"Ég var ofboðslega grönn en tönnlaðist á því að ég væri feit“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 8. nóvember 2017 20:30 „Ég veit hvenær mér líður vel þannig að ég þarf að berjast við sjálfa mig þegar mér líður ekki vel,“ segir söngkonan Katharine McPhee í viðtali við tímaritið Health, en hún prýðir forsíðu desemberheftis tímaritsins. Katharine, sem sló fyrst í gegn árið 2006 þegar hún lenti í öðru sæti í þættinum American Idol, hefur talað opinskátt um baráttu sína við átröskun. Þegar hún tók þátt í American Idol var hún mjög langt leidd og kastaði upp allt að sjö sinnum á dag. Katharine hefur unnið mikið í sér sjálfri og gerir sér nú grein fyrir því að hún þurfi að rækta sig sjálfa, en einnig leita sér sérfræðiaðstoðar. „Ég hugsa best um mig sjálfa þegar ég fylgi öflugu ræktarplani. Og þegar ég fer í viðtalstíma hjá sérfræðingi, sem er ekki eins oft og ég vildi að það væri, finnst mér eins og ég sé að hugsa um mig. Það lætur mér líða eins og ábyrgðarfullri manneskju,“ segir söngkona, sem hefur reyndar einnig reynt fyrir sér í leiklistinni, þar á meðal í þáttunum Ugly Betty, CSI: NY og Scorpion.Katharine lenti í öðru sæti í American Idol árið 2006.Mynd / Getty ImagesÞolir ekki safakúra Hún segist ekki fara út í öfgar þegar kemur að mataræði og trúir á hinn gullna meðalveg. „Ég get ekki farið á safakúr - það er of takmarkandi fyrir mig. Reyndar finnst mér safakúrar mjög óáhugaverðir. Mér finnst gaman að borða mat. Ég elska salöt, ég elska hreinan mat; hann lætur mér líða vel. En sú fullyrðing að maður megi aldrei fá sér borgara og franskar án þess að þyngjast - ég bara trúi því ekki,“ segir þessi hæfileikaríka kona og heldur áfram. „Ef mig langar að fara eitthvað sérstakt út að borða brýt ég allar reglur. Ég fæ mér forrétt, aðalrétt, smá af þínum aðalrétti og eftirrétt, því ég elska mat.“ Katharine er enn í bataferli og hefur fengið dyggan stuðning frá fyrrverandi eiginmanni sínum, Nick Cokas „Ég gerði hann oft brjálaðan greyið því ég var ofboðslega grönn en tönnlaðist á því að ég væri feit. Ég er hætt því, sem betur fer. Ég hef þroskast.“ Heilsa Hollywood Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
„Ég veit hvenær mér líður vel þannig að ég þarf að berjast við sjálfa mig þegar mér líður ekki vel,“ segir söngkonan Katharine McPhee í viðtali við tímaritið Health, en hún prýðir forsíðu desemberheftis tímaritsins. Katharine, sem sló fyrst í gegn árið 2006 þegar hún lenti í öðru sæti í þættinum American Idol, hefur talað opinskátt um baráttu sína við átröskun. Þegar hún tók þátt í American Idol var hún mjög langt leidd og kastaði upp allt að sjö sinnum á dag. Katharine hefur unnið mikið í sér sjálfri og gerir sér nú grein fyrir því að hún þurfi að rækta sig sjálfa, en einnig leita sér sérfræðiaðstoðar. „Ég hugsa best um mig sjálfa þegar ég fylgi öflugu ræktarplani. Og þegar ég fer í viðtalstíma hjá sérfræðingi, sem er ekki eins oft og ég vildi að það væri, finnst mér eins og ég sé að hugsa um mig. Það lætur mér líða eins og ábyrgðarfullri manneskju,“ segir söngkona, sem hefur reyndar einnig reynt fyrir sér í leiklistinni, þar á meðal í þáttunum Ugly Betty, CSI: NY og Scorpion.Katharine lenti í öðru sæti í American Idol árið 2006.Mynd / Getty ImagesÞolir ekki safakúra Hún segist ekki fara út í öfgar þegar kemur að mataræði og trúir á hinn gullna meðalveg. „Ég get ekki farið á safakúr - það er of takmarkandi fyrir mig. Reyndar finnst mér safakúrar mjög óáhugaverðir. Mér finnst gaman að borða mat. Ég elska salöt, ég elska hreinan mat; hann lætur mér líða vel. En sú fullyrðing að maður megi aldrei fá sér borgara og franskar án þess að þyngjast - ég bara trúi því ekki,“ segir þessi hæfileikaríka kona og heldur áfram. „Ef mig langar að fara eitthvað sérstakt út að borða brýt ég allar reglur. Ég fæ mér forrétt, aðalrétt, smá af þínum aðalrétti og eftirrétt, því ég elska mat.“ Katharine er enn í bataferli og hefur fengið dyggan stuðning frá fyrrverandi eiginmanni sínum, Nick Cokas „Ég gerði hann oft brjálaðan greyið því ég var ofboðslega grönn en tönnlaðist á því að ég væri feit. Ég er hætt því, sem betur fer. Ég hef þroskast.“
Heilsa Hollywood Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira