Verður framtíðinni slegið á frest? Þorsteinn Víglundsson skrifar 17. nóvember 2017 07:00 Í burðarliðnum er ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Formenn þessara flokka hafa talað um ríkisstjórn á „breiðum grunni“. Viðræður hafa gengið svo vel að það má heita vandræðalegt fyrir VG og Sjálfstæðisflokk sem skilgreint hafa sig sem höfuðandstæðinga um áratuga skeið. Rætt er um „sögulegar sættir“ og að hér gæti verið í burðarliðnum langt og farsælt stjórnarsamstarf. En markar sögulegt samstarf flokkanna lengst til vinstri og hægri í hinu pólitíska litrófi endalok stjórnmálaátaka, líkt og talað var um endalok hugmyndafræðinnar við lok kalda stríðsins? Eða eru stjórnmálaátökin einfaldlega að færast yfir á aðrar víddir en áður? Það hversu vel viðræður ganga má rekja til þriggja þátta. Í fyrsta lagi snýst stjórnarmyndunin fyrst og fremst um forgangsröðun ríkisútgjalda. Í öðru lagi hafa öll helstu ágreiningsefni verið lögð til hliðar. Í þriðja lagi er rétt að hafa í huga að þó svo langt sé á milli VG og Sjálfstæðisflokks á hinum klassíska hægri/vinstri ás stjórnmálanna, þá er mun styttra á milli flokkanna þegar horft er til forsjárhyggju eða frjálslyndis annars vegar og alþjóðahyggju eða einangrunarhyggju hins vegar. Það kemur ekki á óvart að flokkarnir geti náð saman um forgangsröðun ríkisútgjalda. Allir flokkar sem buðu fram til síðustu þingkosninga lögðu megináherslu á heilbrigðis-, mennta- og innviðamál. Ágreiningurinn snýst fyrst og fremst um hvernig eigi að fjármagna útgjöldin.Ríkisstjórn þjóðernisíhaldsinsÞó helstu ágreiningsefni séu lögð til hliðar við upphaf stjórnarsamstarfs er líklegt að þau brjótist fram síðar. Viðhorf flokkanna til umhverfismála og atvinnuuppbyggingar hafa t.d. verið mjög ólík. Afstaða til innflytjendamála sömuleiðis. Ný rammaáætlun verður eitt af fyrstu viðfangsefnum nýrrar ríkisstjórnar og þar hafa VG og Sjálfstæðisflokkur lengi eldað grátt silfur saman. Að sama skapi einangraðist Sjálfstæðisflokkurinn í afstöðu sinni til breytinga á útlendingalögum við lok síðasta þings. Það þurfa margir þingmenn að kyngja sannfæringu sinni ef ekki má ræða ágreiningsefnin. Það sem sameinar þessa flokka er sterkt þjóðernisíhald. Íhaldssöm viðhorf til alþjóðasamstarfs og rík forsjárhyggja. Þetta má sjá ágætlega á svörum frambjóðenda í kosningaprófi RÚV fyrir nýafstaðnar kosningar. Þrátt fyrir endurtekinn ástaróð sjálfstæðismanna til frelsisins hefur flokkurinn litlu sem engu áorkað í þeim efnum á undanförnum tveimur áratugum. Raunar má segja að helstu afrekin í þeim efnum hafi verið unnin í samstarfi við Alþýðuflokkinn með gerð EES-samningsins og þeirra margvíslegu umbóta, m.a. í samkeppnisrétti og neytendavernd, sem þeim samningi fylgdu. Hefði barátta flokksins fyrir einfaldara regluverki atvinnulífsins verið jafn ástríðufull og barátta hans fyrir óbreyttu landbúnaðar- og sjávarútvegskerfi þá byggi íslenskt atvinnulíf við talsvert önnur og einfaldari skilyrði en raun ber vitni.Skjaldborg um óbreytt ástandFlokkarnir þrír eiga auðvelt með að sameinast um það sem þeir ekki vilja gera. Þeir vilja engar breytingar gera í sjávarútvegi eða landbúnaði. Þá vill enginn þessara flokka kanna hér möguleikann á upptöku annars gjaldmiðils. Þrátt fyrir að íslenska krónan kosti fyrirtæki og almenning í það minnsta 200 milljarða króna í hærri vaxtagreiðslum en ella á ári hverju. Þrátt fyrir að óstöðugleiki myntarinnar sé ein helsta ástæða þess að hér þrífst illa útflutningur á grundvelli hugvits og tækni. Hér eru sérhagsmunir settir ofar almannahagsmunum. Í hinu síðastnefnda felst mesta hættan. Þrátt fyrir að umhverfi frumkvöðla hér á landi sé mjög sterkt og nýsköpun sé þróttmikil er afraksturinn rýr þegar kemur að vægi tækni og þekkingar í útflutningi landsmanna. Allt of fá fyrirtæki á þessu sviði hafa náð að verða stór og öflug. Helst eru nefnd Össur, Marel og CCP. Hin tvö fyrrnefndu komust á legg á tímum gengisstöðugleika áranna 1993-2000. Þau brugðust síðan við gengisóstöðugleika undanfarinna ára með því að vaxa utan Íslands. Tækifæri þau sem blasa við okkur tengd fjórðu iðnbyltingunni byggjast fyrst og fremst á uppbyggingu þekkingariðnaðar og möguleikum hans til útflutnings í samkeppni við fyrirtæki sem búa við mun stöðugra gengisumhverfi og lægra vaxtastig. Endurskoðun peningastefnunnar með gengisstöðugleika að markmiði er í því samhengi eitt mikilvægasta verkefni íslenskra stjórnvalda ef við ætlum að vera þátttakendur í fjórðu iðnbyltingunni. Flokkarnir þrír geta auðveldlega slegið skjaldborg um óbreytt ástand. Að framtíðinni verði slegið á frest enn um sinn. Ný ríkisstjórn er skýrt merki um að átakalínur íslenskra stjórnmála eru að breytast. Að átökin muni ekki snúast um hefðbundna hægri og vinstri stefnu heldur fremur um stöðu Íslands í alþjóðlegu samstarfi og viljann til að ráðast í nauðsynlegar umbætur á íslensku samfélagi til að tryggja að við verðum þátttakendur en ekki áhorfendur í þeim miklu breytingum og tækifærum sem fylgja munu fjórðu iðnbyltingunni.Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Í burðarliðnum er ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Formenn þessara flokka hafa talað um ríkisstjórn á „breiðum grunni“. Viðræður hafa gengið svo vel að það má heita vandræðalegt fyrir VG og Sjálfstæðisflokk sem skilgreint hafa sig sem höfuðandstæðinga um áratuga skeið. Rætt er um „sögulegar sættir“ og að hér gæti verið í burðarliðnum langt og farsælt stjórnarsamstarf. En markar sögulegt samstarf flokkanna lengst til vinstri og hægri í hinu pólitíska litrófi endalok stjórnmálaátaka, líkt og talað var um endalok hugmyndafræðinnar við lok kalda stríðsins? Eða eru stjórnmálaátökin einfaldlega að færast yfir á aðrar víddir en áður? Það hversu vel viðræður ganga má rekja til þriggja þátta. Í fyrsta lagi snýst stjórnarmyndunin fyrst og fremst um forgangsröðun ríkisútgjalda. Í öðru lagi hafa öll helstu ágreiningsefni verið lögð til hliðar. Í þriðja lagi er rétt að hafa í huga að þó svo langt sé á milli VG og Sjálfstæðisflokks á hinum klassíska hægri/vinstri ás stjórnmálanna, þá er mun styttra á milli flokkanna þegar horft er til forsjárhyggju eða frjálslyndis annars vegar og alþjóðahyggju eða einangrunarhyggju hins vegar. Það kemur ekki á óvart að flokkarnir geti náð saman um forgangsröðun ríkisútgjalda. Allir flokkar sem buðu fram til síðustu þingkosninga lögðu megináherslu á heilbrigðis-, mennta- og innviðamál. Ágreiningurinn snýst fyrst og fremst um hvernig eigi að fjármagna útgjöldin.Ríkisstjórn þjóðernisíhaldsinsÞó helstu ágreiningsefni séu lögð til hliðar við upphaf stjórnarsamstarfs er líklegt að þau brjótist fram síðar. Viðhorf flokkanna til umhverfismála og atvinnuuppbyggingar hafa t.d. verið mjög ólík. Afstaða til innflytjendamála sömuleiðis. Ný rammaáætlun verður eitt af fyrstu viðfangsefnum nýrrar ríkisstjórnar og þar hafa VG og Sjálfstæðisflokkur lengi eldað grátt silfur saman. Að sama skapi einangraðist Sjálfstæðisflokkurinn í afstöðu sinni til breytinga á útlendingalögum við lok síðasta þings. Það þurfa margir þingmenn að kyngja sannfæringu sinni ef ekki má ræða ágreiningsefnin. Það sem sameinar þessa flokka er sterkt þjóðernisíhald. Íhaldssöm viðhorf til alþjóðasamstarfs og rík forsjárhyggja. Þetta má sjá ágætlega á svörum frambjóðenda í kosningaprófi RÚV fyrir nýafstaðnar kosningar. Þrátt fyrir endurtekinn ástaróð sjálfstæðismanna til frelsisins hefur flokkurinn litlu sem engu áorkað í þeim efnum á undanförnum tveimur áratugum. Raunar má segja að helstu afrekin í þeim efnum hafi verið unnin í samstarfi við Alþýðuflokkinn með gerð EES-samningsins og þeirra margvíslegu umbóta, m.a. í samkeppnisrétti og neytendavernd, sem þeim samningi fylgdu. Hefði barátta flokksins fyrir einfaldara regluverki atvinnulífsins verið jafn ástríðufull og barátta hans fyrir óbreyttu landbúnaðar- og sjávarútvegskerfi þá byggi íslenskt atvinnulíf við talsvert önnur og einfaldari skilyrði en raun ber vitni.Skjaldborg um óbreytt ástandFlokkarnir þrír eiga auðvelt með að sameinast um það sem þeir ekki vilja gera. Þeir vilja engar breytingar gera í sjávarútvegi eða landbúnaði. Þá vill enginn þessara flokka kanna hér möguleikann á upptöku annars gjaldmiðils. Þrátt fyrir að íslenska krónan kosti fyrirtæki og almenning í það minnsta 200 milljarða króna í hærri vaxtagreiðslum en ella á ári hverju. Þrátt fyrir að óstöðugleiki myntarinnar sé ein helsta ástæða þess að hér þrífst illa útflutningur á grundvelli hugvits og tækni. Hér eru sérhagsmunir settir ofar almannahagsmunum. Í hinu síðastnefnda felst mesta hættan. Þrátt fyrir að umhverfi frumkvöðla hér á landi sé mjög sterkt og nýsköpun sé þróttmikil er afraksturinn rýr þegar kemur að vægi tækni og þekkingar í útflutningi landsmanna. Allt of fá fyrirtæki á þessu sviði hafa náð að verða stór og öflug. Helst eru nefnd Össur, Marel og CCP. Hin tvö fyrrnefndu komust á legg á tímum gengisstöðugleika áranna 1993-2000. Þau brugðust síðan við gengisóstöðugleika undanfarinna ára með því að vaxa utan Íslands. Tækifæri þau sem blasa við okkur tengd fjórðu iðnbyltingunni byggjast fyrst og fremst á uppbyggingu þekkingariðnaðar og möguleikum hans til útflutnings í samkeppni við fyrirtæki sem búa við mun stöðugra gengisumhverfi og lægra vaxtastig. Endurskoðun peningastefnunnar með gengisstöðugleika að markmiði er í því samhengi eitt mikilvægasta verkefni íslenskra stjórnvalda ef við ætlum að vera þátttakendur í fjórðu iðnbyltingunni. Flokkarnir þrír geta auðveldlega slegið skjaldborg um óbreytt ástand. Að framtíðinni verði slegið á frest enn um sinn. Ný ríkisstjórn er skýrt merki um að átakalínur íslenskra stjórnmála eru að breytast. Að átökin muni ekki snúast um hefðbundna hægri og vinstri stefnu heldur fremur um stöðu Íslands í alþjóðlegu samstarfi og viljann til að ráðast í nauðsynlegar umbætur á íslensku samfélagi til að tryggja að við verðum þátttakendur en ekki áhorfendur í þeim miklu breytingum og tækifærum sem fylgja munu fjórðu iðnbyltingunni.Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun