4.446 konur innan sænska dómskerfisins lýsa áreitni og kynferðisbrotum gegn sér Atli Ísleifsson skrifar 15. nóvember 2017 10:31 "Starfar við lög er rétt að passa upp á þau sömu,“ segir í yfirlýsingu kvennanna þar sem þrýst er á breytta menningu. Vísir/Getty Rúmlega 4.400 konur sem starfa við lögmennsku eða innan dómskerfisins í Svíþjóð hafa lýst kynferðisbrotum og áreitni sem þær hafa orðið fyrir og hinni karllægu menningu innan stéttarinnar í grein sem birtist í Svenska Dagbladet í morgun. „Starfar við lög er rétt að passa upp á þau sömu,“ segir í yfirlýsingu kvennanna þar sem þrýst er á breytta menningu. SVT segir frá því að konur sem starfa innan sænska dómskerfisins hafi ákveðið að stofna hóp á samfélagsmiðlum eftir að fjöldi kvenna innan stéttarinnar vildu segja frá reynslu sinni í kjölfar #metoo-umræðunnar. Á annan tug þúsunda kvenna eru nú í hópnum. Ein konan greinir frá því að annar eigandi á lögfræðistofu sinni hafi verið dæmdur fyrir kaup á vændi. Hann hafi ekki greint samstarfsfélögum sínum frá brotum sínum en að konurnar á stofunni hafi afhjúpað brot mannsins. „Hinir eigendurnir þögguðu málið. Hinn dæmdi eigandi aflaði jú mest allra á stofunni. Ég lét mig hverfa við fyrsta tækifæri,“ segir konan. Áreitt af saksóknara Önnur kona segist hafa verið áreitt af saksóknara nokkrum. Sá hafi hringt í hana á nóttunni, sent henni smáskilaboð og skilið eftir skilaboð í talhólfi hennar þrátt fyrir að hún hafi greint manninum frá því að hún hefði engan áhuga á honum. Eftir að hún hafnaði honum kallaði saksóknarinn konuna „helvítis hóru“, sagðist munu sverta mannorð hennar innan geirans og sjá til þess að hún myndi aldrei aftur geta starfað sem lögmaður. Þá segir kona frá því þegar hún sat fund með dómara, sem nú er á eftirlaunum, sem var með nauðgunarmál til umfjöllunar. Dómarinn hafi þá sýnt konunni myndir af þremur mönnum sem ákærðir voru í málinu og spurt hana hvern mannanna hún myndi helst vilja nauðga sér. Alls skrifa 4.446 konur undir yfirlýsinguna. Svíþjóð MeToo Tengdar fréttir 585 sænskar leikkonur stíga fram: „Við þegjum ekki lengur“ 585 sænskar leikkonur hafa skrifað opið bréf þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni af hálfu yfirmanna sinna og kollega. 10. nóvember 2017 15:10 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Sjá meira
Rúmlega 4.400 konur sem starfa við lögmennsku eða innan dómskerfisins í Svíþjóð hafa lýst kynferðisbrotum og áreitni sem þær hafa orðið fyrir og hinni karllægu menningu innan stéttarinnar í grein sem birtist í Svenska Dagbladet í morgun. „Starfar við lög er rétt að passa upp á þau sömu,“ segir í yfirlýsingu kvennanna þar sem þrýst er á breytta menningu. SVT segir frá því að konur sem starfa innan sænska dómskerfisins hafi ákveðið að stofna hóp á samfélagsmiðlum eftir að fjöldi kvenna innan stéttarinnar vildu segja frá reynslu sinni í kjölfar #metoo-umræðunnar. Á annan tug þúsunda kvenna eru nú í hópnum. Ein konan greinir frá því að annar eigandi á lögfræðistofu sinni hafi verið dæmdur fyrir kaup á vændi. Hann hafi ekki greint samstarfsfélögum sínum frá brotum sínum en að konurnar á stofunni hafi afhjúpað brot mannsins. „Hinir eigendurnir þögguðu málið. Hinn dæmdi eigandi aflaði jú mest allra á stofunni. Ég lét mig hverfa við fyrsta tækifæri,“ segir konan. Áreitt af saksóknara Önnur kona segist hafa verið áreitt af saksóknara nokkrum. Sá hafi hringt í hana á nóttunni, sent henni smáskilaboð og skilið eftir skilaboð í talhólfi hennar þrátt fyrir að hún hafi greint manninum frá því að hún hefði engan áhuga á honum. Eftir að hún hafnaði honum kallaði saksóknarinn konuna „helvítis hóru“, sagðist munu sverta mannorð hennar innan geirans og sjá til þess að hún myndi aldrei aftur geta starfað sem lögmaður. Þá segir kona frá því þegar hún sat fund með dómara, sem nú er á eftirlaunum, sem var með nauðgunarmál til umfjöllunar. Dómarinn hafi þá sýnt konunni myndir af þremur mönnum sem ákærðir voru í málinu og spurt hana hvern mannanna hún myndi helst vilja nauðga sér. Alls skrifa 4.446 konur undir yfirlýsinguna.
Svíþjóð MeToo Tengdar fréttir 585 sænskar leikkonur stíga fram: „Við þegjum ekki lengur“ 585 sænskar leikkonur hafa skrifað opið bréf þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni af hálfu yfirmanna sinna og kollega. 10. nóvember 2017 15:10 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Sjá meira
585 sænskar leikkonur stíga fram: „Við þegjum ekki lengur“ 585 sænskar leikkonur hafa skrifað opið bréf þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni af hálfu yfirmanna sinna og kollega. 10. nóvember 2017 15:10