Fékk sér i glas og reykti maríjúana fyrir flesta leiki Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. nóvember 2017 13:00 Josh Gordon í leik með Cleveland fyrir þremur árum síðan. vísir/getty Helsti vandræðapési NFL-deildarinnar, Josh Gordon, hefur loksins opnað sig varðandi sín vandamál með vímuefni. Saga hans er í einu orði sagt ótrúleg. Gordon er orðinn 26 ára gamall. Hann var valinn af Cleveland Browns í nýliðavalinu árið 2012 en hefur lítið spila enda nánast verið í leikbanni frá því hann kom inn í deildina. Gordon fór í opinskátt viðtal hjá GQ þar sem hann opnaði sig loksins og greindi frá því að hann hefði reglulega notað áfengi og eiturlyf fyrir leiki. „Þetta var komið upp í vana hjá mér. Ef ég hafði farið í lyfjapróf í vikunni þá var klárt að ég myndi alltaf fá tvo aukadaga til þess að hreinsa kerfið. Ég átti það til að reykja mikið marijúana fyrir leiki og reyndi svo að fela lyktina af fötunum. Það er reyndar fullt af leikmönnum sem reykja fyrir leiki en það er enginn að tala um þá,“ segir Gordon en hann fékk sér líka í glas fyrir leiki. „Ég var alltaf tilbúinn með glös. Ég elskaði Grand Marnier. Það rann ljúflega niður. Ég gat venjulega drukkið mjög mikið. Ef það var ekki Grand þá drakk ég vískí eða eitthvað álíka. Ég tók kannski tvo staup til þess að hita upp kerfið. Koma vélinni í gang. Þetta er það sem ég gerði fyrir leiki. Svo var alltaf partí eftir leiki. Það var eitthvað í mér fyrir nánast alla leiki.“ Gordon segir að þetta hafi hann gert fyrir nánast alla leiki bæði í háskóla og NFL-deildinni. Þar sem hann hefur ítrekað fallið á lyfjaprófum síðustu ár þá hefur hann ekki spilað síðan árið 2014. Gríðarlegur missir fyrir Cleveland enda ótrúlega hæfileikaríkur leikmaður sem var með flesta jarda hjá útherjum deildarinnar árið 2013 og það aðeins í fjórtán leikjum. NFL-deildin hefur nú sett hann á skilorð og hann má snúa aftur í þrettándu leikviku ef hann fer eftir þeim reglum sem deildin hefur sett honum. Á meðal þess sem hann þarf að gera er að taka regluleg lyfjapróf og sækja AA-fundi. Það verður klárlega hans síðasta tækifæri í deildinni. NFL Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sjá meira
Helsti vandræðapési NFL-deildarinnar, Josh Gordon, hefur loksins opnað sig varðandi sín vandamál með vímuefni. Saga hans er í einu orði sagt ótrúleg. Gordon er orðinn 26 ára gamall. Hann var valinn af Cleveland Browns í nýliðavalinu árið 2012 en hefur lítið spila enda nánast verið í leikbanni frá því hann kom inn í deildina. Gordon fór í opinskátt viðtal hjá GQ þar sem hann opnaði sig loksins og greindi frá því að hann hefði reglulega notað áfengi og eiturlyf fyrir leiki. „Þetta var komið upp í vana hjá mér. Ef ég hafði farið í lyfjapróf í vikunni þá var klárt að ég myndi alltaf fá tvo aukadaga til þess að hreinsa kerfið. Ég átti það til að reykja mikið marijúana fyrir leiki og reyndi svo að fela lyktina af fötunum. Það er reyndar fullt af leikmönnum sem reykja fyrir leiki en það er enginn að tala um þá,“ segir Gordon en hann fékk sér líka í glas fyrir leiki. „Ég var alltaf tilbúinn með glös. Ég elskaði Grand Marnier. Það rann ljúflega niður. Ég gat venjulega drukkið mjög mikið. Ef það var ekki Grand þá drakk ég vískí eða eitthvað álíka. Ég tók kannski tvo staup til þess að hita upp kerfið. Koma vélinni í gang. Þetta er það sem ég gerði fyrir leiki. Svo var alltaf partí eftir leiki. Það var eitthvað í mér fyrir nánast alla leiki.“ Gordon segir að þetta hafi hann gert fyrir nánast alla leiki bæði í háskóla og NFL-deildinni. Þar sem hann hefur ítrekað fallið á lyfjaprófum síðustu ár þá hefur hann ekki spilað síðan árið 2014. Gríðarlegur missir fyrir Cleveland enda ótrúlega hæfileikaríkur leikmaður sem var með flesta jarda hjá útherjum deildarinnar árið 2013 og það aðeins í fjórtán leikjum. NFL-deildin hefur nú sett hann á skilorð og hann má snúa aftur í þrettándu leikviku ef hann fer eftir þeim reglum sem deildin hefur sett honum. Á meðal þess sem hann þarf að gera er að taka regluleg lyfjapróf og sækja AA-fundi. Það verður klárlega hans síðasta tækifæri í deildinni.
NFL Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sjá meira