Air Berlin flýgur til Íslands þrátt fyrir skuldir Heimir Már Pétursson skrifar 20. október 2017 19:38 Þýska flugfélagið Air Berlin getur flogið áfram til Íslands þótt ein af þotum félagsins hafi verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli vegna vangoldinna gjalda. Félagið þarf hins vegar að staðgreiða öll gjöld á flugvellinum jafnóðum. Talsmaður Air Berlin segir kyrrsetninguna ólöglega og óviðunandi. Isavia kyrrsetti Airbus 320 flugvél Air Berlin sem kom frá Dusseldorf í gærkvöldi vegna vangoldinna gjalda á Keflavíkurflugvelli. En gjöldin skiptast í lendingargjald, farþegagjald, stæðisgjald, flugverndargjald og fleira. Upplýsingafulltrúi Isavia segir fyrirtækið ekki hafa séð fram á að Air Berlin ætlaði að greiða skuldina. „Og þá notuðum við þessa 136. grein loftferðalaga um heimild til að kyrrsetja flugvél þangað til greiðsla hefur verið tryggð,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia. Það gæti hins vegar reynst erfitt þar sem félagið fór í greiðslustöðvun hinn 15. ágúst síðast liðinn en skuldin við Isavia varð til fyrir þann tíma. Air Berlin á sér langa sögu eða allt aftur til 1978 en upp úr aldamótum varð það annað stærsta flugfélag Þýskalands. Talsmaður flugfélagsins segir í viðtali við Reuters að kyrrsetningin sé ólögmæt og óviðunandi. En Guðni segir íslensk lög algerlega skýr hvað þetta varðar. Um háar upphæðir sé að ræða. „Þetta er innifalið í flugmiðanum þegar fólk kaupir sér flugmiða. Það er gott að taka það fram. Farþegar eru búnir að greiða fyrir þessi gjöld í rauninni.“ Air Berlin flaug átta sinnum mill Berlínar, fjórum sinnum milli Dusselforf og þrisvar milli til Munchen og Keflavíkur í sumar. Í fyrra vetur flaug félagið síðan tvisvar í viku til Berlínar og Dusseldorf. Farþegar sem komu með flugvélinni frá Dusseldorf og kyrrsett var í Keflavík í gærkvöldi komust allir nema þrír með flugvél félagsins til Berlínar síðar um kvöldið. „Við höfum ítrekað það við Air Berlin að við munum ekki aðhafast neitt varðandi flug þeirra að frátalinni þessari tilteknu flugvél. Þannig að þeir geta haldið flugáætlun sinni óhræddir áfram.“Þannig að þessi flugvél dugar fyrir reikningnum? „Já svo sannarlega.“ Air Berlin er ekki að safna nýjum skuldum við Isavia og hefur þurft að staðgreiða öll gjöld til Isavía frá 15 ágúst þegar það fór í greiðslustöðvun, en Guðni segir flugvélinni verða haldið þar til gengið hafi verið frá greiðslu skuldarinnar. Flugfélagið hefur hins vegar lýst yfir að það muni hætta alfarið starfsemi eftir um viku, eða hinn 28. október. Tengdar fréttir Kyrrsettu flugvél Air Berlin í Keflavík Isavia kyrrsetti í gærkvöld flugvél Air Berlin á Keflavíkurflugvelli vegna notendagjalda sem eru í vanskilum sem eru tilkomin vegna greiðslustöðvunar Air Berlin. 20. október 2017 06:58 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Sjá meira
Þýska flugfélagið Air Berlin getur flogið áfram til Íslands þótt ein af þotum félagsins hafi verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli vegna vangoldinna gjalda. Félagið þarf hins vegar að staðgreiða öll gjöld á flugvellinum jafnóðum. Talsmaður Air Berlin segir kyrrsetninguna ólöglega og óviðunandi. Isavia kyrrsetti Airbus 320 flugvél Air Berlin sem kom frá Dusseldorf í gærkvöldi vegna vangoldinna gjalda á Keflavíkurflugvelli. En gjöldin skiptast í lendingargjald, farþegagjald, stæðisgjald, flugverndargjald og fleira. Upplýsingafulltrúi Isavia segir fyrirtækið ekki hafa séð fram á að Air Berlin ætlaði að greiða skuldina. „Og þá notuðum við þessa 136. grein loftferðalaga um heimild til að kyrrsetja flugvél þangað til greiðsla hefur verið tryggð,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia. Það gæti hins vegar reynst erfitt þar sem félagið fór í greiðslustöðvun hinn 15. ágúst síðast liðinn en skuldin við Isavia varð til fyrir þann tíma. Air Berlin á sér langa sögu eða allt aftur til 1978 en upp úr aldamótum varð það annað stærsta flugfélag Þýskalands. Talsmaður flugfélagsins segir í viðtali við Reuters að kyrrsetningin sé ólögmæt og óviðunandi. En Guðni segir íslensk lög algerlega skýr hvað þetta varðar. Um háar upphæðir sé að ræða. „Þetta er innifalið í flugmiðanum þegar fólk kaupir sér flugmiða. Það er gott að taka það fram. Farþegar eru búnir að greiða fyrir þessi gjöld í rauninni.“ Air Berlin flaug átta sinnum mill Berlínar, fjórum sinnum milli Dusselforf og þrisvar milli til Munchen og Keflavíkur í sumar. Í fyrra vetur flaug félagið síðan tvisvar í viku til Berlínar og Dusseldorf. Farþegar sem komu með flugvélinni frá Dusseldorf og kyrrsett var í Keflavík í gærkvöldi komust allir nema þrír með flugvél félagsins til Berlínar síðar um kvöldið. „Við höfum ítrekað það við Air Berlin að við munum ekki aðhafast neitt varðandi flug þeirra að frátalinni þessari tilteknu flugvél. Þannig að þeir geta haldið flugáætlun sinni óhræddir áfram.“Þannig að þessi flugvél dugar fyrir reikningnum? „Já svo sannarlega.“ Air Berlin er ekki að safna nýjum skuldum við Isavia og hefur þurft að staðgreiða öll gjöld til Isavía frá 15 ágúst þegar það fór í greiðslustöðvun, en Guðni segir flugvélinni verða haldið þar til gengið hafi verið frá greiðslu skuldarinnar. Flugfélagið hefur hins vegar lýst yfir að það muni hætta alfarið starfsemi eftir um viku, eða hinn 28. október.
Tengdar fréttir Kyrrsettu flugvél Air Berlin í Keflavík Isavia kyrrsetti í gærkvöld flugvél Air Berlin á Keflavíkurflugvelli vegna notendagjalda sem eru í vanskilum sem eru tilkomin vegna greiðslustöðvunar Air Berlin. 20. október 2017 06:58 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Sjá meira
Kyrrsettu flugvél Air Berlin í Keflavík Isavia kyrrsetti í gærkvöld flugvél Air Berlin á Keflavíkurflugvelli vegna notendagjalda sem eru í vanskilum sem eru tilkomin vegna greiðslustöðvunar Air Berlin. 20. október 2017 06:58
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent