Vakningarorð á eineltisdegi! Helga Björk Magnúsd. Grétudóttir og Ögmundur Jónasson skrifar 8. nóvember 2017 10:37 Undanfarin ár höfum við undirrituð sameiginlega sent frá okkur hvatningu á þessum degi en 8. nóvember er alþjóðlegur baráttudagur gegn einleti. Tildrög þessa er samstarf sem við undirrituð áttum á árinu 2009 þegar annað okkar var heilbrigðisráðherra en hitt aktívisti sem beitti sér fyrir aðgerðum gegn einelti, þar á meðal að komið yrði á markvissu samstarfi milli ráðuneyta um að takast á við eineltisvandann í skólum, á vinnustöðum og í þjóðfélaginu. Samráðshópur varð til og síðar var fagráð sett á laggirnar, sem án efa hefur haft þýðingu málefninu til framdráttar.Einelti getur verið banvænt Talsvert vatn er til sjávar runnið frá þessum tíma og sumt hefur færst til betri vegar. Alla vega er vitundin um vandann almennari en áður var. Þar vegur þyngst framlag þeirra sem stigið hafa fram og sagt frá reynslu sinni. Slíkar frásagnir hafa hreyft við mörgum og eflaust forðað einhverjum einstaklingum frá illum örlögum. Því það er ekki nóg með að einelti meiði, það getur líka verið banvænt. Það kostar átak að stíga fram og krefst mikils hugrekkis sem seint verður fullþakkað.Allir líti í eigin barm En hvað sem allri vitundarvakningu líður þrífst eineltið og jafnvel þegar það má öllum vera augljóst og sýnilegt er það látið viðgangast. Staðreyndin er augljóslega sú að ráðuneyti, stofnanir, skólar og fyrirtæki ráða illa við einelti og kynferðisofbeldi. Stundum er neitað að ræða vandann, meðal annars á þeim forsendum að það sé ekki í verkahring viðkomandi að ræða eða takast á við „einstök mál". Síðan er það sorgleg staðreynd að sumar stofnanir og fyrirtæki sem segjast vilja uppræta einleti og hafa í hávegum tal um "mannauð" og virðingu fyrir honum, sýna síðan hið gagnstæða þegar á hólminn kemur, stundum með andvarleysi og jafnvel í sumum tilvikum með framkomu í garð einstaklinga sem varla verður flokkuð öðru vísi en sem einlelti. Væri öllum hlutaðeigandi hollt að líta í eigin barm og spyrja á gagnrýninn hátt hvort saman fari fögur orð og fyrirheit annars vegar og efndirnar hins vegar. Hringjum bjöllum og þeytum horn! Eineltisdagurinn er hugsaður til að halda okkur við efnið. Þess vegna eru allir sem vilja ljá þessari mannréttindabaráttu stuðning hvattir til að hringja bjöllum eða þeyta flautur og horn á slaginu klukkan 13:00 og á næstu sjö mínútum, eina mínútu fyrir hvern dag vikunnar. Þau sem eru feimin við að liggja á flautunum eða klingja bjöllum svo lengi, gætu byrjað styttra og bætt síðan í á komandi árum. Því hvort tveggja mun að öllum líkindum ganga eftir, að einelti og kynferðisáreiti mun ekki hafa verið útrýmt á sama tíma að ári og svo hitt að þá verður aftur minnt á þennan dag og safnað liði um að vekja á honum athygli með hornablæstri og bjölluhljómi.Stuðningur við fórnarlömb Með þessu móti sýnum við táknrænan stuðning við fórnarlömb eineltis og kynferðisofbeldis og heitstrengingu um að rjúfa þögnina sem hefur lengi umleikið einelti. Með þessu móti minnumst við einnig þeirra fjölmörgu sem svipt hafa sig lífi vegna eineltis. Mikilvægt er að enginn standi þögull hjá. Reynum þvert á móti að hafa góð áhrif á umhverfi okkar nær og fjær, ekki síst það sem stendur okkur næst. Mikilvægt er að bera virðingu fyrir fjölbreytileikanum og beita ekki valdi í samskiptum. Það á við um einelti eins og mörg þjóðfélagsmein að það krefst stöðugrar árvekni að ná árangri í glímunni við þau. Hringjum bjöllum og þeytum horn klukkan eitt í dag. Vekjum samfélagið, vöknum sjálf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Undanfarin ár höfum við undirrituð sameiginlega sent frá okkur hvatningu á þessum degi en 8. nóvember er alþjóðlegur baráttudagur gegn einleti. Tildrög þessa er samstarf sem við undirrituð áttum á árinu 2009 þegar annað okkar var heilbrigðisráðherra en hitt aktívisti sem beitti sér fyrir aðgerðum gegn einelti, þar á meðal að komið yrði á markvissu samstarfi milli ráðuneyta um að takast á við eineltisvandann í skólum, á vinnustöðum og í þjóðfélaginu. Samráðshópur varð til og síðar var fagráð sett á laggirnar, sem án efa hefur haft þýðingu málefninu til framdráttar.Einelti getur verið banvænt Talsvert vatn er til sjávar runnið frá þessum tíma og sumt hefur færst til betri vegar. Alla vega er vitundin um vandann almennari en áður var. Þar vegur þyngst framlag þeirra sem stigið hafa fram og sagt frá reynslu sinni. Slíkar frásagnir hafa hreyft við mörgum og eflaust forðað einhverjum einstaklingum frá illum örlögum. Því það er ekki nóg með að einelti meiði, það getur líka verið banvænt. Það kostar átak að stíga fram og krefst mikils hugrekkis sem seint verður fullþakkað.Allir líti í eigin barm En hvað sem allri vitundarvakningu líður þrífst eineltið og jafnvel þegar það má öllum vera augljóst og sýnilegt er það látið viðgangast. Staðreyndin er augljóslega sú að ráðuneyti, stofnanir, skólar og fyrirtæki ráða illa við einelti og kynferðisofbeldi. Stundum er neitað að ræða vandann, meðal annars á þeim forsendum að það sé ekki í verkahring viðkomandi að ræða eða takast á við „einstök mál". Síðan er það sorgleg staðreynd að sumar stofnanir og fyrirtæki sem segjast vilja uppræta einleti og hafa í hávegum tal um "mannauð" og virðingu fyrir honum, sýna síðan hið gagnstæða þegar á hólminn kemur, stundum með andvarleysi og jafnvel í sumum tilvikum með framkomu í garð einstaklinga sem varla verður flokkuð öðru vísi en sem einlelti. Væri öllum hlutaðeigandi hollt að líta í eigin barm og spyrja á gagnrýninn hátt hvort saman fari fögur orð og fyrirheit annars vegar og efndirnar hins vegar. Hringjum bjöllum og þeytum horn! Eineltisdagurinn er hugsaður til að halda okkur við efnið. Þess vegna eru allir sem vilja ljá þessari mannréttindabaráttu stuðning hvattir til að hringja bjöllum eða þeyta flautur og horn á slaginu klukkan 13:00 og á næstu sjö mínútum, eina mínútu fyrir hvern dag vikunnar. Þau sem eru feimin við að liggja á flautunum eða klingja bjöllum svo lengi, gætu byrjað styttra og bætt síðan í á komandi árum. Því hvort tveggja mun að öllum líkindum ganga eftir, að einelti og kynferðisáreiti mun ekki hafa verið útrýmt á sama tíma að ári og svo hitt að þá verður aftur minnt á þennan dag og safnað liði um að vekja á honum athygli með hornablæstri og bjölluhljómi.Stuðningur við fórnarlömb Með þessu móti sýnum við táknrænan stuðning við fórnarlömb eineltis og kynferðisofbeldis og heitstrengingu um að rjúfa þögnina sem hefur lengi umleikið einelti. Með þessu móti minnumst við einnig þeirra fjölmörgu sem svipt hafa sig lífi vegna eineltis. Mikilvægt er að enginn standi þögull hjá. Reynum þvert á móti að hafa góð áhrif á umhverfi okkar nær og fjær, ekki síst það sem stendur okkur næst. Mikilvægt er að bera virðingu fyrir fjölbreytileikanum og beita ekki valdi í samskiptum. Það á við um einelti eins og mörg þjóðfélagsmein að það krefst stöðugrar árvekni að ná árangri í glímunni við þau. Hringjum bjöllum og þeytum horn klukkan eitt í dag. Vekjum samfélagið, vöknum sjálf.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar