Sebastian Vettel treystir Arrivabene til að leiða Ferrari Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 27. október 2017 13:00 Arrivabene og Vettel Vísir/Getty Sebastian Vettel hefur trú á að liðsstjóri Ferrari Maurizio Arrivabene sé rétti maðurinn til að leiða ítalska stórveldið. Orðrómur hefur verið á kreiki um að Arrivabene sé líklegur til að missa starfið á næstu vikum. Sá orðrómur byggir þó sennilega helst á sögulegum staðreyndum um Ferrari liðsins. Lítil þolinmæði hefur verið í herbúðum Ferrari fyrir liðsstjórum sem ná ekki árangri strax. Hins vegar virðist sem Arrivabene muni halda starfinu aðeins lengur ef marka má Vettel. Vettel telur að Arrivabene eigi stóran þátt í nýlegri velgengni Ferrari liðsins. Ferrari liðið hefur saxað töluvert á forskot Mercedes liðsins undanfarin ár og færst töluvert nær í ár. Áreiðanleikinn hefur hins vegar verið liðinu til ama. Vettel hefur lýst yfir stuðningi við Arrivabene og sagt að hann vilji halda honum áfram sem liðsstjóra Ferrari. „Andinn í liðinu var lítill. Hann er lykilmaður í að rífa hann upp, koma á opnum ferlum og breyta hlutunum sem höfðu verið í sama farinu í 20 ár,“ sagði Vettel. „Hann er frumlegur og sýnir frumkvæði í hugsun. Hann er rétti maðurinn, góður leiðtogi og virtur af öllum innan liðsins - þá skiptir engu máli í hvaða stöðu þú ert. Ég er aðdáandi hans,“ sagði Vettel. Formúla Tengdar fréttir Bílskúrinn: Titillinn réðst í Texas Lewis Hamilton vann sinn fimmta kappakstur í Texas, einungis sex Formúlu 1 keppnir hafa farið fram þar svo hann er klárlega fógetinn í Texas. 23. október 2017 17:00 Daniil Kvyat á ekki afturkvæmt til Red Bull Helmut Marko, ráðgjafi Red Bull liðsins segir að rússneski Formúlu 1 ökumaðurinn Daniil Kvyat eigi ekki afturkvæmt til liðs við Red Bull eða Toro Rosso. 25. október 2017 21:30 Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Sebastian Vettel hefur trú á að liðsstjóri Ferrari Maurizio Arrivabene sé rétti maðurinn til að leiða ítalska stórveldið. Orðrómur hefur verið á kreiki um að Arrivabene sé líklegur til að missa starfið á næstu vikum. Sá orðrómur byggir þó sennilega helst á sögulegum staðreyndum um Ferrari liðsins. Lítil þolinmæði hefur verið í herbúðum Ferrari fyrir liðsstjórum sem ná ekki árangri strax. Hins vegar virðist sem Arrivabene muni halda starfinu aðeins lengur ef marka má Vettel. Vettel telur að Arrivabene eigi stóran þátt í nýlegri velgengni Ferrari liðsins. Ferrari liðið hefur saxað töluvert á forskot Mercedes liðsins undanfarin ár og færst töluvert nær í ár. Áreiðanleikinn hefur hins vegar verið liðinu til ama. Vettel hefur lýst yfir stuðningi við Arrivabene og sagt að hann vilji halda honum áfram sem liðsstjóra Ferrari. „Andinn í liðinu var lítill. Hann er lykilmaður í að rífa hann upp, koma á opnum ferlum og breyta hlutunum sem höfðu verið í sama farinu í 20 ár,“ sagði Vettel. „Hann er frumlegur og sýnir frumkvæði í hugsun. Hann er rétti maðurinn, góður leiðtogi og virtur af öllum innan liðsins - þá skiptir engu máli í hvaða stöðu þú ert. Ég er aðdáandi hans,“ sagði Vettel.
Formúla Tengdar fréttir Bílskúrinn: Titillinn réðst í Texas Lewis Hamilton vann sinn fimmta kappakstur í Texas, einungis sex Formúlu 1 keppnir hafa farið fram þar svo hann er klárlega fógetinn í Texas. 23. október 2017 17:00 Daniil Kvyat á ekki afturkvæmt til Red Bull Helmut Marko, ráðgjafi Red Bull liðsins segir að rússneski Formúlu 1 ökumaðurinn Daniil Kvyat eigi ekki afturkvæmt til liðs við Red Bull eða Toro Rosso. 25. október 2017 21:30 Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Bílskúrinn: Titillinn réðst í Texas Lewis Hamilton vann sinn fimmta kappakstur í Texas, einungis sex Formúlu 1 keppnir hafa farið fram þar svo hann er klárlega fógetinn í Texas. 23. október 2017 17:00
Daniil Kvyat á ekki afturkvæmt til Red Bull Helmut Marko, ráðgjafi Red Bull liðsins segir að rússneski Formúlu 1 ökumaðurinn Daniil Kvyat eigi ekki afturkvæmt til liðs við Red Bull eða Toro Rosso. 25. október 2017 21:30