Kelley drap ömmu eiginkonu sinnar í kirkjunni Atli Ísleifsson skrifar 7. nóvember 2017 10:30 Lögreglan hefur gefið út að Kelley hafi mætt í kirkjuna með fimmtán skothylki og hann hafi skotið 450 skotum. Vísir/AFP Ein af þeim 26 sem létu lífið í árás Devin Patrick Kelley í baptistakirkjunni í Sutherland Springs í Texas á sunnudag var hin 71 árs gamla Lula White, amma eiginkonu Kelley. Lögregla staðfesti í gær að Kelley hafi sent tengdamóður sinni hótanir í textaskilaboðum, en hún var tíður gestur í kirkjunni þar sem ódæðið var framið. Tengdamóðir Kelley var ekki viðstödd sunnudagsmessuna um helgina þar sem mesta fjöldamorðið í sögu Texas ríkis var framið. Bandarískir fjölmiðlar – CNN og CBS News þeirra á meðal – greina hins vegar frá að móðir tengdamóður Kelley hafi verið í kirkjunni og látið þar lífið. White á lengi að hafa starfað sem sjálfboðaliði innan kirkjunnar. Mary Mishler Clyburn, systir White, segir hana hafa verið æðislega og ástríka manneskju sem hafi elskað guð sinn. „Hún elskaði kirkju sína. Þau voru öll bestu vinir hennar,“ segir Clyburn. Bandarískir fjölmiðlar greindu frá því í gær að bandaríska flughernum hafi láðst að greina alríkislögreglunni FBI að Kelley hafi hlotið árs dóm árið 2012 fyrir að hafa beitt eiginkonu sína og barni ofbeldi. Tveimur árum síðar var hann rekinn úr hernum með skömm. Með slíkan dóm á bakinu hefði hann ekki átt að geta keypt sér skotvopn, en vegna mistaka var FBI aldrei tilkynnt um dóminn. Lögreglan hefur gefið út að Kelley hafi mætt í kirkjuna með fimmtán skothylki og hann hafi skotið 450 skotum. Fórnarlömb Kelley voru á aldrinum átján mánaða til 77 ára. Þegar Kelley yfirgaf kirkjuna lenti hann í skotbardaga við heimamanninn Stephen Willeford. Lögreglan segir Willeford hafa sært Kelley áður en honum tókst að flýja af vettvangi. Willeford og Johnny Langendorf, annar heimamaður, eltu Kelley á bíl. Kelley hringdi í föður sinn úr bílnum og sagði að hann myndi ekki lifa þetta af og mun svo hafa skotið sig, samkvæmt lögreglu. Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segir vandamálið varða geðheilbrigði, ekki byssur Donald Trump segir ekki hægt að kenna byssulögum í Bandaríkjunum um það að maður vopnaður hálfsjálfvirkum riffli og í skotheldu vesti myrti 26 manns í kirkju í Sutherland Springs í gær. 6. nóvember 2017 11:10 Árásin í Texas: Ólétt fimm barna móðir í hópi hinna látnu 26 manns létu lífið í árás hins 26 ára Devin Patrick Kelley í baptistakirkjunni í Sutherland Springs í Texas í gær. 6. nóvember 2017 10:14 Kelley hafði rifist við tengdamóður sína Devin Patrick Kelley, sem sagður er hafa myrt 26 manns í kirkju í Sutherland Springs í Texas í gær, var með þrjár byssur þrátt fyrir að vera ekki með byssuleyfi. 6. nóvember 2017 16:45 Árásarmaðurinn í Texas hafði áður hlotið dóm fyrir að brjóta höfuðkúpu stjúpsonar síns Kelley var rekinn úr hernum með vansæmd eftir árás á eiginkonu sína og stjúpson. 6. nóvember 2017 23:34 Árásarmaðurinn í Texas lést að lokinni eftirför Staðfest er að árásarmaðurinn í Texas sé látinn. Hann lést að lokinni eftirför. Óvíst er hvort hann hafi tekið eigið líf eða hvort hann hafi verið veginn. 6. nóvember 2017 00:15 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Sjá meira
Ein af þeim 26 sem létu lífið í árás Devin Patrick Kelley í baptistakirkjunni í Sutherland Springs í Texas á sunnudag var hin 71 árs gamla Lula White, amma eiginkonu Kelley. Lögregla staðfesti í gær að Kelley hafi sent tengdamóður sinni hótanir í textaskilaboðum, en hún var tíður gestur í kirkjunni þar sem ódæðið var framið. Tengdamóðir Kelley var ekki viðstödd sunnudagsmessuna um helgina þar sem mesta fjöldamorðið í sögu Texas ríkis var framið. Bandarískir fjölmiðlar – CNN og CBS News þeirra á meðal – greina hins vegar frá að móðir tengdamóður Kelley hafi verið í kirkjunni og látið þar lífið. White á lengi að hafa starfað sem sjálfboðaliði innan kirkjunnar. Mary Mishler Clyburn, systir White, segir hana hafa verið æðislega og ástríka manneskju sem hafi elskað guð sinn. „Hún elskaði kirkju sína. Þau voru öll bestu vinir hennar,“ segir Clyburn. Bandarískir fjölmiðlar greindu frá því í gær að bandaríska flughernum hafi láðst að greina alríkislögreglunni FBI að Kelley hafi hlotið árs dóm árið 2012 fyrir að hafa beitt eiginkonu sína og barni ofbeldi. Tveimur árum síðar var hann rekinn úr hernum með skömm. Með slíkan dóm á bakinu hefði hann ekki átt að geta keypt sér skotvopn, en vegna mistaka var FBI aldrei tilkynnt um dóminn. Lögreglan hefur gefið út að Kelley hafi mætt í kirkjuna með fimmtán skothylki og hann hafi skotið 450 skotum. Fórnarlömb Kelley voru á aldrinum átján mánaða til 77 ára. Þegar Kelley yfirgaf kirkjuna lenti hann í skotbardaga við heimamanninn Stephen Willeford. Lögreglan segir Willeford hafa sært Kelley áður en honum tókst að flýja af vettvangi. Willeford og Johnny Langendorf, annar heimamaður, eltu Kelley á bíl. Kelley hringdi í föður sinn úr bílnum og sagði að hann myndi ekki lifa þetta af og mun svo hafa skotið sig, samkvæmt lögreglu.
Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segir vandamálið varða geðheilbrigði, ekki byssur Donald Trump segir ekki hægt að kenna byssulögum í Bandaríkjunum um það að maður vopnaður hálfsjálfvirkum riffli og í skotheldu vesti myrti 26 manns í kirkju í Sutherland Springs í gær. 6. nóvember 2017 11:10 Árásin í Texas: Ólétt fimm barna móðir í hópi hinna látnu 26 manns létu lífið í árás hins 26 ára Devin Patrick Kelley í baptistakirkjunni í Sutherland Springs í Texas í gær. 6. nóvember 2017 10:14 Kelley hafði rifist við tengdamóður sína Devin Patrick Kelley, sem sagður er hafa myrt 26 manns í kirkju í Sutherland Springs í Texas í gær, var með þrjár byssur þrátt fyrir að vera ekki með byssuleyfi. 6. nóvember 2017 16:45 Árásarmaðurinn í Texas hafði áður hlotið dóm fyrir að brjóta höfuðkúpu stjúpsonar síns Kelley var rekinn úr hernum með vansæmd eftir árás á eiginkonu sína og stjúpson. 6. nóvember 2017 23:34 Árásarmaðurinn í Texas lést að lokinni eftirför Staðfest er að árásarmaðurinn í Texas sé látinn. Hann lést að lokinni eftirför. Óvíst er hvort hann hafi tekið eigið líf eða hvort hann hafi verið veginn. 6. nóvember 2017 00:15 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Sjá meira
Segir vandamálið varða geðheilbrigði, ekki byssur Donald Trump segir ekki hægt að kenna byssulögum í Bandaríkjunum um það að maður vopnaður hálfsjálfvirkum riffli og í skotheldu vesti myrti 26 manns í kirkju í Sutherland Springs í gær. 6. nóvember 2017 11:10
Árásin í Texas: Ólétt fimm barna móðir í hópi hinna látnu 26 manns létu lífið í árás hins 26 ára Devin Patrick Kelley í baptistakirkjunni í Sutherland Springs í Texas í gær. 6. nóvember 2017 10:14
Kelley hafði rifist við tengdamóður sína Devin Patrick Kelley, sem sagður er hafa myrt 26 manns í kirkju í Sutherland Springs í Texas í gær, var með þrjár byssur þrátt fyrir að vera ekki með byssuleyfi. 6. nóvember 2017 16:45
Árásarmaðurinn í Texas hafði áður hlotið dóm fyrir að brjóta höfuðkúpu stjúpsonar síns Kelley var rekinn úr hernum með vansæmd eftir árás á eiginkonu sína og stjúpson. 6. nóvember 2017 23:34
Árásarmaðurinn í Texas lést að lokinni eftirför Staðfest er að árásarmaðurinn í Texas sé látinn. Hann lést að lokinni eftirför. Óvíst er hvort hann hafi tekið eigið líf eða hvort hann hafi verið veginn. 6. nóvember 2017 00:15