Hrafnhildur: Erfitt fyrir mig að ætla að kenna þeim að grípa bolta núna Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 16. nóvember 2017 21:30 Úr leik liðanna í kvöld. vísir/stefán Hrafnhildur Skúladóttir, þjálfari ÍBV, var svekkt að loknum leik gegn Val í kvöld og hennar fyrstu viðbrögð, vonbrigði. „Þetta eru gífurleg vonbrigði, klárlega ekki það sem við ætluðum okkur því við ætluðum okkur að sækja tvö stig hérna í dag.“ ÍBV átti möguleika á því að sækja tvö stig allt fram að 55 mínútu en staðan ennþá jöfn þá 26 - 26. Ítrekað misstu Eyjakonur þá boltann og á tveimur mínútum var Valur komið í þriggja marka forystu, ÍBV kastaði því leiknum algjörlega frá sér. „Það er jafntefli þegar fimm mínútur eru til leiksloka og þá allt í einu kunnum við ekki að grípa bolta og förum gríðalega illa útúr því. Ég hreinlega veit ekki hvað gerðist, stress eða einbeitingarleysi, eitthvað var það allavega því það er ekki eðlilegt að vera komin á þetta level að geta ekki gripið boltann. Ég veit ekki hversu oft það gerðist þarna á síðustu mínútunum. Þetta eiga þær að kunna, það er allavega erfitt fyrir mig að kenna þeim þetta.“ ÍBV getur státað sig af því, líkt og mörg önnur lið í deildinni, að vera með góðar skyttur í sínu liði en Chantel Pagel reyndist þeim erfið í dag. „Chantel átti frábæran leik í dag, hún átti líka svona góðan leik á móti okkur í Eyjum og hefur bara verið góða í vetur svo við bjuggumst alveg við henni svona.“ Hrafnhildur hikaði þegar hún var spurð útí það góða sem hún tekur með sér eftir leikinn, það getur verið erfitt að svara því eftir svona slæman lokakafla „Það var góður andi í liðinu sem hefur svolítið vantað hjá okkur í vetur, vörnin var að standa vel á köflum þrátt fyrir að hafa fengið á okkur mörk sem við lögðum upp með að fá ekki á okkur. Ég er mjög óánægð með það hversu mörg mörk við fengum á okkur á tvistana í vörninni. En ég var alveg ánægð með margar sóknir hjá stelpunum en á sama tíma aðra hrikalega lélegar.“ Framundan er landsleikjahlé, íslenska kvennalandsliðið á æfingaleiki gegn Þýskalandi og Slóvakíu 25. - 29. nóvember og þar á ÍBV tvo fulltrúa, Esteri Óskarsdóttur og Guðnýju Jenný Ásmundsdóttur. „Ég get ekki nýtt þessa pásu eins og á væri kosið, við eigum nátturlega fulltrúa í liðinu, Esteri og Guðnýju og svo fer Asun líka til Brasiliu. Svo ég get lítið notað þetta hlé í að pússa liðið saman og næstu þrjár vikur verða erfiðar æfingalega séð hjá mér enda er ég með þunnann hóp fyrir.“ Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍBV 32 - 28 | Valskonur taplausar á toppnum eftir sigur á ÍBV Valskonur eru enn taplausar eftir sigur á ÍBV í stór leik umferðarinnar. Jafn leikur í 55 mínútur en ÍBV klúðraði loka mínútum leiksins. 16. nóvember 2017 21:15 Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Körfubolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Körfubolti Fleiri fréttir Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Sjá meira
Hrafnhildur Skúladóttir, þjálfari ÍBV, var svekkt að loknum leik gegn Val í kvöld og hennar fyrstu viðbrögð, vonbrigði. „Þetta eru gífurleg vonbrigði, klárlega ekki það sem við ætluðum okkur því við ætluðum okkur að sækja tvö stig hérna í dag.“ ÍBV átti möguleika á því að sækja tvö stig allt fram að 55 mínútu en staðan ennþá jöfn þá 26 - 26. Ítrekað misstu Eyjakonur þá boltann og á tveimur mínútum var Valur komið í þriggja marka forystu, ÍBV kastaði því leiknum algjörlega frá sér. „Það er jafntefli þegar fimm mínútur eru til leiksloka og þá allt í einu kunnum við ekki að grípa bolta og förum gríðalega illa útúr því. Ég hreinlega veit ekki hvað gerðist, stress eða einbeitingarleysi, eitthvað var það allavega því það er ekki eðlilegt að vera komin á þetta level að geta ekki gripið boltann. Ég veit ekki hversu oft það gerðist þarna á síðustu mínútunum. Þetta eiga þær að kunna, það er allavega erfitt fyrir mig að kenna þeim þetta.“ ÍBV getur státað sig af því, líkt og mörg önnur lið í deildinni, að vera með góðar skyttur í sínu liði en Chantel Pagel reyndist þeim erfið í dag. „Chantel átti frábæran leik í dag, hún átti líka svona góðan leik á móti okkur í Eyjum og hefur bara verið góða í vetur svo við bjuggumst alveg við henni svona.“ Hrafnhildur hikaði þegar hún var spurð útí það góða sem hún tekur með sér eftir leikinn, það getur verið erfitt að svara því eftir svona slæman lokakafla „Það var góður andi í liðinu sem hefur svolítið vantað hjá okkur í vetur, vörnin var að standa vel á köflum þrátt fyrir að hafa fengið á okkur mörk sem við lögðum upp með að fá ekki á okkur. Ég er mjög óánægð með það hversu mörg mörk við fengum á okkur á tvistana í vörninni. En ég var alveg ánægð með margar sóknir hjá stelpunum en á sama tíma aðra hrikalega lélegar.“ Framundan er landsleikjahlé, íslenska kvennalandsliðið á æfingaleiki gegn Þýskalandi og Slóvakíu 25. - 29. nóvember og þar á ÍBV tvo fulltrúa, Esteri Óskarsdóttur og Guðnýju Jenný Ásmundsdóttur. „Ég get ekki nýtt þessa pásu eins og á væri kosið, við eigum nátturlega fulltrúa í liðinu, Esteri og Guðnýju og svo fer Asun líka til Brasiliu. Svo ég get lítið notað þetta hlé í að pússa liðið saman og næstu þrjár vikur verða erfiðar æfingalega séð hjá mér enda er ég með þunnann hóp fyrir.“
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍBV 32 - 28 | Valskonur taplausar á toppnum eftir sigur á ÍBV Valskonur eru enn taplausar eftir sigur á ÍBV í stór leik umferðarinnar. Jafn leikur í 55 mínútur en ÍBV klúðraði loka mínútum leiksins. 16. nóvember 2017 21:15 Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Körfubolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Körfubolti Fleiri fréttir Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍBV 32 - 28 | Valskonur taplausar á toppnum eftir sigur á ÍBV Valskonur eru enn taplausar eftir sigur á ÍBV í stór leik umferðarinnar. Jafn leikur í 55 mínútur en ÍBV klúðraði loka mínútum leiksins. 16. nóvember 2017 21:15