Nærri fjörutíu ára valdaskeið nú á enda Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. nóvember 2017 07:00 Starfsmenn þingsins glöddust þegar mynd af Mugabe var tekin niður af vegg í þingsalnum. Nordicphotos/AFP Robert Mugabe sagði af sér forsetaembætti í gær. Hann hafði verið við völd allt frá því hann tilkynnti um að nafni ríkisins Ródesíu skyldi breytt í Simbabve árið 1980. Mugabe varð forsætisráðherra en við stjórnarskrárbreytingar árið 1987 var forsetaembætti stofnað og settist Mugabe í stólinn. Þar sat hann þangað til í gær. Ekki er líklegt að Mugabe hyggi á endurkomu í stjórnmálin, enda 93 ára gamall. Þessari nærri fjögurra áratuga valdatíð Simbabvemannsins lauk í raun í síðustu viku þegar herinn tók völdin í landinu og hneppti Mugabe í stofufangelsi. Ljóst var að Mugabe yrði skipt út og var þrýstingurinn á forsetann fráfarandi mikill. Ástæðan fyrir aðgerðum hersins er talin ákvörðun Mugabe um að reka varaforsetann Emmerson Mnangagwa úr embætti. Sá þótti líklegur eftirmaður forsetans en Grace Mugabe forsetafrú sóttist einnig eftir forsetastólnum. Simbabveska þingið kom saman í gær og ræddi embættissviptingartillögu og ákæru á hendur Mugabe. En umræðunni um tillöguna var hætt þegar þingforsetinn Jacob Mudenda las bréf sem barst óvænt frá forseta. Þar tilkynnti Mugabe um afsögn sína, sagði ákvörðunina tekna af frjálsum vilja og að hún væri nauðsynleg svo hægt væri að skipta um stjórn með friðsamlegum hætti. Áður hafði Mugabe neitað að segja af sér. Mudenda sagði jafnframt að tilkynnt yrði um nýjan forseta á morgun. Talið er næstum öruggt að sá verði Mnangagwa. Miðað við myndir og myndskeið sem birtust af augnablikinu sem Mudenda las bréfið var meginþorri þingmanna kampakátur. Óhætt er að segja að fagnaðarlæti hafi brotist út á þinginu en yfirgnæfandi meirihluti var talinn fyrir embættissviptingartillögunni. Um það voru þingmenn stjórnarandstöðu og þingmenn ríkisstjórnarflokksins, og flokks Mugabe, Zanu-PF, flestir sammála. Á meðan heimspressan fjallaði um afsögnina og viðbrögð þingsins sýndi simbabveska ríkissjónvarpið, ZBC, þátt um landbúnað. Ríkisblaðið Herald var þó sneggra að greina frá fréttunum á vefsíðu sinni, en miðillinn þykir afar hliðhollur Zanu-PF. „Umræðurnar eru skyndilega hættar og nú lýsir þingforsetinn því yfir að þeim verði ekki haldið áfram. Hann segir að Mugabe forseti hafi sagt af sér. Fagnaðarlæti brjótast út í salnum og þingforsetinn á erfitt með að hafa hemil á viðstöddum,“ sagði í beinni lýsingu Herald. Þingmenn báru þungar sakir á Mugabe þegar rætt var um tillöguna. Monica Mutsvangwa, fyrsti flutningsmaður tillögunnar og þingmaður Zanu-PF, sagði að Mugabe væri orðinn gamall og að teyma þyrfti hann í gegnum hin ýmsu verk. Því væri hann ekki lengur hæfur til að gegna embættinu. Mutsvangwa sagði jafnframt að Mugabe hefði ekkert gert til að stemma stigu við spillingu í Simbabve. Í tillögunni sjálfri var Mugabe sagður hafa látið eiginkonu sína um störf forseta, til að mynda hafi henni verið leyft að skipa ráðherra. Var Mugabe sakaður um alvarleg afglöp í starfi, brot gegn stjórnarskránni og vanhæfi til að gegna starfi forseta sökum líkamlegs eða andlegs ástands. Ekki voru þó allir ósáttir við Mugabe. Ráðherra framhaldsmenntunar hjá menntamálaráðuneytinu, Jonathan Moyo, tísti eftirfarandi skilaboðum til fylgjenda sinna: „Það mun aldrei neinn líkjast félaga Robert Mugabe. Ég er þakklátur fyrir það tækifæri að hafa fengið að þjóna landi mínu undir leiðsögn hans. Ég er stoltur af því að hafa staðið með þessum stórkostlega leiðtoga á þessum erfiðu lokadögum forsetatíðar hans.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
Robert Mugabe sagði af sér forsetaembætti í gær. Hann hafði verið við völd allt frá því hann tilkynnti um að nafni ríkisins Ródesíu skyldi breytt í Simbabve árið 1980. Mugabe varð forsætisráðherra en við stjórnarskrárbreytingar árið 1987 var forsetaembætti stofnað og settist Mugabe í stólinn. Þar sat hann þangað til í gær. Ekki er líklegt að Mugabe hyggi á endurkomu í stjórnmálin, enda 93 ára gamall. Þessari nærri fjögurra áratuga valdatíð Simbabvemannsins lauk í raun í síðustu viku þegar herinn tók völdin í landinu og hneppti Mugabe í stofufangelsi. Ljóst var að Mugabe yrði skipt út og var þrýstingurinn á forsetann fráfarandi mikill. Ástæðan fyrir aðgerðum hersins er talin ákvörðun Mugabe um að reka varaforsetann Emmerson Mnangagwa úr embætti. Sá þótti líklegur eftirmaður forsetans en Grace Mugabe forsetafrú sóttist einnig eftir forsetastólnum. Simbabveska þingið kom saman í gær og ræddi embættissviptingartillögu og ákæru á hendur Mugabe. En umræðunni um tillöguna var hætt þegar þingforsetinn Jacob Mudenda las bréf sem barst óvænt frá forseta. Þar tilkynnti Mugabe um afsögn sína, sagði ákvörðunina tekna af frjálsum vilja og að hún væri nauðsynleg svo hægt væri að skipta um stjórn með friðsamlegum hætti. Áður hafði Mugabe neitað að segja af sér. Mudenda sagði jafnframt að tilkynnt yrði um nýjan forseta á morgun. Talið er næstum öruggt að sá verði Mnangagwa. Miðað við myndir og myndskeið sem birtust af augnablikinu sem Mudenda las bréfið var meginþorri þingmanna kampakátur. Óhætt er að segja að fagnaðarlæti hafi brotist út á þinginu en yfirgnæfandi meirihluti var talinn fyrir embættissviptingartillögunni. Um það voru þingmenn stjórnarandstöðu og þingmenn ríkisstjórnarflokksins, og flokks Mugabe, Zanu-PF, flestir sammála. Á meðan heimspressan fjallaði um afsögnina og viðbrögð þingsins sýndi simbabveska ríkissjónvarpið, ZBC, þátt um landbúnað. Ríkisblaðið Herald var þó sneggra að greina frá fréttunum á vefsíðu sinni, en miðillinn þykir afar hliðhollur Zanu-PF. „Umræðurnar eru skyndilega hættar og nú lýsir þingforsetinn því yfir að þeim verði ekki haldið áfram. Hann segir að Mugabe forseti hafi sagt af sér. Fagnaðarlæti brjótast út í salnum og þingforsetinn á erfitt með að hafa hemil á viðstöddum,“ sagði í beinni lýsingu Herald. Þingmenn báru þungar sakir á Mugabe þegar rætt var um tillöguna. Monica Mutsvangwa, fyrsti flutningsmaður tillögunnar og þingmaður Zanu-PF, sagði að Mugabe væri orðinn gamall og að teyma þyrfti hann í gegnum hin ýmsu verk. Því væri hann ekki lengur hæfur til að gegna embættinu. Mutsvangwa sagði jafnframt að Mugabe hefði ekkert gert til að stemma stigu við spillingu í Simbabve. Í tillögunni sjálfri var Mugabe sagður hafa látið eiginkonu sína um störf forseta, til að mynda hafi henni verið leyft að skipa ráðherra. Var Mugabe sakaður um alvarleg afglöp í starfi, brot gegn stjórnarskránni og vanhæfi til að gegna starfi forseta sökum líkamlegs eða andlegs ástands. Ekki voru þó allir ósáttir við Mugabe. Ráðherra framhaldsmenntunar hjá menntamálaráðuneytinu, Jonathan Moyo, tísti eftirfarandi skilaboðum til fylgjenda sinna: „Það mun aldrei neinn líkjast félaga Robert Mugabe. Ég er þakklátur fyrir það tækifæri að hafa fengið að þjóna landi mínu undir leiðsögn hans. Ég er stoltur af því að hafa staðið með þessum stórkostlega leiðtoga á þessum erfiðu lokadögum forsetatíðar hans.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira