Umhverfisvæn opinber innkaup Svavar Halldórsson skrifar 24. október 2017 07:00 Velgengni Íslands á undanförnum árum og áratugum byggir að stórum hluta á því að okkur hefur lánast að gera hreinleika lands og sjávar að verðmætum sem neytendur er tilbúnir að borga fyrir. Hluti af því verði sem við fáum fyrir fisk eða aðrar matvörur í útflutningi er tilkominn vegna þess að þær eru frá einu hreinasta landi heims. Að sama skapi skiptir náttúran sköpum við markaðssetningu á landinu til erlendra ferðamanna. Þessi rök eiga líka við um íslenskar matvörur sem seldar eru innanlands. Íslenskir neytendur vita að dýravelferð er á háu stigi, sýklalyfjanotkun í landbúnaði er minni en annars staðar og hormónar bannaðir. Notkun á erfðabreyttu fóðri er ólögleg í íslenskri sauðfjárrækt, ekki eru notuð vaxtahvetjandi lyf, áburðarnotkun er lítil og eiturefnanotkun hverfandi. Sjórinn er hreinn, orkan er græn og umgengni um náttúruauðlindir almennt með ábyrgum hætti bæði til sjávar og sveita.Hrein náttúra skilar tekjum Íslensk náttúra, hreinleiki og sérstaða skila beinum tekjum fyrir fjölmörg fyrirtæki og eru grundvöllur verðmætasköpunar og starfa um allt land. Það njóta því allir Íslendingar þess sem vel er gert í umhverfismálum. Það er óháð því hvort þeir leggja eitthvað af mörkum eða ekki. Því er eðlilegt að ríkið taki að sér ákveðið forystuhlutverk, setji reglur og gangi á undan með góðu fordæmi til að standa vörð um þau verðmæti sem felast í hreinu umhverfi og ímynd Íslands. Einn stærsti kaupandi matvöru á Íslandi er hið opinbera. Áætlað er að ríki og sveitarfélög fæði um 100 þúsund manns á dag í mötuneytum skóla, vinnustaða, sjúkrastofnana og víðar. Þar þarf hið opinbera líka að sýna fordæmi.Fordæmi hins opinbera Eðlilegt er að gerð sé krafa um lágmarks umhverfisfótspor við opinber innkaup. Þar yrði þá horft til þátta eins og erfðabreytts fóðurs og - matvæla, sýklalyfjanotkunar, eiturefna- og hormónanotkunar og kolefnisfótspors. Þetta væri einfalt að gera með því að setja í lög um opinber innkaup að ávallt skuli velja þá vöru sem ber minnsta umhverfisfótsporið. Eða í versta falli að það skuli hafa að minnsta kosti jafn mikið vægi og verð við innkaupin. Almenn regla af þessu tagi mismunar ekki og stenst þær alþjóðlegu skuldbindingar sem við höfum undirgengist. Það myndi þýða að ríkið, sveitarfélögin og allar stofnarnir sem undir þau heyra taki þátt í því með bændum, sjómönnum, ferðaþjónustunni og fleirum að standa vörð um hreinleika íslenskrar náttúru og þau verðmæti sem í henni felast.Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsráðs kindakjöts og Icelandic lamb. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Sjá meira
Velgengni Íslands á undanförnum árum og áratugum byggir að stórum hluta á því að okkur hefur lánast að gera hreinleika lands og sjávar að verðmætum sem neytendur er tilbúnir að borga fyrir. Hluti af því verði sem við fáum fyrir fisk eða aðrar matvörur í útflutningi er tilkominn vegna þess að þær eru frá einu hreinasta landi heims. Að sama skapi skiptir náttúran sköpum við markaðssetningu á landinu til erlendra ferðamanna. Þessi rök eiga líka við um íslenskar matvörur sem seldar eru innanlands. Íslenskir neytendur vita að dýravelferð er á háu stigi, sýklalyfjanotkun í landbúnaði er minni en annars staðar og hormónar bannaðir. Notkun á erfðabreyttu fóðri er ólögleg í íslenskri sauðfjárrækt, ekki eru notuð vaxtahvetjandi lyf, áburðarnotkun er lítil og eiturefnanotkun hverfandi. Sjórinn er hreinn, orkan er græn og umgengni um náttúruauðlindir almennt með ábyrgum hætti bæði til sjávar og sveita.Hrein náttúra skilar tekjum Íslensk náttúra, hreinleiki og sérstaða skila beinum tekjum fyrir fjölmörg fyrirtæki og eru grundvöllur verðmætasköpunar og starfa um allt land. Það njóta því allir Íslendingar þess sem vel er gert í umhverfismálum. Það er óháð því hvort þeir leggja eitthvað af mörkum eða ekki. Því er eðlilegt að ríkið taki að sér ákveðið forystuhlutverk, setji reglur og gangi á undan með góðu fordæmi til að standa vörð um þau verðmæti sem felast í hreinu umhverfi og ímynd Íslands. Einn stærsti kaupandi matvöru á Íslandi er hið opinbera. Áætlað er að ríki og sveitarfélög fæði um 100 þúsund manns á dag í mötuneytum skóla, vinnustaða, sjúkrastofnana og víðar. Þar þarf hið opinbera líka að sýna fordæmi.Fordæmi hins opinbera Eðlilegt er að gerð sé krafa um lágmarks umhverfisfótspor við opinber innkaup. Þar yrði þá horft til þátta eins og erfðabreytts fóðurs og - matvæla, sýklalyfjanotkunar, eiturefna- og hormónanotkunar og kolefnisfótspors. Þetta væri einfalt að gera með því að setja í lög um opinber innkaup að ávallt skuli velja þá vöru sem ber minnsta umhverfisfótsporið. Eða í versta falli að það skuli hafa að minnsta kosti jafn mikið vægi og verð við innkaupin. Almenn regla af þessu tagi mismunar ekki og stenst þær alþjóðlegu skuldbindingar sem við höfum undirgengist. Það myndi þýða að ríkið, sveitarfélögin og allar stofnarnir sem undir þau heyra taki þátt í því með bændum, sjómönnum, ferðaþjónustunni og fleirum að standa vörð um hreinleika íslenskrar náttúru og þau verðmæti sem í henni felast.Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsráðs kindakjöts og Icelandic lamb.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar