Við stoppuðum partýið Björt Ólafsdóttir skrifar 20. október 2017 07:00 Skömmu eftir stjórnarslitin birti greiningadeild Arion banka úttekt sem staðhæfði um meintan kostnað íslenskra hlutabréfaeigenda af stjórnarslitunum. Viðskiptablaðamenn báru sig líka aumlega fyrir hönd hlutabréfamarkaðarins og sjálfstæðismenn voru raunamæddir fyrir hönd umbjóðenda sinna sem sagðir voru hafa tapað tugum milljóna vegna ákvörðunar um stjórnarslit sem engin ástæða var talin á. Ef litið er á sömu línurit núna þar sem einungis er búið að lengja tímaásinn sést að engir peningar hafa tapast, nema kannski þá einungis þeir sem voru aðeins froða fyrir. Við þekkjum alveg svoleiðis. Engum þessara aðila datt í hug að spyrja um beinan kostnað samfélagsins alls af því að kynferðisafbrot eru ekki tækluð sem skyldi í stjórnsýslunni og að ráðamenn hafi beitt öllu sínu til að sópa umræðunni undir teppið því hún var þeim óþægileg. Í framhaldinu voru margir viðskiptamenn pirraðir á því að hlutirnir hefðu ekki bara fengið að ganga sinn vanagang. Menn sáu fyrir sér sölu ríkiseigna, Arion banka til dæmis, sem reyndar veitir ekki af innspýtingu því fjárfestingar hans í United Silicon eru bæði óarðbærar og samfélaginu vondar. Það voru ýmsir alveg að fara að græða en sáu svo hindrun í veginum sem var stjórnmálaflokkurinn Björt framtíð sem sagði stopp og kveikti ljósin í partýinu. Það er ýmislegt frábært við Ísland. En sumt verðum við að laga og það ekki einhvern tímann seinna þegar við erum búin að gera allt hitt á listanum okkar. Rannsóknir sýna að fimmta hver stúlka og tíundi hver drengur verður fyrir kynferðislegri misnotkun hér á landi. Uppreist æru málið snerist um afbrot gegn börnum og feluleik stjórnvalda. Traust var rofið og Björt framtíð sat ekki meðvirk hjá. Þöggun og léleg afgreiðsla á kynbundnu ofbeldi í gegnum áraraðir skiptir öllu máli að uppræta í íslensku samfélagi í dag. Það er mér ráðgáta af hverju íslenskir stjórnmálamenn hafi ekki sett stjórnmálin á hliðina miklu fyrr út af því. En við í Bjartri framtíð gerðum það, og myndum gera það aftur. Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Skömmu eftir stjórnarslitin birti greiningadeild Arion banka úttekt sem staðhæfði um meintan kostnað íslenskra hlutabréfaeigenda af stjórnarslitunum. Viðskiptablaðamenn báru sig líka aumlega fyrir hönd hlutabréfamarkaðarins og sjálfstæðismenn voru raunamæddir fyrir hönd umbjóðenda sinna sem sagðir voru hafa tapað tugum milljóna vegna ákvörðunar um stjórnarslit sem engin ástæða var talin á. Ef litið er á sömu línurit núna þar sem einungis er búið að lengja tímaásinn sést að engir peningar hafa tapast, nema kannski þá einungis þeir sem voru aðeins froða fyrir. Við þekkjum alveg svoleiðis. Engum þessara aðila datt í hug að spyrja um beinan kostnað samfélagsins alls af því að kynferðisafbrot eru ekki tækluð sem skyldi í stjórnsýslunni og að ráðamenn hafi beitt öllu sínu til að sópa umræðunni undir teppið því hún var þeim óþægileg. Í framhaldinu voru margir viðskiptamenn pirraðir á því að hlutirnir hefðu ekki bara fengið að ganga sinn vanagang. Menn sáu fyrir sér sölu ríkiseigna, Arion banka til dæmis, sem reyndar veitir ekki af innspýtingu því fjárfestingar hans í United Silicon eru bæði óarðbærar og samfélaginu vondar. Það voru ýmsir alveg að fara að græða en sáu svo hindrun í veginum sem var stjórnmálaflokkurinn Björt framtíð sem sagði stopp og kveikti ljósin í partýinu. Það er ýmislegt frábært við Ísland. En sumt verðum við að laga og það ekki einhvern tímann seinna þegar við erum búin að gera allt hitt á listanum okkar. Rannsóknir sýna að fimmta hver stúlka og tíundi hver drengur verður fyrir kynferðislegri misnotkun hér á landi. Uppreist æru málið snerist um afbrot gegn börnum og feluleik stjórnvalda. Traust var rofið og Björt framtíð sat ekki meðvirk hjá. Þöggun og léleg afgreiðsla á kynbundnu ofbeldi í gegnum áraraðir skiptir öllu máli að uppræta í íslensku samfélagi í dag. Það er mér ráðgáta af hverju íslenskir stjórnmálamenn hafi ekki sett stjórnmálin á hliðina miklu fyrr út af því. En við í Bjartri framtíð gerðum það, og myndum gera það aftur. Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun