585 sænskar leikkonur stíga fram: „Við þegjum ekki lengur“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 10. nóvember 2017 15:10 Meðal þeirra sem skrifa undir bréfið eru Alexandra Rapaport, Sofia Helin og Lena Endre. Vísir/Getty/EPA 585 sænskar leikkonur hafa skrifað opið bréf þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni af hálfu yfirmanna sinna og kollega. Upphaflega skrifuðu 456 leikkonur undir bréfið sem birtist í Svenska dagbladet, en nú er talan komin upp í 585 samkvæmt frétt á vef SvD. Alice Bah Kuhnke, menningarmálaráðherra Svíþjóðar, hefur kallað stjórnendur stærstu leikhúsa Svíþjóðar á neyðarfund vegna málsins. Meðal þeirra sem skrifa undir bréfið eru leikkonurnar Sofie Helin, sem Íslendingar ættu að kannast við úr þáttunum Brúin, Alexandra Rapaport, Helena Bergström, Lia Boysen og Lena Endre. Reyndu að komast inn í hótelherbergi Í bréfinu lýsa konurnar ýmiss konar ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir allt frá áreitni til nauðgunar. Hvorki þolendur né gerendur eru nafngreindir. „Allt tökuliðið og leikararnir voru að gista á sama hóteli. Þegar ég sat ein seinna um kvöldið heyrði ég leikstjórann og leikarann sem lék eiginmann minn, tala um hver fengi mig fyrst. Ég varð hrædd og fór á herbergið mitt á fyrstu hæð. Allt kvöldið heyrði ég í þeim reyna að komast inn í herbergið mitt, bæði í gegnum hurðina og gluggann. Ég bað karlleikara, sem ég hafði aldrei hitt, að vernda mig. Hann gerði það og ég er honum ævinlega þakklát fyrir það,“ segir ein kona í nafnlausri frásögn. „Ég var í tökum með einum af stærstu stjörnum Svíþjóðar. Hann kom og fór eins og honum sýndist á tökustað, oft í vímu, drukkinn eða timbraður. Allt teymið beið eftir honum, klukkutímum og dögunum saman. Þegar hann loks lét sjá sig snerist allt um að halda honum í góðu skapi. Við áttum nokkrar viðkvæmar senur saman. Hann kunni aldrei textann sinn þannig að umsjónarmaður handrits þurfti að lesa þær fyrst, það var nær ómögulegt að klára verkið. Einn dag tók hann mig til hliðar. Hann sagði að ég hlyti að skilja að það væri ómögulegt fyrir hann að muna textann sinn þegar ég væri svo ótrúlega heit og allt sem hann gæti hugsað um var hvernig ég liti út nakin og hvað hann vildi gera við mig,“ segir önnur kona. Aðrar sögur lýsa kynferðislegri áreitni, reiðiköstum, einelti, hótunum og öðrum atvikum þar sem karlkyns samstarfsmenn fróuðu sér, sýndu á sér kynfærin eða létu kvenkyns meðleikkonur snerta sig. „Við þegjum ekki lengur,“ segja þær sem skrifa undir. „Við munum láta fólk axla ábyrgð og leyfa réttarkerfinu að vinna sitt verk í þeim tilvikum þar sem þess er þörf. Við munum skila skömminni til þeirra sem eiga hana skilið – til gerenda og þeirra sem verja þá.“ Ríkisstjórnin krefst breytinga Alice Bah Kuhnke, menningarmálaráðherra Svíþjóðar, hélt neyðarfund með yfirmönnum stærstu leikhúsa Svíþjóðar í gær. „Ég gerði þeim það ljóst hve alvarlega ríkisstjórnin lítur á þetta mál. Við krefjumst breytinga,“ sagði Kuhnke í viðtali við SvD eftir fundinn. „Ég var hneyksluð, fylltist viðbjóð og reiði,“ sagði Kuhnke aðspurð hvernig sögur kvennanna höfðu snert við henni. Þessar tæpu 600 leikkonur bætast í hóp kvenna sem hafa tjáð sig um kynferðislega áreitni í skemmtanabransanum að undanförnu. Hver karlmaðurinn á fætur öðrum hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni eftir að upp komst um brot framleiðandans Harvey Weinstein. Svíþjóð MeToo Bíó og sjónvarp Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Sjá meira
585 sænskar leikkonur hafa skrifað opið bréf þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni af hálfu yfirmanna sinna og kollega. Upphaflega skrifuðu 456 leikkonur undir bréfið sem birtist í Svenska dagbladet, en nú er talan komin upp í 585 samkvæmt frétt á vef SvD. Alice Bah Kuhnke, menningarmálaráðherra Svíþjóðar, hefur kallað stjórnendur stærstu leikhúsa Svíþjóðar á neyðarfund vegna málsins. Meðal þeirra sem skrifa undir bréfið eru leikkonurnar Sofie Helin, sem Íslendingar ættu að kannast við úr þáttunum Brúin, Alexandra Rapaport, Helena Bergström, Lia Boysen og Lena Endre. Reyndu að komast inn í hótelherbergi Í bréfinu lýsa konurnar ýmiss konar ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir allt frá áreitni til nauðgunar. Hvorki þolendur né gerendur eru nafngreindir. „Allt tökuliðið og leikararnir voru að gista á sama hóteli. Þegar ég sat ein seinna um kvöldið heyrði ég leikstjórann og leikarann sem lék eiginmann minn, tala um hver fengi mig fyrst. Ég varð hrædd og fór á herbergið mitt á fyrstu hæð. Allt kvöldið heyrði ég í þeim reyna að komast inn í herbergið mitt, bæði í gegnum hurðina og gluggann. Ég bað karlleikara, sem ég hafði aldrei hitt, að vernda mig. Hann gerði það og ég er honum ævinlega þakklát fyrir það,“ segir ein kona í nafnlausri frásögn. „Ég var í tökum með einum af stærstu stjörnum Svíþjóðar. Hann kom og fór eins og honum sýndist á tökustað, oft í vímu, drukkinn eða timbraður. Allt teymið beið eftir honum, klukkutímum og dögunum saman. Þegar hann loks lét sjá sig snerist allt um að halda honum í góðu skapi. Við áttum nokkrar viðkvæmar senur saman. Hann kunni aldrei textann sinn þannig að umsjónarmaður handrits þurfti að lesa þær fyrst, það var nær ómögulegt að klára verkið. Einn dag tók hann mig til hliðar. Hann sagði að ég hlyti að skilja að það væri ómögulegt fyrir hann að muna textann sinn þegar ég væri svo ótrúlega heit og allt sem hann gæti hugsað um var hvernig ég liti út nakin og hvað hann vildi gera við mig,“ segir önnur kona. Aðrar sögur lýsa kynferðislegri áreitni, reiðiköstum, einelti, hótunum og öðrum atvikum þar sem karlkyns samstarfsmenn fróuðu sér, sýndu á sér kynfærin eða létu kvenkyns meðleikkonur snerta sig. „Við þegjum ekki lengur,“ segja þær sem skrifa undir. „Við munum láta fólk axla ábyrgð og leyfa réttarkerfinu að vinna sitt verk í þeim tilvikum þar sem þess er þörf. Við munum skila skömminni til þeirra sem eiga hana skilið – til gerenda og þeirra sem verja þá.“ Ríkisstjórnin krefst breytinga Alice Bah Kuhnke, menningarmálaráðherra Svíþjóðar, hélt neyðarfund með yfirmönnum stærstu leikhúsa Svíþjóðar í gær. „Ég gerði þeim það ljóst hve alvarlega ríkisstjórnin lítur á þetta mál. Við krefjumst breytinga,“ sagði Kuhnke í viðtali við SvD eftir fundinn. „Ég var hneyksluð, fylltist viðbjóð og reiði,“ sagði Kuhnke aðspurð hvernig sögur kvennanna höfðu snert við henni. Þessar tæpu 600 leikkonur bætast í hóp kvenna sem hafa tjáð sig um kynferðislega áreitni í skemmtanabransanum að undanförnu. Hver karlmaðurinn á fætur öðrum hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni eftir að upp komst um brot framleiðandans Harvey Weinstein.
Svíþjóð MeToo Bíó og sjónvarp Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Sjá meira