„Yfirleitt erum við á svipaðri blaðsíðu“ Guðný Hrönn skrifar 14. nóvember 2017 17:15 Melkorka og Brynja feta í fótspor Kormáks og Skjaldar. VÍSIR/ANTON BRINK Vinirnir Kormákur Geirharðsson og Skjöldur Sigurjónsson hafa stundað viðskipti saman í áraraðir og rekið Herrafataverzlun Kormáks og Skjaldar og Ölstofu Kormáks og Skjaldar. Þegar Kormákur mætir á svæðið er Skjöldur aldrei langt undan. Og nú hafa dætur þeirra, Brynja Skjaldardóttir og Melkorka Kormáksdóttir, tekið við keflinu og reka saman Kvenfataverzlun Kormáks og Skjaldar. Spurðar út í hvort þær séu jafn gott teymi og feður þeirra eru segir Brynja: „Þeir eru náttúrulega búnir að vinna saman í meira en 20 ár og vera vinir frá því áður en Melkorka fæddist, svo við erum kannski ekki alveg jafn vel smurð vél og þeir. En við höfum báðar svipaða eiginleika og þeir, þannig við bætum hvor aðra upp á svipaðan hátt og þeir. Ég myndi segja að það sé mjög gott að vinna með Melkorku, hún er frekar fín pía.“ Melkorka tekur undir með Brynju. „Auðvitað hafa þeir þekkst mun lengur en við Brynja.“„Að auki er örlítill aldurs- og reynslumunur á milli okkar en við náum að balansera hvor aðra frekar vel og mér finnst samstarfið hingað til hafa verið rosa gott.“ Þær eru sammála um að þær hafi svipaðar hugmyndir hvað rekstur varðar. „Já, yfirleitt erum við á svipaðri blaðsíðu,“ segir Brynja sem lærði fatahönnun í París og New York. Melkorka útskrifaðist af listdansbraut í MH og fór svo á flakk í hálft ár. Síðan þá hefur hún staðið vaktina í Kormáki og Skildi á Skólavörðustíg. Aðspurðar hvort það hafi alltaf verið planið að feta í fótspor feðra sinna, segir Brynja: „Já og nei, ég vann á Ölstofunni þegar ég var nýútskrifuð úr menntaskóla og tók alltaf jólatarnirnar í herrafataversluninni áður en ég flutti til Parísar. Þegar ég fór í fatahönnun hugsaði ég alltaf að það gæti verið gaman að gera eitthvað skemmtilegt með pabba, en það var ekkert sem ég stefndi beint að. Þetta gerðist bara. Eftir námið fór ég að vinna sem stílisti í New York og ætlaði ekkert að koma heim. En síðan kom ég heim í jólafrí um síðustu jól og ákvað þá að taka vaktir í búðinni. Út frá því fórum við pabbi að tala saman um búðina þegar ég kom heim eftir vaktir. Mér fannst búðin helst til lítil til að vera með föt fyrir bæði kynin, þar að auki er herrafataverslunin gríðarstór, þannig að ég stakk upp á því að breyta henni í kvenfataverslun. Pabbi stakk þá upp á því að ég kæmi heim og hjálpaði til. Ég var orðin þreytt á New York og saknaði fjölskyldunnar, þannig að ég ákvað að slá til.“ Nú hafa þær breytt búðinni alfarið í kvenfataverslun. Melkorka hefur svipaða sögu að segja. „Ég tók alltaf jólatörn hjá þeim frá því ég var á fyrsta ári í menntaskóla og þangað til að ég varð tvítug. Tæplega hálfu ári seinna opnuðu þeir búðina á Skólavörðustíg og báðu mig um að vinna þar. Það var aldrei í planinu að fara vinna hjá þeim fulla vinnu en ég er glöð að ég gerði það. Þetta er búið að vera skemmtilegt ævintýri að breyta versluninni í Kvenfataverzlun Kormáks og Skjaldar.“ Tíska og hönnun Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
Vinirnir Kormákur Geirharðsson og Skjöldur Sigurjónsson hafa stundað viðskipti saman í áraraðir og rekið Herrafataverzlun Kormáks og Skjaldar og Ölstofu Kormáks og Skjaldar. Þegar Kormákur mætir á svæðið er Skjöldur aldrei langt undan. Og nú hafa dætur þeirra, Brynja Skjaldardóttir og Melkorka Kormáksdóttir, tekið við keflinu og reka saman Kvenfataverzlun Kormáks og Skjaldar. Spurðar út í hvort þær séu jafn gott teymi og feður þeirra eru segir Brynja: „Þeir eru náttúrulega búnir að vinna saman í meira en 20 ár og vera vinir frá því áður en Melkorka fæddist, svo við erum kannski ekki alveg jafn vel smurð vél og þeir. En við höfum báðar svipaða eiginleika og þeir, þannig við bætum hvor aðra upp á svipaðan hátt og þeir. Ég myndi segja að það sé mjög gott að vinna með Melkorku, hún er frekar fín pía.“ Melkorka tekur undir með Brynju. „Auðvitað hafa þeir þekkst mun lengur en við Brynja.“„Að auki er örlítill aldurs- og reynslumunur á milli okkar en við náum að balansera hvor aðra frekar vel og mér finnst samstarfið hingað til hafa verið rosa gott.“ Þær eru sammála um að þær hafi svipaðar hugmyndir hvað rekstur varðar. „Já, yfirleitt erum við á svipaðri blaðsíðu,“ segir Brynja sem lærði fatahönnun í París og New York. Melkorka útskrifaðist af listdansbraut í MH og fór svo á flakk í hálft ár. Síðan þá hefur hún staðið vaktina í Kormáki og Skildi á Skólavörðustíg. Aðspurðar hvort það hafi alltaf verið planið að feta í fótspor feðra sinna, segir Brynja: „Já og nei, ég vann á Ölstofunni þegar ég var nýútskrifuð úr menntaskóla og tók alltaf jólatarnirnar í herrafataversluninni áður en ég flutti til Parísar. Þegar ég fór í fatahönnun hugsaði ég alltaf að það gæti verið gaman að gera eitthvað skemmtilegt með pabba, en það var ekkert sem ég stefndi beint að. Þetta gerðist bara. Eftir námið fór ég að vinna sem stílisti í New York og ætlaði ekkert að koma heim. En síðan kom ég heim í jólafrí um síðustu jól og ákvað þá að taka vaktir í búðinni. Út frá því fórum við pabbi að tala saman um búðina þegar ég kom heim eftir vaktir. Mér fannst búðin helst til lítil til að vera með föt fyrir bæði kynin, þar að auki er herrafataverslunin gríðarstór, þannig að ég stakk upp á því að breyta henni í kvenfataverslun. Pabbi stakk þá upp á því að ég kæmi heim og hjálpaði til. Ég var orðin þreytt á New York og saknaði fjölskyldunnar, þannig að ég ákvað að slá til.“ Nú hafa þær breytt búðinni alfarið í kvenfataverslun. Melkorka hefur svipaða sögu að segja. „Ég tók alltaf jólatörn hjá þeim frá því ég var á fyrsta ári í menntaskóla og þangað til að ég varð tvítug. Tæplega hálfu ári seinna opnuðu þeir búðina á Skólavörðustíg og báðu mig um að vinna þar. Það var aldrei í planinu að fara vinna hjá þeim fulla vinnu en ég er glöð að ég gerði það. Þetta er búið að vera skemmtilegt ævintýri að breyta versluninni í Kvenfataverzlun Kormáks og Skjaldar.“
Tíska og hönnun Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp