Sakaði Ástrali um njósnir Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 14. nóvember 2017 11:00 Pinto á æfingunni örlagaríku vísir/getty Ástralía og Hondúras eigast við í umspili um laust sæti á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi næsta sumar. Það er því mikið undir og hefur þjálfari Hondúras hagað sér eftir því, en hann sakaði Ástrali um njósnir. Lið Hondúras var við æfingar á ANZ vellinum í Sydney þar sem seinni umspilsviðureign liðanna fer fram á morgun, þegar dróni sást fljúga yfir völlinn. Tóku starfsmenn Hondúras þá myndband af drónanum og settu á Twitter, þar sem þeir sögðu „Ástralir njósna um æfingu Hondúras með dróna, sem olli leikmönnum og starfsliði miklu hugarangri.“AUSTRALIA espía entrenamiento oficial de #Honduras desde un dron; lo que ocasionó el malestar del equipo y delegación hondureña. pic.twitter.com/anCAgHtsMP — FENAFUTH (@FenafuthOrg) November 13, 2017 Ástralska knattspyrnusambandið notast við dróna við myndatökur á sínum eigin æfingum, en neitaði þessum ásökunum. Seinna kom í ljós að dróninn hafði verið eign barna sem voru við leik í almenningsgarði nálægt vellinum. Þjálfari Hondúras, Jorge Pinto, hefur þrátt fyrir það sakað Ástrali um njósnir. „Þetta atvik er vandræðalegt fyrir svona þróaða þjóð,“ sagði Pinto á blaðamannafundi. „Þegar Ástralirnir komu til Hondúras þá grandskoðuðu þeir hvert einasta herbergi á vellinum þar sem þeir æfðu og leituðu eftir hlerunarbúnaði.“ Þá hefur Pinto einnig haldið því fram að blaðamaður frá Hondúras hafi lekið upplýsingum um liðið til Ástrala. Fyrri leik liðanna lauk með markalausu jafntefli og því verða bæði lið að sækja til sigurs á morgun ætli þau sér til Rússlands. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Fleiri fréttir „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sjá meira
Ástralía og Hondúras eigast við í umspili um laust sæti á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi næsta sumar. Það er því mikið undir og hefur þjálfari Hondúras hagað sér eftir því, en hann sakaði Ástrali um njósnir. Lið Hondúras var við æfingar á ANZ vellinum í Sydney þar sem seinni umspilsviðureign liðanna fer fram á morgun, þegar dróni sást fljúga yfir völlinn. Tóku starfsmenn Hondúras þá myndband af drónanum og settu á Twitter, þar sem þeir sögðu „Ástralir njósna um æfingu Hondúras með dróna, sem olli leikmönnum og starfsliði miklu hugarangri.“AUSTRALIA espía entrenamiento oficial de #Honduras desde un dron; lo que ocasionó el malestar del equipo y delegación hondureña. pic.twitter.com/anCAgHtsMP — FENAFUTH (@FenafuthOrg) November 13, 2017 Ástralska knattspyrnusambandið notast við dróna við myndatökur á sínum eigin æfingum, en neitaði þessum ásökunum. Seinna kom í ljós að dróninn hafði verið eign barna sem voru við leik í almenningsgarði nálægt vellinum. Þjálfari Hondúras, Jorge Pinto, hefur þrátt fyrir það sakað Ástrali um njósnir. „Þetta atvik er vandræðalegt fyrir svona þróaða þjóð,“ sagði Pinto á blaðamannafundi. „Þegar Ástralirnir komu til Hondúras þá grandskoðuðu þeir hvert einasta herbergi á vellinum þar sem þeir æfðu og leituðu eftir hlerunarbúnaði.“ Þá hefur Pinto einnig haldið því fram að blaðamaður frá Hondúras hafi lekið upplýsingum um liðið til Ástrala. Fyrri leik liðanna lauk með markalausu jafntefli og því verða bæði lið að sækja til sigurs á morgun ætli þau sér til Rússlands.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Fleiri fréttir „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sjá meira