Fær martraðir um að vera kominn aftur til Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 24. nóvember 2017 15:08 Oh á hlaupum í átt að landamærum Suður-Kóreu. Vísir/EPA Hermaðurinn sem flúði frá Norður-Kóreu til Suður-Kóreu fær martraðir um að hann sé kominn aftur til einræðisríkisins. Skurðlæknir hermannsins segir hann vera þöglan og indælan. Þar að auki séu CSI-þættirnir í miklu uppáhaldi hjá honum. Hermaðurinn er 24 ára gamall og ber hann fjölskyldunafnið Oh. Hann hefur nú verið fluttur af gjörgæslu en félagar hans í her Norður-Kóreu skutu hann fimm sinnum þegar hann hljóp yfir landamærin. Skurðlæknirinn John Cook-Jong Lee hefur annast Oh og er hann einn af örfáum sem hafa fengið að ræða við hann.Sjá einnig: Birtu myndband af flótta hermannsins frá Norður-KóreuÞað hefur tekið nokkra daga að fjarlægja brot úr byssukúlum úr líkama Oh og að laga rifin líffæri hans. Þar að auki var hann með berkla, lifrarbólgu B og hringorma þegar hann flúði. Það hefur gert meðferð hans erfiðari. Lee segir Oh vera mjög sterkan mann. Oh var fluttur á sjúkrahús með þyrlu og var hann við dauðans dyr þegar þangað var komið. Læknar hersins höfðu þá stungið nál í brjóst Oh til þess að bregðast við samanföllnu lunga og var hann með miklar innvortis blæðingar. Tvær umfangsmiklar skurðaðgerðir þurfti til að fjarlægja kúlurnar sjálfar og til þess að loka skotsárum. Á meðan á aðgerðunum stóð dældu læknarnir tólf lítrum af blóði í Oh.Grafa skurð á landamærunum Bandarískur erindreki í Suður-Kóreu var staddur á sameiginlegu öryggissvæði Norður- og Suður-Kóreu, þar sem Oh hljóp yfir landamærin, í fyrradag og sá hann menn grafa skurð norðan megin við landamærin. BBC segir tvo möguleika koma til greina varðandi tilgang skurðarins. Annar sé að koma í veg fyrir frekari flótta yfir landamærin á þessum stað. Oh er þó einungis talinn vera þriðji maðurinn sem kemst yfir landamærin á þessum stað. Hinn möguleikinn er að skurðinum sé ætlað að gera hermönnum Norður-Kóreu auðveldara að átta sig á því hvar landamærin séu. Einn landamæravarðanna hljóp yfir landamærin, að virðist fyrir slysni, á eftir Oh. Fregnir hafa borist af því að Norður-Kórea hafi skipt út öllum landamæravörðunum á sameiginlega öryggissvæðinu eftir flótta Oh.pic.twitter.com/5EbQgJMvSD— Marc Knapper (@MarcKnapper) November 23, 2017 Norður-Kórea Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Sjá meira
Hermaðurinn sem flúði frá Norður-Kóreu til Suður-Kóreu fær martraðir um að hann sé kominn aftur til einræðisríkisins. Skurðlæknir hermannsins segir hann vera þöglan og indælan. Þar að auki séu CSI-þættirnir í miklu uppáhaldi hjá honum. Hermaðurinn er 24 ára gamall og ber hann fjölskyldunafnið Oh. Hann hefur nú verið fluttur af gjörgæslu en félagar hans í her Norður-Kóreu skutu hann fimm sinnum þegar hann hljóp yfir landamærin. Skurðlæknirinn John Cook-Jong Lee hefur annast Oh og er hann einn af örfáum sem hafa fengið að ræða við hann.Sjá einnig: Birtu myndband af flótta hermannsins frá Norður-KóreuÞað hefur tekið nokkra daga að fjarlægja brot úr byssukúlum úr líkama Oh og að laga rifin líffæri hans. Þar að auki var hann með berkla, lifrarbólgu B og hringorma þegar hann flúði. Það hefur gert meðferð hans erfiðari. Lee segir Oh vera mjög sterkan mann. Oh var fluttur á sjúkrahús með þyrlu og var hann við dauðans dyr þegar þangað var komið. Læknar hersins höfðu þá stungið nál í brjóst Oh til þess að bregðast við samanföllnu lunga og var hann með miklar innvortis blæðingar. Tvær umfangsmiklar skurðaðgerðir þurfti til að fjarlægja kúlurnar sjálfar og til þess að loka skotsárum. Á meðan á aðgerðunum stóð dældu læknarnir tólf lítrum af blóði í Oh.Grafa skurð á landamærunum Bandarískur erindreki í Suður-Kóreu var staddur á sameiginlegu öryggissvæði Norður- og Suður-Kóreu, þar sem Oh hljóp yfir landamærin, í fyrradag og sá hann menn grafa skurð norðan megin við landamærin. BBC segir tvo möguleika koma til greina varðandi tilgang skurðarins. Annar sé að koma í veg fyrir frekari flótta yfir landamærin á þessum stað. Oh er þó einungis talinn vera þriðji maðurinn sem kemst yfir landamærin á þessum stað. Hinn möguleikinn er að skurðinum sé ætlað að gera hermönnum Norður-Kóreu auðveldara að átta sig á því hvar landamærin séu. Einn landamæravarðanna hljóp yfir landamærin, að virðist fyrir slysni, á eftir Oh. Fregnir hafa borist af því að Norður-Kórea hafi skipt út öllum landamæravörðunum á sameiginlega öryggissvæðinu eftir flótta Oh.pic.twitter.com/5EbQgJMvSD— Marc Knapper (@MarcKnapper) November 23, 2017
Norður-Kórea Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Sjá meira