Gefum nemendum vængi Ívar Halldórsson skrifar 16. nóvember 2017 11:26 Þegar börnin okkar útskrifast úr grunnskóla eða menntaskóla, blasa við þeim ýmis ný verkefni sem þau þurfa að leysa. Eitt af þessum verkefnum er að sækja um vinnu - annað hvort hlutastarf með skóla eða fullt starf eftir útskrift. Skólayfirvöld mættu að mínu mati setja sig enn betur í spor ungu kynslóðarinnar til að átta sig á hvers konar fræðsla hjálpar henni að taka sín allra fyrstu skref á vinnumarkaðnum. Grundvallaratriði finnst mér að ungu fólki sé kennt hvernig á að sækja um atvinnu á faglegan máta, og auka þannig líkur á að það fái starf sem endurspeglar menntun þess og hæfileika. Ég hef tekið eftir að stór hluti þeirra sem tilheyra yngri kynslóðirnni kunna engan veginn að sækja um störf. Sem vinnuveitandi fylgist ég vel með þróun þessara mála og finnst mér þróunin sorgleg. Í starfsmannaviðtölum síðustu ár hef ég komist að því að of margir ungir umsækjendur eru á hálum ís þegar kemur að því að koma vel fyrir í atvinnuviðtölum. Ungir umsækjendur mæta með hangandi haus og tóbak í vörinni; með illa útfyllta og óundirritaða umsókn, ógirtir og sjúskaðir - að ekki sé minnst á svitalyktina sem fyllir stundum skrifstofuna þar sem atvinnuviðtalið fer fram. Skriftin á umsókninni er allt að því ólæsileg og upplýsingar iðulega af skornum skammti; skrifaðar í kæruleysi - augu umsækjenda oft fjarlæg og að því er oft virðist áhugalaus. Oft er fátt um svör þegar umsækjandi er spurður um væntingar til vinnustaðar, launakröfur o.þ.h. Þá er gjarna ekki úr miklu að moða eftir samtalið og atvinnurekandi litlu nær um ágæti umsækjandans. Skólar eiga að undirbúa unga fólkið undir atvinnulífið og er því eðlilegt að þeir komi í veg fyrir að atvinnuumsóknum þeirra sé hafnað á grundvelli vankunnáttu og undirbúningsleysi í umsóknarferlinu. Frábærir starfskraftar geta hæglega misst af flottum tækifærum vegna óheppilegrar framsetningar á formsatriðum. Ef skólinn er sá staður sem undirbýr unga kynslóð til að finna hæfileikum sínum farveg á vinnumarkaðnum, finnst mér brýnt að nemendur fái gott veganesti hvað varðar að koma vel fyrir í umsóknarferlinu. Þarna finnst mér vanta talsvert upp á og vil ég skora á skólayfirvöld að gefa þessu gott pláss á teikniborðinu. Að kenna ungum einstaklingum hvernig á að bera sig að í umsóknarferlinu eykur líkur á því að þekking þeirra sem þau hafa aflað sér á skólabekk fái vængi á nýjum vinnustað. Í hafsjó af upplýsingum sem unga fólkið innbyrðir á skólabekk finnst manni oft vanta skvettur af skynsemi - praktískum upplýsingum sem hjálpar þeim að skorða fætur sínar betur í þjóðlífinu. Þá mætti alveg kenna ungum nemendum ýmislegt fleira sem teljast mættu nytsamlegar og mikilvægar upplýsingar. Þeir mættu hafa betri hugmynd um hvernig lífeyrissparnaður, einfaldir kaupsamningar og tryggingar virka. Það er nauðsynlegt að efla sjálfstraustið sem þeir þurfa til að komast yfir fyrstu hraðahindranirnar í lífinu. Mennt er máttur en þó gætir ákveðins máttleysis að mínu mati í þessum efnum. Að læða inn nokkrum umsóknaeflandi kennslustundum í námsskránna getur varla annað en verið öllum þeim sem koma að ráðningarferlinu í hag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Þegar börnin okkar útskrifast úr grunnskóla eða menntaskóla, blasa við þeim ýmis ný verkefni sem þau þurfa að leysa. Eitt af þessum verkefnum er að sækja um vinnu - annað hvort hlutastarf með skóla eða fullt starf eftir útskrift. Skólayfirvöld mættu að mínu mati setja sig enn betur í spor ungu kynslóðarinnar til að átta sig á hvers konar fræðsla hjálpar henni að taka sín allra fyrstu skref á vinnumarkaðnum. Grundvallaratriði finnst mér að ungu fólki sé kennt hvernig á að sækja um atvinnu á faglegan máta, og auka þannig líkur á að það fái starf sem endurspeglar menntun þess og hæfileika. Ég hef tekið eftir að stór hluti þeirra sem tilheyra yngri kynslóðirnni kunna engan veginn að sækja um störf. Sem vinnuveitandi fylgist ég vel með þróun þessara mála og finnst mér þróunin sorgleg. Í starfsmannaviðtölum síðustu ár hef ég komist að því að of margir ungir umsækjendur eru á hálum ís þegar kemur að því að koma vel fyrir í atvinnuviðtölum. Ungir umsækjendur mæta með hangandi haus og tóbak í vörinni; með illa útfyllta og óundirritaða umsókn, ógirtir og sjúskaðir - að ekki sé minnst á svitalyktina sem fyllir stundum skrifstofuna þar sem atvinnuviðtalið fer fram. Skriftin á umsókninni er allt að því ólæsileg og upplýsingar iðulega af skornum skammti; skrifaðar í kæruleysi - augu umsækjenda oft fjarlæg og að því er oft virðist áhugalaus. Oft er fátt um svör þegar umsækjandi er spurður um væntingar til vinnustaðar, launakröfur o.þ.h. Þá er gjarna ekki úr miklu að moða eftir samtalið og atvinnurekandi litlu nær um ágæti umsækjandans. Skólar eiga að undirbúa unga fólkið undir atvinnulífið og er því eðlilegt að þeir komi í veg fyrir að atvinnuumsóknum þeirra sé hafnað á grundvelli vankunnáttu og undirbúningsleysi í umsóknarferlinu. Frábærir starfskraftar geta hæglega misst af flottum tækifærum vegna óheppilegrar framsetningar á formsatriðum. Ef skólinn er sá staður sem undirbýr unga kynslóð til að finna hæfileikum sínum farveg á vinnumarkaðnum, finnst mér brýnt að nemendur fái gott veganesti hvað varðar að koma vel fyrir í umsóknarferlinu. Þarna finnst mér vanta talsvert upp á og vil ég skora á skólayfirvöld að gefa þessu gott pláss á teikniborðinu. Að kenna ungum einstaklingum hvernig á að bera sig að í umsóknarferlinu eykur líkur á því að þekking þeirra sem þau hafa aflað sér á skólabekk fái vængi á nýjum vinnustað. Í hafsjó af upplýsingum sem unga fólkið innbyrðir á skólabekk finnst manni oft vanta skvettur af skynsemi - praktískum upplýsingum sem hjálpar þeim að skorða fætur sínar betur í þjóðlífinu. Þá mætti alveg kenna ungum nemendum ýmislegt fleira sem teljast mættu nytsamlegar og mikilvægar upplýsingar. Þeir mættu hafa betri hugmynd um hvernig lífeyrissparnaður, einfaldir kaupsamningar og tryggingar virka. Það er nauðsynlegt að efla sjálfstraustið sem þeir þurfa til að komast yfir fyrstu hraðahindranirnar í lífinu. Mennt er máttur en þó gætir ákveðins máttleysis að mínu mati í þessum efnum. Að læða inn nokkrum umsóknaeflandi kennslustundum í námsskránna getur varla annað en verið öllum þeim sem koma að ráðningarferlinu í hag.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar