börn og ungmenni glíma við í dag. Það þarf auðvitað að leita orsakanna en nærtækast er að líta til þeirra aðstæðna sem börnin alast upp við. Nemendur í leikskóla eru í allt of litlum rýmum. Börnin eru einfaldlega of mörg miðað við það rými sem þeim er ætlað. Það er heldur ekkert óalgengt að börn séu í leikskóla á milli 8 og 9 klukkustundir á dag. Yngstu nemendurnir í leikskólanum hafa þannig lengsta viðveru á hverjum degi og lengstan árlegan skólatíma af öllum OECD löndunum. Þetta hafa stjórnendur í leikskólum bent á í mörg ár en nú þegar við horfum á þessar hrópandi staðreyndir er ljóst að aðgerða er þörf. Og skammtímasjónarmið ráða því miður allt of oft för. Fjárfesting í sterku menntakerfi er svo mikill sparnaður til framtíðar. Við þurfum að búa betur að börnunum okkar m.a. draga úr álagi vegna hávaða og stytta skóladaginn. Við þurfum að fækka börnum á hverri leikskóladeild og við eigum að efla stuðningsnet barna og ungmenna í grunn og framhaldsskólum. Efla náms og starfsráðgjöf og ekki síður tryggja félagslegan stuðning og sálfræðiráðgjöf á öllum skólastigum. Baráttan gegn brottfalli úr framhaldsskóla byrjar í leikskólanum. Þar má byrja að skima fyrir nemendum í brottfallshættu á seinni skólastigum. Við þurfum að stytta vinnuvikuna og um leið vinnuviku allra barna og ungmenna. Við þurfum að fjölga samverustundunum heima við, allar rannsóknir sýna að styttri vinnuvika leiðir til meiri framlegðar í vinnu og bætir líðan allra. Og þótt það kosti auðvitað að byggja fleiri leikskólabyggingar, fjölga menntuðum kennurum og fjölga sérfræðingum í stuðningsneti skólanna er það fjárfesting til framtíðar, álag á heilbrigðiskerfið mun til lengri tíma minnka, og sterkari heilbrigðari einstaklingar leggja meira til samfélagsins. Þetta er ekki flókið sko.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Skóla - og menntamál Mest lesið Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Algengi þunglyndis meðal unglinga hefur aukist mikið síðustu ár. Íslenskar stúlkur á aldrinum 15 til 24 ára taka ríflega fjórum sinnum meira af þunglyndislyfjum en jafnaldrar þeirra í Danmörku. Sjálfsmorðstíðni drengja á aldrinum 10 til 19 ára er hvergi hærri á Norðurlöndunum en á Íslandi. Enginn hópur tekur eins mikið af ADHD-lyfjum og íslenskir drengir á aldrinum 10 til 14 ára. Íslendingar slá líka öll met í notkun róandi lyfja og svefnlyfja og taka Íslendingar inn fimm sinnum meira af slíkum lyfjum en Danir. Og það er þrefalt algengara að börn á leikskólaaldri fái tauga- og geðlyf en hinum norðurlöndunum. Það er eitthvað að! Það eru einhverjir samfélagslegir þættir sem velda þessum alvarlega vanda sem börn og ungmenni glíma við í dag. Það þarf auðvitað að leita orsakanna en nærtækast er að líta til þeirra aðstæðna sem börnin alast upp við. Nemendur í leikskóla eru í allt of litlum rýmum. Börnin eru einfaldlega of mörg miðað við það rými sem þeim er ætlað. Það er heldur ekkert óalgengt að börn séu í leikskóla á milli 8 og 9 klukkustundir á dag. Yngstu nemendurnir í leikskólanum hafa þannig lengsta viðveru á hverjum degi og lengstan árlegan skólatíma af öllum OECD löndunum. Þetta hafa stjórnendur í leikskólum bent á í mörg ár en nú þegar við horfum á þessar hrópandi staðreyndir er ljóst að aðgerða er þörf. Og skammtímasjónarmið ráða því miður allt of oft för. Fjárfesting í sterku menntakerfi er svo mikill sparnaður til framtíðar. Við þurfum að búa betur að börnunum okkar m.a. draga úr álagi vegna hávaða og stytta skóladaginn. Við þurfum að fækka börnum á hverri leikskóladeild og við eigum að efla stuðningsnet barna og ungmenna í grunn og framhaldsskólum. Efla náms og starfsráðgjöf og ekki síður tryggja félagslegan stuðning og sálfræðiráðgjöf á öllum skólastigum. Baráttan gegn brottfalli úr framhaldsskóla byrjar í leikskólanum. Þar má byrja að skima fyrir nemendum í brottfallshættu á seinni skólastigum. Við þurfum að stytta vinnuvikuna og um leið vinnuviku allra barna og ungmenna. Við þurfum að fjölga samverustundunum heima við, allar rannsóknir sýna að styttri vinnuvika leiðir til meiri framlegðar í vinnu og bætir líðan allra. Og þótt það kosti auðvitað að byggja fleiri leikskólabyggingar, fjölga menntuðum kennurum og fjölga sérfræðingum í stuðningsneti skólanna er það fjárfesting til framtíðar, álag á heilbrigðiskerfið mun til lengri tíma minnka, og sterkari heilbrigðari einstaklingar leggja meira til samfélagsins. Þetta er ekki flókið sko.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar