Hollywood

Hollywood

Fréttir af fræga fólkinu úti í hinum stóra heimi.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Drake fékk brjósta­haldarann frá Guggu í fangið

Áhrifavaldurinn og ofurskvísan Guðrún Svava Egilsdóttir, betur þekkt sem Gugga í gúmmíbát á Instagram, kastaði brjóstahaldara sínum upp á svið á tónleikum kanadíska rapparans Drake í Berlín í Þýskalandi í gær. Drake var hæstánægður með uppátækið.

Lífið
Fréttamynd

Pamela slær á sögu­sagnirnar

Leikkonan Pamela Anderson gefur lítið fyrir orðróma þess efnis að samband hennar og leikarans Liam Neeson sé eða hafi verið kynningarbrella.

Lífið
Fréttamynd

Sophie Turner verður Lara Croft

Breska leikkonan Sophie Turner, sem er þekktust fyrir að leika Sönsu Stark í Game of Thrones, mun leika fornleifafræðinginn og ævintýrakonuna Löru Croft í sjónvarpsþáttunum Tomb Raider á Prime Video.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Kaupir fjórða húsið við sömu götu

Heimsfrægi söngvarinn Harry Styles hefur keypt fjórða húsið sitt við sömu götuna í Lundúnum. Hann hyggst sameina lóðirnar og byggja þar gríðarstórt glæsisetur.

Lífið
Fréttamynd

Hrósar eigin­konu Bruce Willis fyrir um­önnun leikarans

Leikkonan Demi Moore segir Emmu Heming Willis standa sig vel sem umönnunaraðili eiginmanns hennar, leikarans Bruce Willis, sem greindist með framheilabilun í febrúar 2023. Heming greindi nýlega frá því að hún hafi þurft að flytja eiginmann sinn á viðeigandi stofnun.

Lífið
Fréttamynd

Nældi sér í einn um­deildan

Nýjasta stjörnupar Hollywood vekur furðu meðal margra en bomban og ofurstjarnan Sydney Sweeney virðist hafa fallið fyrir umboðsmanninum og athafnamanninum Scooter Braun.

Lífið
Fréttamynd

Cardi B sýknuð af kröfu um líkams­á­rás á öryggis­vörð

Söngkonan Cardi B var sýknuð í dómstóli í Los Angeles í dag af kröfum öryggisvarðar sem kærði hana fyrir að hafa ráðist á sig með nöglum sínum. Emani Ellis, öryggisvörðurinn, krafðist þess að hún myndi greiða sér 24 milljónir Bandaríkjadala sem samsvarar tæpum þremur milljörðum íslenskra króna.

Lífið
Fréttamynd

Skein jafn skært og demantshringurinn í Fen­eyjum

Hin stórglæsilega fyrirsæta og unnusta knattspyrnumannsins Cristano Ronaldo, Georgina Rodríguez, skein skært á rauða dreglinum á alþjóðlegu kvik­mynda­hátíðinni í Fen­eyj­um á sunnudag. Athyglin beindist þó helst að trúlofunarhring hennar, sem er sagður vera 35 karöt, þegar hún stillti sér upp fyrir ljósmyndara og brosti blíðlega.

Lífið
Fréttamynd

Segir lýta­að­gerðir hennar leið til að eldast með reisn

Raunveruleikastjarnan og súperstjörnumóðirin Kris Jenner hefur vakið mikla athygli að undanförnu fyrir splunkunýtt og endurnýjað andlit sitt. Jenner sem er 69 ára virðist af mörgum nú vera á þrítugsaldri og segist hún í skýjunum með þessa róttæku breytingu.

Lífið
Fréttamynd

Opnar sig eftir hand­tökuna

Það vakti gríðarlega athygli þegar rapparinn Lil Nas X var handtekinn á fimmtudag í síðustu viku. Hann tjáði sig í fyrsta sinn um handtökuna í gær á Instagram síðu sinni.

Lífið
Fréttamynd

Stór­stjörnur í mögu­legum ástarþríhyrningi

Leikkonan Zoe Kravitz er af mörgum talin ein fallegasta stjarna Hollywood og ber af sér einstaklega góðan þokka. Í dag er hún orðuð við tvo glæsilega herramenn, bresku poppstjörnuna Harry Styles og bandaríska hjartaknúsarann og leikarann Austin Butler. Spurningin er: Hvern er Zoe Kravitz að deita? 

Lífið