Viljum vera á sömu blaðsíðu og í síðasta leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. október 2017 06:00 Elín Metta Jensen hefur skorað þrjú mörk og gefið þrjár stoðsendingar í tveimur leikjum í undankeppni HM 2019. vísir/eyþór Elín Metta Jensen hefur verið funheit í fyrstu tveimur leikjum Íslands í undankeppni HM 2019. Valskonan skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í 8-0 sigrinum á Færeyjum í september og á föstudaginn skoraði hún eitt mark og lagði upp tvö í 2-3 sigrinum frækna á Þýskalandi í Wiesbaden. Þrjú mörk og þrjár stoðsendingar eru ekki amaleg afköst í tveimur leikjum. Og það sem meira er, þá er íslenska liðið með sex stig á toppi riðils 5 og getur komið sér í frábæra stöðu með sigri á Tékklandi í Znojmo á morgun. „Við vorum mjög ánægðar með þessi úrslit og það voru miklar tilfinningar í gangi,“ sagði Elín Metta um sigurinn frábæra á Þjóðverjum. „En mér finnst hafa gengið vel að halda spennustiginu réttu og það er góð stemning í hópnum og frekar róleg.“ Elín Metta segir að íslenska liðið sé mjög meðvitað um mikilvægi leiksins á morgun. „Auðvitað viljum við vera á sömu blaðsíðu og í síðasta leik og byggja ofan á það spil og þann karakter sem við sýndum. Það kemur ekkert annað til greina en að halda sömu stemningu í liðinu,“ sagði Elín Metta. Síðustu ár hefur Elín Metta aðallega spilað úti á kanti með íslenska landsliðinu. En í leikjunum tveimur í undankeppni HM hefur hún spilað sem framherji með góðum árangri. Elín Metta segist kunna vel við sig í framlínunni. „Mér finnst þetta vera allt öðruvísi staða. Ég er vön því að spila báðar stöður og mér finnst þær báðar skemmtilegar. Mér fannst ganga ótrúlega vel í síðasta leik, frammi með Fanndísi [Friðriksdóttur] og með Dagnýju [Brynjarsdóttur] þar fyrir aftan. Þetta er með skemmtilegri landsleikjum sem ég hef spilað,“ sagði Elín Metta sem hefur skorað átta mörk í 31 landsleik. Tékkneska liðið er með sex stig í riðlinum, líkt og það íslenska, en hefur leikið einum leik meira. Elín Metta segir að Tékkar séu sýnd veiði en ekki gefin. „Þetta er alvöru lið og það er ekkert tilefni til að vanmeta það. Við vitum að þær eru góðar og ætlum að mæta brjálaðar til leiks,“ sagði Elín Metta að lokum. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Sjá meira
Elín Metta Jensen hefur verið funheit í fyrstu tveimur leikjum Íslands í undankeppni HM 2019. Valskonan skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í 8-0 sigrinum á Færeyjum í september og á föstudaginn skoraði hún eitt mark og lagði upp tvö í 2-3 sigrinum frækna á Þýskalandi í Wiesbaden. Þrjú mörk og þrjár stoðsendingar eru ekki amaleg afköst í tveimur leikjum. Og það sem meira er, þá er íslenska liðið með sex stig á toppi riðils 5 og getur komið sér í frábæra stöðu með sigri á Tékklandi í Znojmo á morgun. „Við vorum mjög ánægðar með þessi úrslit og það voru miklar tilfinningar í gangi,“ sagði Elín Metta um sigurinn frábæra á Þjóðverjum. „En mér finnst hafa gengið vel að halda spennustiginu réttu og það er góð stemning í hópnum og frekar róleg.“ Elín Metta segir að íslenska liðið sé mjög meðvitað um mikilvægi leiksins á morgun. „Auðvitað viljum við vera á sömu blaðsíðu og í síðasta leik og byggja ofan á það spil og þann karakter sem við sýndum. Það kemur ekkert annað til greina en að halda sömu stemningu í liðinu,“ sagði Elín Metta. Síðustu ár hefur Elín Metta aðallega spilað úti á kanti með íslenska landsliðinu. En í leikjunum tveimur í undankeppni HM hefur hún spilað sem framherji með góðum árangri. Elín Metta segist kunna vel við sig í framlínunni. „Mér finnst þetta vera allt öðruvísi staða. Ég er vön því að spila báðar stöður og mér finnst þær báðar skemmtilegar. Mér fannst ganga ótrúlega vel í síðasta leik, frammi með Fanndísi [Friðriksdóttur] og með Dagnýju [Brynjarsdóttur] þar fyrir aftan. Þetta er með skemmtilegri landsleikjum sem ég hef spilað,“ sagði Elín Metta sem hefur skorað átta mörk í 31 landsleik. Tékkneska liðið er með sex stig í riðlinum, líkt og það íslenska, en hefur leikið einum leik meira. Elín Metta segir að Tékkar séu sýnd veiði en ekki gefin. „Þetta er alvöru lið og það er ekkert tilefni til að vanmeta það. Við vitum að þær eru góðar og ætlum að mæta brjálaðar til leiks,“ sagði Elín Metta að lokum.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Sjá meira