ISIS-liðar réðust á sjónvarpsstöð í Afganistan Samúel Karl Ólason skrifar 7. nóvember 2017 13:15 Hermenn að brjóta sér leið inn í höfuðstöðvar sjónvarpsstöðvarinnar. Vísir/AFP Vígamenn Íslamska ríkisins, dulbúnir sem lögregluþjónar, réðust á höfuðstöðvar Shamshad sjónvarpsstöðvarinnar í Kabúl í Afganistan í dag. Minnst einn er látinn og rúmlega tuttugu á sjúkrahúsi en árásarmennirnir komu sér fyrir í húsinu og skutu á meðlimi öryggissveita landsins. Starfsmenn stöðvarinnar komust af svæðinu í gegnum aðra byggingu. Búið er að binda enda á árásina og eru útsendingar sjónvarpsstöðvarinnar hafnar að nýju.Samkvæmt frétt BBC eru árásir á fjölmiðla og blaðamenn tíðar í Afganistan og þeim hafi fjölgað verulega á þessu ári. Árið 2016 dóu þrettán blaðamenn í Afganistan. „Þetta er árás á frjálsa fjölmiðlun en þeir geta ekki þaggaði niður í okkur,“ sagði Abid Ehsas, fréttastjóri Shamshad samkvæmt Guardian.Afghan resilience: This anchor got injured on the Islamic State attack on Shamshad TV, now he is back on his show, discussing the attack. pic.twitter.com/Sb5h0nb5yW — Habib Khan Totakhil (@HabibKhanT) November 7, 2017 Atlantshafsbandalagið hefur nú samþykkt að fjölga hermönnum í Afganistan til að reyna að brjóta á bak aftur það þrátefli sem ríkir nú í landinu á milli stjórnvalda og Talibana. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, sagði blaðamönnum í dag að hermennirnir ættu ekki að taka þátt í bardögum, heldur yrði verkefni þeirra að þjálfa og aðstoða afganska hermenn. Til stendur að fjölga hermönnum NATO í landinu um þrjú þúsund og verða þeir því alls 16 þúsund eftir breytinguna. Mið-Austurlönd Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fleiri fréttir Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Sjá meira
Vígamenn Íslamska ríkisins, dulbúnir sem lögregluþjónar, réðust á höfuðstöðvar Shamshad sjónvarpsstöðvarinnar í Kabúl í Afganistan í dag. Minnst einn er látinn og rúmlega tuttugu á sjúkrahúsi en árásarmennirnir komu sér fyrir í húsinu og skutu á meðlimi öryggissveita landsins. Starfsmenn stöðvarinnar komust af svæðinu í gegnum aðra byggingu. Búið er að binda enda á árásina og eru útsendingar sjónvarpsstöðvarinnar hafnar að nýju.Samkvæmt frétt BBC eru árásir á fjölmiðla og blaðamenn tíðar í Afganistan og þeim hafi fjölgað verulega á þessu ári. Árið 2016 dóu þrettán blaðamenn í Afganistan. „Þetta er árás á frjálsa fjölmiðlun en þeir geta ekki þaggaði niður í okkur,“ sagði Abid Ehsas, fréttastjóri Shamshad samkvæmt Guardian.Afghan resilience: This anchor got injured on the Islamic State attack on Shamshad TV, now he is back on his show, discussing the attack. pic.twitter.com/Sb5h0nb5yW — Habib Khan Totakhil (@HabibKhanT) November 7, 2017 Atlantshafsbandalagið hefur nú samþykkt að fjölga hermönnum í Afganistan til að reyna að brjóta á bak aftur það þrátefli sem ríkir nú í landinu á milli stjórnvalda og Talibana. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, sagði blaðamönnum í dag að hermennirnir ættu ekki að taka þátt í bardögum, heldur yrði verkefni þeirra að þjálfa og aðstoða afganska hermenn. Til stendur að fjölga hermönnum NATO í landinu um þrjú þúsund og verða þeir því alls 16 þúsund eftir breytinguna.
Mið-Austurlönd Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fleiri fréttir Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Sjá meira