Ekkert um okkur án okkar Jökull Ingi Þorvaldsson skrifar 20. nóvember 2017 07:00 Fullorðið fólk telur sig of oft vita hvað er börnum fyrir bestu og hvað þau vilja, frekar en þau sjálf. Færni barna til þess að ákveða sjálf hvað þau vilja er stórlega vanmetin og raddir barna eru alltof oft hunsaðar í málum sem varða þau í okkar samfélagi. Við viljum öll gera það sem er börnum fyrir bestu. Greiðasta og áhrifaríkasta leiðin til þess er að hlusta og taka mark á því sem við segjum. Því er mikilvægt að raddir barna og ungmenna fái að heyrast og að fullorðna fólkið hlusti. Alltof mörg dæmi eru til um það að fullorðið fólk hunsi rödd ungs fólks í málum sem varða þau og er það aðallega í menntamálum en við erum að stefna í rétta átt þó hægt gangi. Ég hef heyrt of mikið af sögum og upplifað sjálfur aðstæður þar sem ráðamenn sitja fundi með ungmennum og sýna vanvirðingu og áhugaleysi sem þeir myndu aldrei komast upp með í öðrum aðstæðum, og noti ungmenni oft aðeins sem pólitískan sýningargrip. Orðtakið „Ekkert um okkur án okkar“ er orðtak sem við sem berjumst fyrir réttindum barna notum mikið. Sorglegt en satt tíðkast sá siður hjá ráðamönnum að taka ákvarðanir sem varða okkur án nokkurs samráðs við ungmenni. Fer það oft ekki vel í okkur ungmennin því þetta er okkar framtíð, ekki þeirra og látum við því ekki kyrrt liggja. Til dæmis má nefna þær ótal ákvarðanir sem hafa verið teknar varðandi samræmdu prófin og styttingu framhaldsskóla í fyrra án samráðs við ungmenni. Eftir það atvik hafa hlutirnir breyst en við eigum ennþá mikið verk fyrir höndum og er boltinn núna hjá ráðamönnum. Þeir þurfa að taka sig á og bæta það landslag sem við höfum núna verulega. Taka má til fyrirmyndar Menntamálastofnun sem á síðasta ári stofnaði ungmennaráð Menntamálastofnunar. Þó það sé ennþá ekki fullmótað gengur það vel fyrir sig og er á réttri leið. Er ungmennaráðið ennþá frekar ungt en það hefur strax sýnt fram á mikilvægi þess að hafa samstarf við ungmenni. Þetta er dæmi um vinnubrögð sem aðrar opinberar stofnanir ættu að temja sér því við höfum margt, margt fram á að færa. Það er löngu tímabært að við hlustum á það sem börn, unglingar og ungmenni hafa að segja. Það erum jú við sem erfum þennan heim. Hvert barn hefur mikið fram að færa sem er ástæða þess að við í ungmennaráði UNICEF hvetjum ykkur foreldra, ráðamenn, forseta, kennara og allt fullorðið fólk til að gefa börnunum orðið og heyra hvað þeim liggur á hjarta.Höfundur starfar í ungmennaráði UNICEF á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Fullorðið fólk telur sig of oft vita hvað er börnum fyrir bestu og hvað þau vilja, frekar en þau sjálf. Færni barna til þess að ákveða sjálf hvað þau vilja er stórlega vanmetin og raddir barna eru alltof oft hunsaðar í málum sem varða þau í okkar samfélagi. Við viljum öll gera það sem er börnum fyrir bestu. Greiðasta og áhrifaríkasta leiðin til þess er að hlusta og taka mark á því sem við segjum. Því er mikilvægt að raddir barna og ungmenna fái að heyrast og að fullorðna fólkið hlusti. Alltof mörg dæmi eru til um það að fullorðið fólk hunsi rödd ungs fólks í málum sem varða þau og er það aðallega í menntamálum en við erum að stefna í rétta átt þó hægt gangi. Ég hef heyrt of mikið af sögum og upplifað sjálfur aðstæður þar sem ráðamenn sitja fundi með ungmennum og sýna vanvirðingu og áhugaleysi sem þeir myndu aldrei komast upp með í öðrum aðstæðum, og noti ungmenni oft aðeins sem pólitískan sýningargrip. Orðtakið „Ekkert um okkur án okkar“ er orðtak sem við sem berjumst fyrir réttindum barna notum mikið. Sorglegt en satt tíðkast sá siður hjá ráðamönnum að taka ákvarðanir sem varða okkur án nokkurs samráðs við ungmenni. Fer það oft ekki vel í okkur ungmennin því þetta er okkar framtíð, ekki þeirra og látum við því ekki kyrrt liggja. Til dæmis má nefna þær ótal ákvarðanir sem hafa verið teknar varðandi samræmdu prófin og styttingu framhaldsskóla í fyrra án samráðs við ungmenni. Eftir það atvik hafa hlutirnir breyst en við eigum ennþá mikið verk fyrir höndum og er boltinn núna hjá ráðamönnum. Þeir þurfa að taka sig á og bæta það landslag sem við höfum núna verulega. Taka má til fyrirmyndar Menntamálastofnun sem á síðasta ári stofnaði ungmennaráð Menntamálastofnunar. Þó það sé ennþá ekki fullmótað gengur það vel fyrir sig og er á réttri leið. Er ungmennaráðið ennþá frekar ungt en það hefur strax sýnt fram á mikilvægi þess að hafa samstarf við ungmenni. Þetta er dæmi um vinnubrögð sem aðrar opinberar stofnanir ættu að temja sér því við höfum margt, margt fram á að færa. Það er löngu tímabært að við hlustum á það sem börn, unglingar og ungmenni hafa að segja. Það erum jú við sem erfum þennan heim. Hvert barn hefur mikið fram að færa sem er ástæða þess að við í ungmennaráði UNICEF hvetjum ykkur foreldra, ráðamenn, forseta, kennara og allt fullorðið fólk til að gefa börnunum orðið og heyra hvað þeim liggur á hjarta.Höfundur starfar í ungmennaráði UNICEF á Íslandi.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun