Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Breski grínistinn Russell Brand mætti í dómsal í morgun, í fyrsta sinn eftir að hann var ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot. Þar var tekið fyrir hvort hann yrði hnepptur í varðhald á meðan réttarhöld gegn honum standa yfir en hann mun fá að ganga laus gegn ákveðnum skilyrðum. Erlent 2.5.2025 10:13
Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Bandaríska söngkonan Jill Sobule, sem þekktust er fyrir lög sín I Kissed a Girl og Supermodel, er látin, 66 ára að aldri. Útgefandi Sobule segir að söngkonan hafi látist í húsbruna í Minneapolis í Minnesota í Bandaríkjunum. Lífið 2.5.2025 07:34
Dóttir De Niro kemur út sem trans Airyn DeNiro, dóttir leikarans Roberts De Niro, kom út úr skápnum sem trans kona í vikunni. Leikarinn segist elska og styðja dóttur sína rétt eins og hann gerði áður en hún kom út sem trans. Lífið 1.5.2025 15:03
Hafa aldrei rifist „Við erum ennþá að reyna að finna eitthvað til þess að rífast yfir,“ sagði Hollywood stjarnan George Clooney í viðtali á dögunum. Þar hélt hann því fram að hann og eiginkona hans, mannréttindalögfræðingurinn Amal Clooney, hafi aldrei nokkurn tíma rifist. Lífið 22. apríl 2025 11:32
Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Leikkonan Elizabeth Hurley og kántrísöngvarinn Billy Ray Cyrus eru að slá sér upp ef marka má mynd sem þau deildu af sér saman á páskadag. Lífið 21. apríl 2025 18:24
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Íslenskur framleiðandi einnar stærstu kvikmyndar heimsins í ár, segir velgengnina að einhverju leyti koma á óvart. Honum tókst að setja sitt mark á myndina og er afar ánægður með útkomuna. Bíó og sjónvarp 19. apríl 2025 22:03
Diddy ekki veittur aukafrestur Dómari í New York ríki í Bandaríkjunum hafnaði í dag beiðni rapparans Sean „Diddy“ Combs um að fresta réttarhöldunum yfir honum um tvo mánuði. Þannig eru réttarhöldin áfram fyrirhuguð þann 5. maí næstkomandi. Erlent 18. apríl 2025 19:25
Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Áhrifavaldurinn og söngkonan Addison Rae hefur birt tónlistarmyndband við nýtt lag sem tekið var upp á Íslandi. Myndbandið var til að mynda tekið upp á strönd, hrauni og í matvöruverslun. Lífið 18. apríl 2025 14:49
Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Útihátíðinni Fyre II hefur verið frestað um ókomna tíð. Fyre-hátíðin, sem haldin var af sama skipuleggjanda er sögð misheppnaðasta útihátíð sögunnar. Þeir sem hafa gerst svo djarfir að tryggja sér miða fengu skilaboð um frestunina á dögunum. Lífið 17. apríl 2025 23:50
Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Zak Starkey trommuleikara bresku rokkhljómsveitarinnar The Who hefur að sögn verið bolað úr hljómsveitinni eftir þrjátíu ára samstarf. Hljómsveitin segir ákvörðunina sameiginlega. Lífið 17. apríl 2025 17:24
100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Bandaríska tímaritið Time Magazine hefur birt árlegan lista yfir 100 áhrifamestu einstaklinga heims árið 2025. Þetta er í 22. sinn sem listinn er gefinn út, en hann var fyrst birtur árið 1999. Lífið 16. apríl 2025 14:58
Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Áhöfn geimfarsins New Shepard, sem skotið var á loft í gær, braut blað í sögunni þar sem hún var einungis skipuð konum. Margir fögnuðu tímamótunum en aðrir hafa gagnrýnt geimskotið sem hégómafullt, tilgangslaust og sóun á auðlindum. Lífið 15. apríl 2025 11:32
Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð HBO streymisveitan hefur opinberað nöfn nokkra leikara sem taka að sér hlutverk í nýrri þáttaseríu um galdrastrákinn Harry Potter. Enn á eftir að skipa í hlutverk aðalpersónunnar Harry Potter. Lífið 14. apríl 2025 18:45
Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Lífskúnstnerinn Logi Þorvaldsson er búsettur í Los Angeles þar sem hann starfar í kvikmyndabransanum. Hann lét sig ekki vanta á tónlistarhátíðina Coachella í eyðimörkinni við Palm Springs um helgina þar sem hann dansaði við tryllta tóna tónlistarkonunnar Charli XCX. Við hlið hans var stjörnuparið Kylie Jenner og Timothée Chalamet í kossaflensi og Charli sjálf birti mynd af Loga á Instagram hjá sér. Lífið 14. apríl 2025 16:45
Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Stórstjarnan Katy Perry verður hluti áhafnar sögulegs geimflugs Blue Origin, geimflugfélags Jeffs Bezos í dag. Flugið verður sögulegt fyrir þær sakir að um borð í geimflauginni verða eingöngu konur. Lífið 14. apríl 2025 13:31
Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Breska leikkonan Aimee Lou Wood hefur fengið sjaldséða afsökunarbeiðni frá aðstandendum sketsaþáttanna SNL eftir að hún lýsti yfir óánægju með „illkvittinn og ófyndinn“ skets þar sem var gert grín að tönnum hennar. Lífið 14. apríl 2025 08:47
Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Taylor Swift er sögð hafa hótað Kanye West lögsókn eftir að rapparinn viðhafði klúr ummæli um söngkonuna og lýsti því yfir að hann vildi sofa hjá henni. Lífið 11. apríl 2025 16:13
Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Bandaríski leikarinn Eric Dane, sem þekktur er fyrir að hafa um árabil farið með hlutverk í þáttunum Grey‘s Anatomy, hefur greinst með taugahrörnunarsjúkdóminn ALS, tegund af MND. Lífið 11. apríl 2025 07:35
Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Viðræður eru hafnar á milli Plan B Entertainment, framleiðslufyrirtækis Brads Pitt, og leikstjórans Philip Barantini um það sem gæti orðið önnur þáttaröð af geysivinsælu framhaldsþáttaröðinni Adolescence. Bíó og sjónvarp 9. apríl 2025 20:42
Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Breska leikkonan Aimee Lou Wood stal hjörtum margra áhorfenda í nýjustu seríunni um hvíta lótusblómið. Wood er 31 árs gömul og hefur verið að leika frá árinu 2016 en er fyrst núna að fá verðskuldaða athygli um allan heim. Lífið á Vísi setti saman smá nærmynd af þessari rísandi stjörnu. Bíó og sjónvarp 9. apríl 2025 20:01
Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Val Kilmer var heittrúaður method-leikari sem sökkti sér ofan í hlutverk sín en fékk líka orð á sig fyrir að vera dyntótt dramdrottning og erfiður í samskiptum. Í tilefni andláts Vals Kilmer hefur Vísir tekið saman tíu bestu og tíu verstu myndir leikarans. Bíó og sjónvarp 9. apríl 2025 08:30
Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Poppstjarnan Madonna og rokkstjarnan Elton John segjast orðin vinir á ný eftir rúmlega tuttugu ára langar erjur þeirra á milli. Lífið 7. apríl 2025 23:58
Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Ljósmynd sem prýðir WW3, nýjustu plötu Kanye West, var notuð í óleyfi. Ljósmyndin er af giftingu tveggja einkennisklæddra Ku Klu Klan-meðlima og var tekin fyrir umfjöllun aukablaðs Aftenposten árið 2015. Erlent 6. apríl 2025 14:38
„Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Bandaríski leikarinn Bill Murray hvessti sig við aðdáanda sem gekk aftan á hann í bíóhúsi á Manhattan. Murray sakaði manninn um líkamsárás og hótaði að svara í sömu mynt. Lífið 5. apríl 2025 15:29