Björn Lúkas keppir til úrslita um heimsmeistaratitilinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2017 13:25 Björn Lúkas Haraldsson. Mynd/Mjölnir Bardagamaðurinn Björn Lúkas Haraldsson heldur áfram sigurgöngu sinni á heimsmeistaramóti áhugamanna í blönduðum bardagaíþróttum en hann var áðan að vinna undanúrslitabardaga á móti Ástrala. Björn Lúkas kláraði Ástralann Joseph Luciano strax í fyrstu lotu með armlás. Hann hefur nú unnið tvo bardaga í röð með því taki. „Ástralinn byrjaði á að taka Björn Lúkas niður en okkar maður var ekki lengi að snúa stöðunni sér í vil og tók bakið á Luciano. Þar reyndi hann að finna opnanir til að klára bardagann en Luciano varðist vel,“ segir í frétt um bardaganna á MMA fréttum. Þar heldur lýsingin áfram: „Ástralanum tókst að standa upp en Björn kastaði honum niður skömmu siður með fallegu júdó kasti. Aftur náði hann bakinu en í stað þess að fara í henginguna sótti hann í armlás. Björn náði að rétta alveg úr hönd Luciano og stöðvaði dómarinn bardagann. Luciano tappaði ekki út en hugsanlega hefur hann gefið dómaranum merki þess efnis að stöðva bardagann,“ segir á mmafrettir.is. Björn Lúkas er búinn að klára alla fjóra bardaga sína í mótinu strax í fyrstu lotu sem sýnir styrk hans. Nú fær okkar maður eins dags frí til að safna kröftum fyrir úrslitabardagann um heimsmeistaratitilinn sem verður á laugardaginn. Björn er nú búinn að slá út menn frá Spáni, Írlandi, Nýja-Sjálandi og Ástralíu. Björn mætti Spánverjanum Ian Kuchler í fyrstu umferð og sigraði með armlás í fyrstu lotu þegar tvær mínútur voru liðnar af bardaganum. Í annarri umferðinni í gær vann Björn Lúkas Fionn Healy-Magwa frá Írlandi og tryggði sér sigurinn með tæknilegu rothöggi. Björn Lúkas mætti svo Stacy Waikato frá Nýja-Sjálandi í átta manna úrslitum í dag og sigraði með armlás. Björn Lúkas Haraldsson.Mynd/Mjölnir MMA Tengdar fréttir Björn Lúkas í undanúrslit á HM Björn Lúkas Haraldsson, bardagakappi úr Mjölni, heldur áfram að sýna styrk sinn í búrinu en hann er kominn í undanúrslit á Heimsmeistaramóti áhugamanna í blönduðum bardagaíþróttum. 15. nóvember 2017 14:54 Björn Lúkas kominn í 8-manna úrslit á HM í MMA Björn Lúkas Haraldsson er kominn áfram í 8-manna úrslit á Heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA. Björn hefur unnið tvo bardaga á fyrstu tveimur dögum mótsins. 14. nóvember 2017 17:15 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Í beinni: FH - ÍBV | Stálin stinn mætast í Kaplakrika Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Í beinni: Man. City - Napoli | De Bruyne, Höjlund og McTominay aftur í Manchester Í beinni: Newcastle - Barcelona | Spænska stóveldið án Yamal Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Sjá meira
Bardagamaðurinn Björn Lúkas Haraldsson heldur áfram sigurgöngu sinni á heimsmeistaramóti áhugamanna í blönduðum bardagaíþróttum en hann var áðan að vinna undanúrslitabardaga á móti Ástrala. Björn Lúkas kláraði Ástralann Joseph Luciano strax í fyrstu lotu með armlás. Hann hefur nú unnið tvo bardaga í röð með því taki. „Ástralinn byrjaði á að taka Björn Lúkas niður en okkar maður var ekki lengi að snúa stöðunni sér í vil og tók bakið á Luciano. Þar reyndi hann að finna opnanir til að klára bardagann en Luciano varðist vel,“ segir í frétt um bardaganna á MMA fréttum. Þar heldur lýsingin áfram: „Ástralanum tókst að standa upp en Björn kastaði honum niður skömmu siður með fallegu júdó kasti. Aftur náði hann bakinu en í stað þess að fara í henginguna sótti hann í armlás. Björn náði að rétta alveg úr hönd Luciano og stöðvaði dómarinn bardagann. Luciano tappaði ekki út en hugsanlega hefur hann gefið dómaranum merki þess efnis að stöðva bardagann,“ segir á mmafrettir.is. Björn Lúkas er búinn að klára alla fjóra bardaga sína í mótinu strax í fyrstu lotu sem sýnir styrk hans. Nú fær okkar maður eins dags frí til að safna kröftum fyrir úrslitabardagann um heimsmeistaratitilinn sem verður á laugardaginn. Björn er nú búinn að slá út menn frá Spáni, Írlandi, Nýja-Sjálandi og Ástralíu. Björn mætti Spánverjanum Ian Kuchler í fyrstu umferð og sigraði með armlás í fyrstu lotu þegar tvær mínútur voru liðnar af bardaganum. Í annarri umferðinni í gær vann Björn Lúkas Fionn Healy-Magwa frá Írlandi og tryggði sér sigurinn með tæknilegu rothöggi. Björn Lúkas mætti svo Stacy Waikato frá Nýja-Sjálandi í átta manna úrslitum í dag og sigraði með armlás. Björn Lúkas Haraldsson.Mynd/Mjölnir
MMA Tengdar fréttir Björn Lúkas í undanúrslit á HM Björn Lúkas Haraldsson, bardagakappi úr Mjölni, heldur áfram að sýna styrk sinn í búrinu en hann er kominn í undanúrslit á Heimsmeistaramóti áhugamanna í blönduðum bardagaíþróttum. 15. nóvember 2017 14:54 Björn Lúkas kominn í 8-manna úrslit á HM í MMA Björn Lúkas Haraldsson er kominn áfram í 8-manna úrslit á Heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA. Björn hefur unnið tvo bardaga á fyrstu tveimur dögum mótsins. 14. nóvember 2017 17:15 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Í beinni: FH - ÍBV | Stálin stinn mætast í Kaplakrika Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Í beinni: Man. City - Napoli | De Bruyne, Höjlund og McTominay aftur í Manchester Í beinni: Newcastle - Barcelona | Spænska stóveldið án Yamal Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Sjá meira
Björn Lúkas í undanúrslit á HM Björn Lúkas Haraldsson, bardagakappi úr Mjölni, heldur áfram að sýna styrk sinn í búrinu en hann er kominn í undanúrslit á Heimsmeistaramóti áhugamanna í blönduðum bardagaíþróttum. 15. nóvember 2017 14:54
Björn Lúkas kominn í 8-manna úrslit á HM í MMA Björn Lúkas Haraldsson er kominn áfram í 8-manna úrslit á Heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA. Björn hefur unnið tvo bardaga á fyrstu tveimur dögum mótsins. 14. nóvember 2017 17:15