"Ekki einu sinni reyna að ljúga að þér að þú munir ekki sukka yfir hátíðarnar” Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 20. nóvember 2017 19:30 Sölvi Fannar stundar mikla og stranga líkamsrækt. Mynd/Úr einkasafni „Flestir missa tökin á mataræðinu, þá sérstaklega yfir hátíðarnar,“ segir heilsuræktargúrúinn, leikarinn og heimspekingurinn Sölvi Fannar. Hann er þekktur fyrir að hugsa vel um líkama sinn og gefur lesendum Vísis heilsuráðgjöf í aðdraganda jólahátíðarinnar. „Ekki einu sinni reyna að ljúga að þér að þú munir ekki sukka yfir hátíðarnar þegar þú veist innst inni að þú munt gera það,“ segir Sölvi og bendir fólki á að það sé ekki of seint að grípa í taumana til að undirbúa sig fyrir jólahaldið. „Þegar það gerist höfum við tvo valkosti. Annar þeirra felst í því að við getum reynt að undirbúa okkur fyrirfram svo við eigum einhverja innistæðu þegar að skuldadögum kemur. Það gerum við einna helst með því að auka brennslu líkamans,“ segir Sölvi og heldur áfram. „Einfaldasta leiðin til þess er að borða fleiri en smærri máltíðir yfir daginn sem veldur aukinni brennslu en við getum einnig stundað einhverskonar líkamsrækt. Að sjálfsögðu er ekki verra að bæta hóflegri líkamsræktariðkun við hátíðarstemmninguna sjálfa. Þar fyrir utan halda streitulosun og góður svefn okkur í mun betra jafnvægi á sál og líkama.“ Sölvi gefur ræktinni þumal upp.Mynd / Úr einkasafni Lífið er núna Sölvi er ekki hrifinn af hinum valkostinum sem er í boði að hans sögn. „Hin leiðin er að segja bara skíttmeð'a og trúa því sem margir segja að 80% af þyngdinni sem við bætum á okkur yfir hátíðarnar er “bara” vatn og taka svo svo því sem koma skal.“ Sölvi hlakkar til jólanna og ætlar að njóta þeirra með sínum nánustu. „Við vitum auðvitað aldrei hvað morgundagurinn ber í skauti sér og því er um að gera að njóta þess sem við höfum á meðan við höfum það. Lífið er núna - Gleðileg jól.“ Áður en blaðamaður kveður Sölva býður hann uppá innblástur í formi brots úr ljóðinu Jól eftir frænda sinn, skáldið Stein Steinarr „Og ger þú nú snjallræði nokkurt, svo fólkið finni í fordæmi þínu hygginn og slóttugan mann: Með kurteisum svip skaltu kveikja í stofunni þinni, og kauptu svo sóknarprestinn og éttu hann.“ Heilsa Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
„Flestir missa tökin á mataræðinu, þá sérstaklega yfir hátíðarnar,“ segir heilsuræktargúrúinn, leikarinn og heimspekingurinn Sölvi Fannar. Hann er þekktur fyrir að hugsa vel um líkama sinn og gefur lesendum Vísis heilsuráðgjöf í aðdraganda jólahátíðarinnar. „Ekki einu sinni reyna að ljúga að þér að þú munir ekki sukka yfir hátíðarnar þegar þú veist innst inni að þú munt gera það,“ segir Sölvi og bendir fólki á að það sé ekki of seint að grípa í taumana til að undirbúa sig fyrir jólahaldið. „Þegar það gerist höfum við tvo valkosti. Annar þeirra felst í því að við getum reynt að undirbúa okkur fyrirfram svo við eigum einhverja innistæðu þegar að skuldadögum kemur. Það gerum við einna helst með því að auka brennslu líkamans,“ segir Sölvi og heldur áfram. „Einfaldasta leiðin til þess er að borða fleiri en smærri máltíðir yfir daginn sem veldur aukinni brennslu en við getum einnig stundað einhverskonar líkamsrækt. Að sjálfsögðu er ekki verra að bæta hóflegri líkamsræktariðkun við hátíðarstemmninguna sjálfa. Þar fyrir utan halda streitulosun og góður svefn okkur í mun betra jafnvægi á sál og líkama.“ Sölvi gefur ræktinni þumal upp.Mynd / Úr einkasafni Lífið er núna Sölvi er ekki hrifinn af hinum valkostinum sem er í boði að hans sögn. „Hin leiðin er að segja bara skíttmeð'a og trúa því sem margir segja að 80% af þyngdinni sem við bætum á okkur yfir hátíðarnar er “bara” vatn og taka svo svo því sem koma skal.“ Sölvi hlakkar til jólanna og ætlar að njóta þeirra með sínum nánustu. „Við vitum auðvitað aldrei hvað morgundagurinn ber í skauti sér og því er um að gera að njóta þess sem við höfum á meðan við höfum það. Lífið er núna - Gleðileg jól.“ Áður en blaðamaður kveður Sölva býður hann uppá innblástur í formi brots úr ljóðinu Jól eftir frænda sinn, skáldið Stein Steinarr „Og ger þú nú snjallræði nokkurt, svo fólkið finni í fordæmi þínu hygginn og slóttugan mann: Með kurteisum svip skaltu kveikja í stofunni þinni, og kauptu svo sóknarprestinn og éttu hann.“
Heilsa Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp