Logi Ólafs: Minni félögin finna leikmenn og ala þá upp og svo koma þau stóru og taka þá Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. nóvember 2017 18:45 Logi Ólafsson þarf að finna sér annan framherja. vísir/stefán Logi Ólafsson, þjálfari Pepsi-deildarliðs Víkings, svo gott sem staðfesti frétt Vísis frá því í byrjun mánaðar um að framherjinn Geoffrey Castillion væri á leið í FH þegar að hann ræddi við Akraborgina í gær. Þjálfarinn skemmtilegi var í viðtali um komu Sölva Geirs Ottesen til Víkings en var spurður út málefni Castillion sem skoraði ellefu mörk í 16 leikjum fyrir Fossvogsliðið í sumar. „Hann er með útrunninn samning við okkur og eftir því sem mér skilst er hann að fara til Hafnarfjarðar [FH, innsk. blm],“ segir Logi. Castillion var einn besti framherji Pepsi-deildarinnar á síðustu leiktíð en hann kom til Íslands til að ná aftur fótfestu á sínum ferli og fór á kostum þrátt fyrir að meiðast í þriðju umferð. Logi er eðlilega sár að vera að missa svona góðan leikmann en þetta er eitthvað sem minni félögin þurfa oft að glíma við. „Þetta er svona gömul saga og ný að þessi minni félög finna mennina og ala þá upp og svo koma hin [stærri félögin, innsk. blm] og kaupa þá - eða taka þá öllu heldur,“ segir Logi en Castillion var samningslaus og frjáls ferða sinna. „Víkingur fær ekki neitt fyrir það en svona er þetta. Hann var með lausan samning og var að leita fyrir sér.“ „Svona er þetta bara. Menn bíta á agnið þegar verið er að bjóða upp á að komast í Evrópukeppni og það ætla allir að berjast um titla. Það eru allar þessar setningar sem koma. Við reyndum en ég held að hann sé að fara í Hafnarfjörð, án þess að ég viti það,“ segir Logi Ólafsson. Viðtalið við Loga má heyra hér að neðan en umræðan um Castillion hefst á 4:30. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sölvi aftur orðinn Víkingur Sölvi Geir Ottesen er genginn í raðir Víkings R. og hefur skrifað undir þriggja ára samning við félagið. 22. nóvember 2017 12:37 Sölvi býr við hliðina á Víkinni: „Ég vildi alltaf fara í Víking“ Sölvi Geir Ottesen skrifaði í gær undir þriggja ára samning við Víking en hann lék síðast með félaginu fyrir rúmum þrettán árum. 23. nóvember 2017 06:00 Castillion á leið til FH Samkvæmt heimildum Vísis er Geoffrey Castillion, framherji Víkings R., á leið til FH. 3. nóvember 2017 20:37 Sölvi Geir kveður atvinnumennskuna með þessari mynd | Einn sá eftirsóttasti í vetur Sölvi Geir Ottesen mun að öllum líkindum spila í Pepsi-deildinni næsta sumar. Hann hefur í það minnsta gefið það út að hann sé á heimleið. 7. nóvember 2017 17:15 Vil sýna að ég get enn spilað Sölvi Geir Ottesen, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, er kominn heim og ætlar að ljúka ferlinum með því að spila í Pepsi-deildinni. Hann segist sáttur við atvinnumannsferilinn en hann eigi enn nóg inni. 10. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Sjá meira
Logi Ólafsson, þjálfari Pepsi-deildarliðs Víkings, svo gott sem staðfesti frétt Vísis frá því í byrjun mánaðar um að framherjinn Geoffrey Castillion væri á leið í FH þegar að hann ræddi við Akraborgina í gær. Þjálfarinn skemmtilegi var í viðtali um komu Sölva Geirs Ottesen til Víkings en var spurður út málefni Castillion sem skoraði ellefu mörk í 16 leikjum fyrir Fossvogsliðið í sumar. „Hann er með útrunninn samning við okkur og eftir því sem mér skilst er hann að fara til Hafnarfjarðar [FH, innsk. blm],“ segir Logi. Castillion var einn besti framherji Pepsi-deildarinnar á síðustu leiktíð en hann kom til Íslands til að ná aftur fótfestu á sínum ferli og fór á kostum þrátt fyrir að meiðast í þriðju umferð. Logi er eðlilega sár að vera að missa svona góðan leikmann en þetta er eitthvað sem minni félögin þurfa oft að glíma við. „Þetta er svona gömul saga og ný að þessi minni félög finna mennina og ala þá upp og svo koma hin [stærri félögin, innsk. blm] og kaupa þá - eða taka þá öllu heldur,“ segir Logi en Castillion var samningslaus og frjáls ferða sinna. „Víkingur fær ekki neitt fyrir það en svona er þetta. Hann var með lausan samning og var að leita fyrir sér.“ „Svona er þetta bara. Menn bíta á agnið þegar verið er að bjóða upp á að komast í Evrópukeppni og það ætla allir að berjast um titla. Það eru allar þessar setningar sem koma. Við reyndum en ég held að hann sé að fara í Hafnarfjörð, án þess að ég viti það,“ segir Logi Ólafsson. Viðtalið við Loga má heyra hér að neðan en umræðan um Castillion hefst á 4:30.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sölvi aftur orðinn Víkingur Sölvi Geir Ottesen er genginn í raðir Víkings R. og hefur skrifað undir þriggja ára samning við félagið. 22. nóvember 2017 12:37 Sölvi býr við hliðina á Víkinni: „Ég vildi alltaf fara í Víking“ Sölvi Geir Ottesen skrifaði í gær undir þriggja ára samning við Víking en hann lék síðast með félaginu fyrir rúmum þrettán árum. 23. nóvember 2017 06:00 Castillion á leið til FH Samkvæmt heimildum Vísis er Geoffrey Castillion, framherji Víkings R., á leið til FH. 3. nóvember 2017 20:37 Sölvi Geir kveður atvinnumennskuna með þessari mynd | Einn sá eftirsóttasti í vetur Sölvi Geir Ottesen mun að öllum líkindum spila í Pepsi-deildinni næsta sumar. Hann hefur í það minnsta gefið það út að hann sé á heimleið. 7. nóvember 2017 17:15 Vil sýna að ég get enn spilað Sölvi Geir Ottesen, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, er kominn heim og ætlar að ljúka ferlinum með því að spila í Pepsi-deildinni. Hann segist sáttur við atvinnumannsferilinn en hann eigi enn nóg inni. 10. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Sjá meira
Sölvi aftur orðinn Víkingur Sölvi Geir Ottesen er genginn í raðir Víkings R. og hefur skrifað undir þriggja ára samning við félagið. 22. nóvember 2017 12:37
Sölvi býr við hliðina á Víkinni: „Ég vildi alltaf fara í Víking“ Sölvi Geir Ottesen skrifaði í gær undir þriggja ára samning við Víking en hann lék síðast með félaginu fyrir rúmum þrettán árum. 23. nóvember 2017 06:00
Castillion á leið til FH Samkvæmt heimildum Vísis er Geoffrey Castillion, framherji Víkings R., á leið til FH. 3. nóvember 2017 20:37
Sölvi Geir kveður atvinnumennskuna með þessari mynd | Einn sá eftirsóttasti í vetur Sölvi Geir Ottesen mun að öllum líkindum spila í Pepsi-deildinni næsta sumar. Hann hefur í það minnsta gefið það út að hann sé á heimleið. 7. nóvember 2017 17:15
Vil sýna að ég get enn spilað Sölvi Geir Ottesen, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, er kominn heim og ætlar að ljúka ferlinum með því að spila í Pepsi-deildinni. Hann segist sáttur við atvinnumannsferilinn en hann eigi enn nóg inni. 10. nóvember 2017 06:00
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn