Ríkiskirkjan Frosti Logason skrifar 30. nóvember 2017 07:00 Í dag er allra síðasti séns til að skrá sig úr Þjóðkirkjunni, fyrir þá sem ekki vilja greiða sóknargjöld fyrir árið 2018. Þjóðkirkjan er furðulegasta stofnunin sem rekin er fyrir fé skattgreiðenda en langflestir meðlima hennar hafa verið skráðir í hana sjálfkrafa sem ómálga ungbörn. Stofnunin er rekin á hugsjónum tvö þúsund ára draugasögu úr fornritum frá Mið-Austurlöndum. Í stuttu máli gengur hún út á að jarðneska lífið sé einungis hluti af stóru tilraunaverkefni skaparans. Lífshlaupið er prófsteinn á trú okkar og staðfestu. Í boði er eilíft líf og hamingja, svo lengi sem við játumst frelsaranum og biðjum hátt og snjallt um miskunn. Þá fer allt vel. Annars bíða okkar eilífir vítislogar, en það er ekki á ábyrgð skaparans, okkar er valið. Eitthvað er um jákvæðar sögur í fornritunum. Þar er talað vel um fyrirgefninguna og höfðað til betri samvisku okkar í ákveðnum siðferðismálum. Þar er þó ekkert sem mannskepnan hefur ekki getað fundið upp hjá sjálfri sér. Í flestum tilfellum er siðferði okkar í dag talsvert þroskaðra heldur en það sem birtist okkur í þessum ritum. Enda textinn ekkert annað en mannanna verk sem mundi í besta falli vera flokkaður undir hrútskýringar í dag. Hugsanlega er besta hugmyndin að skrá sig bara utan trúfélaga. Þá fer skatturinn beint í ríkissjóð. Svokallaður trúleysisskattur. Trúleysingjar fá nefnilega að greiða meira til samfélagsins en hinir sem trúa á ósýnilega drauga. Það er ótrúlega eðlilegt og fallegt núna á tuttugustu og fyrstu öldinni. Finnst þér það ekki annars? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Frosti Logason Mest lesið Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun
Í dag er allra síðasti séns til að skrá sig úr Þjóðkirkjunni, fyrir þá sem ekki vilja greiða sóknargjöld fyrir árið 2018. Þjóðkirkjan er furðulegasta stofnunin sem rekin er fyrir fé skattgreiðenda en langflestir meðlima hennar hafa verið skráðir í hana sjálfkrafa sem ómálga ungbörn. Stofnunin er rekin á hugsjónum tvö þúsund ára draugasögu úr fornritum frá Mið-Austurlöndum. Í stuttu máli gengur hún út á að jarðneska lífið sé einungis hluti af stóru tilraunaverkefni skaparans. Lífshlaupið er prófsteinn á trú okkar og staðfestu. Í boði er eilíft líf og hamingja, svo lengi sem við játumst frelsaranum og biðjum hátt og snjallt um miskunn. Þá fer allt vel. Annars bíða okkar eilífir vítislogar, en það er ekki á ábyrgð skaparans, okkar er valið. Eitthvað er um jákvæðar sögur í fornritunum. Þar er talað vel um fyrirgefninguna og höfðað til betri samvisku okkar í ákveðnum siðferðismálum. Þar er þó ekkert sem mannskepnan hefur ekki getað fundið upp hjá sjálfri sér. Í flestum tilfellum er siðferði okkar í dag talsvert þroskaðra heldur en það sem birtist okkur í þessum ritum. Enda textinn ekkert annað en mannanna verk sem mundi í besta falli vera flokkaður undir hrútskýringar í dag. Hugsanlega er besta hugmyndin að skrá sig bara utan trúfélaga. Þá fer skatturinn beint í ríkissjóð. Svokallaður trúleysisskattur. Trúleysingjar fá nefnilega að greiða meira til samfélagsins en hinir sem trúa á ósýnilega drauga. Það er ótrúlega eðlilegt og fallegt núna á tuttugustu og fyrstu öldinni. Finnst þér það ekki annars?
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun