Gerum betur fyrir fólkið í landinu Katrín Jakobsdóttir skrifar 23. október 2017 07:00 Í kosningunum á laugardaginn er tækifæri til að kjósa öðruvísi forystu fyrir Ísland. Forystu sem leggur sig fram um að gera betur og skapa samstöðu um langtímasýn fyrir fólkið í landinu þannig að hægt sé að skapa pólitískan stöðugleika og ráðast í nauðsynlega uppbyggingu samfélagslegra innviða. Við Vinstri græn höfum farið og hitt kjósendur fyrir þessar kosningar. Það er kallað eftir því að sú efnahagslega hagsæld sem við búum við skili sér betur til fólksins í landinu. Að við vanrækjum ekki innviðina en setjum okkur áætlun um hvernig á að byggja upp til framtíðar. Í þeim efnum er okkar sýn skýr. Við viljum ábyrga stjórn efnahagsmála og styrkja tekjugrunn ríkisins, m.a. með auknum arðgreiðslum, bættu skattaeftirliti og tryggja það að arðurinn af sameiginlegum auðlindum skili sér með sanngjörnum hætti til fólksins í landinu. Við viljum eiga víðtækt samráð um skattkerfið í stað þess að ráðast í skammlífar breytingar í bullandi ósætti. Um leið er það ábyrg stefna að ráðast í uppbyggingu á mikilvægum almannagæðum. Við höfum efni á betri vegum sem eru nauðsynlegir innviðir bæði fyrir fólkið í landinu og stærstu útflutningsgrein landsins, ferðaþjónustuna. Við viljum forgangsraða fjármagni til opinbera heilbrigðiskerfisins og tryggja að lykilstofnanir eins og Landspítalinn geti staðið undir hlutverki sínu. Við viljum leggja áherslu á menntun sem er undirstaða hagsældar og velferðar til framtíðar. Við tökum undir kröfu eldri borgara um að hækka frítekjumark vegna atvinnutekna strax í 109 þúsund krónur og viljum vinna með öryrkjum að því að draga úr skerðingum og bæta kjör þeirra. Við viljum lengja fæðingarorlof í áföngum í 12 mánuði og styðja við ungt fólk sem er að koma sér þaki yfir höfuðið. Við viljum ráðast í aðgerðir strax í loftslagsmálum og bæta réttarstöðu brotaþola kynferðisbrota samhliða aukinni fræðslu og forvörnum í þeim efnum. Við viljum tryggja starfsumhverfi og frelsi óháðra fjölmiðla. Með skynsamlegri forgangsröðun fjármuna er hægt að ráðast í uppbyggingu sem skilar sér til fólksins í landinu. Með breyttum stjórnmálum er hægt að tryggja samstöðu um þá uppbyggingu.Höfundur er þingmaður og formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Kosningar 2017 Mest lesið Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Baráttan gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi heldur áfram Svandís Svavarsdóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fíknivandinn – við verðum að gera meira Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Sjá meira
Í kosningunum á laugardaginn er tækifæri til að kjósa öðruvísi forystu fyrir Ísland. Forystu sem leggur sig fram um að gera betur og skapa samstöðu um langtímasýn fyrir fólkið í landinu þannig að hægt sé að skapa pólitískan stöðugleika og ráðast í nauðsynlega uppbyggingu samfélagslegra innviða. Við Vinstri græn höfum farið og hitt kjósendur fyrir þessar kosningar. Það er kallað eftir því að sú efnahagslega hagsæld sem við búum við skili sér betur til fólksins í landinu. Að við vanrækjum ekki innviðina en setjum okkur áætlun um hvernig á að byggja upp til framtíðar. Í þeim efnum er okkar sýn skýr. Við viljum ábyrga stjórn efnahagsmála og styrkja tekjugrunn ríkisins, m.a. með auknum arðgreiðslum, bættu skattaeftirliti og tryggja það að arðurinn af sameiginlegum auðlindum skili sér með sanngjörnum hætti til fólksins í landinu. Við viljum eiga víðtækt samráð um skattkerfið í stað þess að ráðast í skammlífar breytingar í bullandi ósætti. Um leið er það ábyrg stefna að ráðast í uppbyggingu á mikilvægum almannagæðum. Við höfum efni á betri vegum sem eru nauðsynlegir innviðir bæði fyrir fólkið í landinu og stærstu útflutningsgrein landsins, ferðaþjónustuna. Við viljum forgangsraða fjármagni til opinbera heilbrigðiskerfisins og tryggja að lykilstofnanir eins og Landspítalinn geti staðið undir hlutverki sínu. Við viljum leggja áherslu á menntun sem er undirstaða hagsældar og velferðar til framtíðar. Við tökum undir kröfu eldri borgara um að hækka frítekjumark vegna atvinnutekna strax í 109 þúsund krónur og viljum vinna með öryrkjum að því að draga úr skerðingum og bæta kjör þeirra. Við viljum lengja fæðingarorlof í áföngum í 12 mánuði og styðja við ungt fólk sem er að koma sér þaki yfir höfuðið. Við viljum ráðast í aðgerðir strax í loftslagsmálum og bæta réttarstöðu brotaþola kynferðisbrota samhliða aukinni fræðslu og forvörnum í þeim efnum. Við viljum tryggja starfsumhverfi og frelsi óháðra fjölmiðla. Með skynsamlegri forgangsröðun fjármuna er hægt að ráðast í uppbyggingu sem skilar sér til fólksins í landinu. Með breyttum stjórnmálum er hægt að tryggja samstöðu um þá uppbyggingu.Höfundur er þingmaður og formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun