Víkingarnir á hraðri siglingu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. nóvember 2017 13:45 Case Keenum spilaði frábærlega fyrir Víkingana í gær. Vísir/Getty Íslandsvinirnir í Minnesota Vikings eru á hörkusiglingu í NFL-deildinni en liðið vann í gær sinn fimmta sigur í röð, í þetta sinn gegn sterku liði Washington Redskins á útivelli, 38-30. Víkingarnir hafa lent í skakkaföllum í haust, sérstaklega með stöðu leikstjórnanda en öllum að óvörum hefur Case Keenum leyst Sam Bradford af með miklum myndarskap. Keenum, sem þótti ekki spila vel með LA Rams í fyrra, skorðai fjögur snertimörk með því að kasta á fjóra mismunandi samherja. Keenum kláraði alls 21 sendingu í 29 tilraunum, samtals 304 jarda. Þar af greip Adam Thielen boltann átta sinnum, samtals 166 jarda, auk þess að skora eitt snertimark. Stærstu tíðindin í gær voru líklega þau að Teddy Bridgewater, fyrrum leikstjórandi Vikings, var í hóp í fyrsta sinn í meira en 400 daga eftir að hann varð fyrir alvarlegum hnémeiðslum á æfingu. Bridgewater réð ekki við tilfinningarnar og grét á hliðarlínunni eftir að þjóðsöngur Bandaríkjanna var spilaður fyrir leik. Minnesota Vikings trónir á toppi norðurriðils Þjóðardeildarinnar með sjö sigra. Philadelphia Eagles er með besta árangur deildarinnar með átta sigra en ernirnir voru í fríi þessa helgina. New Orleans Saints og LA Rams hafa einnig unnið sjö leiki í ár og unnu afar sannfærandi sigra í gær. Saints niðurlægði Buffalo Bills og LA Rams lenti ekki í vandræðum með Houston Texans. Þessi fjögur lið standa vel að vígi fyrir úrslitakeppnina en hörð samkeppni er framundan um tvö svokölluð Wild Card-sæti í Þjóðardeildinni.Adrian Clayborn reyndist Dak Prescott afar erfiður í gær.Vísir/GettyAtlanta Falcons gæti vel blandað sér í þá baráttu en liðið minnti á sig í gær með sannfærandi sigri á Dallas, 27-7. Dallas var án lykilmanna í sókn sem voru ýmist í banni eða meiddir og áttu ekki roð gegn öflugir vörn Atlanta. Þar fór Adrian Clayborn fremstur í flokki með sex leikstjórnendafellur. Aðeins einn leikmaður í sögu NFL-deildarinnar hefur verið með fleiri fellur í einum og sama leiknum. Í Ameríkudeildinni eru Pittsburgh Steelers og New England Patriots með besta árangurinn eða sjö sigra. Bæði unnu í gær - Pittsburgh lenti að vísu í basli með slakt lið Indianapolis Colts en vann að lokum sigur. Þá lentu meistararnir í Patriots í engum vandræðum með Denver Broncos í nótt. Þess má svo geta að San Francisco 49ers vann loksins sigur er liðið skellti lánlausu liði NY Giants, 31-21. Það þýðir að aðeins eitt lið er án sigurs í deildinni en Cleveland Browns hefur tapað öllum níu leikjum sínum til þessa. Tveir leikir verða að venju í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á sunnudag. Klukkan 18.00 mætast Minnesota Vikings og LA Rams en klukkan 21.25 verður leikur Oakland Raiders og New England Patriots sýndur.Hér má sjá svipmyndir úr öllum leikjum helgarinnar, á YouTube-rás NFL.Úrslit gærdagsins: New Orleans - Buffalo 47-10 Chicago - Green Bay 16-23 Detroit - Cleveland 38-24 Indianapolis - Pittsburgh 17-20 Jacksonville - LA Chargers 20-17 Tampa Bay - NY Jets 15-10 Tennessee - Cincinnati 24-20 Washington - Minnesota 30-38 LA Rams - Houston 33-27 Atlanta - Dallas 27-7 San Francisco - NY Giants 31-21 Denver - New England 16-41 NFL Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Meistararnir stungu af í seinni Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ Einkunnir Íslands: Albert og Sverrir Ingi með mörkin „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning Sjá meira
Íslandsvinirnir í Minnesota Vikings eru á hörkusiglingu í NFL-deildinni en liðið vann í gær sinn fimmta sigur í röð, í þetta sinn gegn sterku liði Washington Redskins á útivelli, 38-30. Víkingarnir hafa lent í skakkaföllum í haust, sérstaklega með stöðu leikstjórnanda en öllum að óvörum hefur Case Keenum leyst Sam Bradford af með miklum myndarskap. Keenum, sem þótti ekki spila vel með LA Rams í fyrra, skorðai fjögur snertimörk með því að kasta á fjóra mismunandi samherja. Keenum kláraði alls 21 sendingu í 29 tilraunum, samtals 304 jarda. Þar af greip Adam Thielen boltann átta sinnum, samtals 166 jarda, auk þess að skora eitt snertimark. Stærstu tíðindin í gær voru líklega þau að Teddy Bridgewater, fyrrum leikstjórandi Vikings, var í hóp í fyrsta sinn í meira en 400 daga eftir að hann varð fyrir alvarlegum hnémeiðslum á æfingu. Bridgewater réð ekki við tilfinningarnar og grét á hliðarlínunni eftir að þjóðsöngur Bandaríkjanna var spilaður fyrir leik. Minnesota Vikings trónir á toppi norðurriðils Þjóðardeildarinnar með sjö sigra. Philadelphia Eagles er með besta árangur deildarinnar með átta sigra en ernirnir voru í fríi þessa helgina. New Orleans Saints og LA Rams hafa einnig unnið sjö leiki í ár og unnu afar sannfærandi sigra í gær. Saints niðurlægði Buffalo Bills og LA Rams lenti ekki í vandræðum með Houston Texans. Þessi fjögur lið standa vel að vígi fyrir úrslitakeppnina en hörð samkeppni er framundan um tvö svokölluð Wild Card-sæti í Þjóðardeildinni.Adrian Clayborn reyndist Dak Prescott afar erfiður í gær.Vísir/GettyAtlanta Falcons gæti vel blandað sér í þá baráttu en liðið minnti á sig í gær með sannfærandi sigri á Dallas, 27-7. Dallas var án lykilmanna í sókn sem voru ýmist í banni eða meiddir og áttu ekki roð gegn öflugir vörn Atlanta. Þar fór Adrian Clayborn fremstur í flokki með sex leikstjórnendafellur. Aðeins einn leikmaður í sögu NFL-deildarinnar hefur verið með fleiri fellur í einum og sama leiknum. Í Ameríkudeildinni eru Pittsburgh Steelers og New England Patriots með besta árangurinn eða sjö sigra. Bæði unnu í gær - Pittsburgh lenti að vísu í basli með slakt lið Indianapolis Colts en vann að lokum sigur. Þá lentu meistararnir í Patriots í engum vandræðum með Denver Broncos í nótt. Þess má svo geta að San Francisco 49ers vann loksins sigur er liðið skellti lánlausu liði NY Giants, 31-21. Það þýðir að aðeins eitt lið er án sigurs í deildinni en Cleveland Browns hefur tapað öllum níu leikjum sínum til þessa. Tveir leikir verða að venju í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á sunnudag. Klukkan 18.00 mætast Minnesota Vikings og LA Rams en klukkan 21.25 verður leikur Oakland Raiders og New England Patriots sýndur.Hér má sjá svipmyndir úr öllum leikjum helgarinnar, á YouTube-rás NFL.Úrslit gærdagsins: New Orleans - Buffalo 47-10 Chicago - Green Bay 16-23 Detroit - Cleveland 38-24 Indianapolis - Pittsburgh 17-20 Jacksonville - LA Chargers 20-17 Tampa Bay - NY Jets 15-10 Tennessee - Cincinnati 24-20 Washington - Minnesota 30-38 LA Rams - Houston 33-27 Atlanta - Dallas 27-7 San Francisco - NY Giants 31-21 Denver - New England 16-41
NFL Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Meistararnir stungu af í seinni Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ Einkunnir Íslands: Albert og Sverrir Ingi með mörkin „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning Sjá meira