Amerískar pönnukökur í stöflum í heil 20 ár Stefán Þór Hjartarson skrifar 10. nóvember 2017 09:15 Grái kötturinn er á besta aldri þó að útidyrahurðin sé orðin öldungur. Í dag verður morgunverðarstaðurinn Grái kötturinn 20 ára. Af því tilefni verður boðið í afmælispönnukökupartí þar sem hægt verður að fá stafla af pönnukökum á 20 ára gömlu verði eða 500 krónur. Ekki nóg með það að staðurinn sé 20 ára heldur er útidyrahurðin að staðnum 90 ára. Það er því sannarlega tilefni til að fagna í dag. Þegar staðurinn var opnaður árið 1997 var ekki vanalegt að bjóða upp á matseðil eins og þá var í boði, og hefur verið í boði nánast óbreyttur síðan þá. „Grái kötturinn var stofnaður af hjónunum Jóni Óskari og Huldu Hákon. Þau höfðu verið í listnámi í Brooklyn, New York en þegar þau komu heim fannst þeim vanta þennan ameríska morgunmat sem þau voru svo hrifin af í Bandaríkjunum. Þau fengu húsnæði og opnuðu þá þennan stað, meðal annars til að svala eigin þörf fyrir bandarískan morgunmat,“ segir Ásmundur Helgason hlæjandi um það hvernig þetta byrjaði allt saman og hvaðan hugmyndin um að afgreiða amerískar pönnukökur hafi komið, en hann ásamt Elínu Ragnarsdóttur, konu sinni, er núverandi eigandi Gráa kattarins. „Friðrik Weisshappel hjálpaði þeim við að hanna staðinn að innan og það er mikið af listaverkum eftir þau á veggjunum. Staðurinn hefur svo bara gengið vel í þessi 20 ár og matseðilinn haldist nánast óbreyttur. Svo í sumar fannst þeim Jóni Óskari og Huldu vera komið nóg hjá þeim og við hjónin fréttum af því, þau eru vinafólk okkar, þannig að þetta endaði með að við keyptum staðinn í júlí. Það gengur bara afskaplega vel.“Það er glæsilegt um að litast inn á Gráa kettinum og listaverk á veggjum eftir stofendur staðarins.Nafn staðarins er bæði dregið af kettinum Jósteini sem flatmagaði á ofni í vinnustofu Sigmars Ó. Maríussonar sem var áður með verslun í húsnæðinu sem Grái kötturinn er í og einnig orðatiltækinu, sem snýr að fastagestum – en fastagestir hafa einmitt einkennt staðinn í þessi 20 ár og er til að mynda pönnukökuuppskriftin þróuð með hjálp frá einum slíkum; tónskáldinu Leifi Þórarinssyni. Hann mætti daglega snemma á morgnana og kom með athugasemdir um pönnukökurnar, uppáhaldsréttinn sinn, þangað til að þær urðu smátt og smátt eins og þær eru. Valdimar Tómasson ljóðskáld var líka fyrsti gestur staðarins, og sá eini fyrsta daginn. Hann sat í þann klukkutíma sem staðurinn var opinn þann daginn og drakk malt. „Við ætlum að halda upp á afmælið í dag. Það verður stafli af „pönnsum“ með sírópi og smjöri auðvitað á fimmhundruð kall. Þannig að þú getur fengið pönnukökur og kaffi fyrir þúsund kall. Það verður líka allur matseðillinn í boði og við ætlum að hafa opið á meðan fólk mætir,“ segir Ásmundur en Grái kötturinn er opnaður klukkan 7.30. Matur Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Laufey á lista Obama Lífið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Fleiri fréttir Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Sjá meira
Í dag verður morgunverðarstaðurinn Grái kötturinn 20 ára. Af því tilefni verður boðið í afmælispönnukökupartí þar sem hægt verður að fá stafla af pönnukökum á 20 ára gömlu verði eða 500 krónur. Ekki nóg með það að staðurinn sé 20 ára heldur er útidyrahurðin að staðnum 90 ára. Það er því sannarlega tilefni til að fagna í dag. Þegar staðurinn var opnaður árið 1997 var ekki vanalegt að bjóða upp á matseðil eins og þá var í boði, og hefur verið í boði nánast óbreyttur síðan þá. „Grái kötturinn var stofnaður af hjónunum Jóni Óskari og Huldu Hákon. Þau höfðu verið í listnámi í Brooklyn, New York en þegar þau komu heim fannst þeim vanta þennan ameríska morgunmat sem þau voru svo hrifin af í Bandaríkjunum. Þau fengu húsnæði og opnuðu þá þennan stað, meðal annars til að svala eigin þörf fyrir bandarískan morgunmat,“ segir Ásmundur Helgason hlæjandi um það hvernig þetta byrjaði allt saman og hvaðan hugmyndin um að afgreiða amerískar pönnukökur hafi komið, en hann ásamt Elínu Ragnarsdóttur, konu sinni, er núverandi eigandi Gráa kattarins. „Friðrik Weisshappel hjálpaði þeim við að hanna staðinn að innan og það er mikið af listaverkum eftir þau á veggjunum. Staðurinn hefur svo bara gengið vel í þessi 20 ár og matseðilinn haldist nánast óbreyttur. Svo í sumar fannst þeim Jóni Óskari og Huldu vera komið nóg hjá þeim og við hjónin fréttum af því, þau eru vinafólk okkar, þannig að þetta endaði með að við keyptum staðinn í júlí. Það gengur bara afskaplega vel.“Það er glæsilegt um að litast inn á Gráa kettinum og listaverk á veggjum eftir stofendur staðarins.Nafn staðarins er bæði dregið af kettinum Jósteini sem flatmagaði á ofni í vinnustofu Sigmars Ó. Maríussonar sem var áður með verslun í húsnæðinu sem Grái kötturinn er í og einnig orðatiltækinu, sem snýr að fastagestum – en fastagestir hafa einmitt einkennt staðinn í þessi 20 ár og er til að mynda pönnukökuuppskriftin þróuð með hjálp frá einum slíkum; tónskáldinu Leifi Þórarinssyni. Hann mætti daglega snemma á morgnana og kom með athugasemdir um pönnukökurnar, uppáhaldsréttinn sinn, þangað til að þær urðu smátt og smátt eins og þær eru. Valdimar Tómasson ljóðskáld var líka fyrsti gestur staðarins, og sá eini fyrsta daginn. Hann sat í þann klukkutíma sem staðurinn var opinn þann daginn og drakk malt. „Við ætlum að halda upp á afmælið í dag. Það verður stafli af „pönnsum“ með sírópi og smjöri auðvitað á fimmhundruð kall. Þannig að þú getur fengið pönnukökur og kaffi fyrir þúsund kall. Það verður líka allur matseðillinn í boði og við ætlum að hafa opið á meðan fólk mætir,“ segir Ásmundur en Grái kötturinn er opnaður klukkan 7.30.
Matur Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Laufey á lista Obama Lífið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Fleiri fréttir Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Sjá meira