Heilsa og líðan í forgrunni Svandís Svavarsdóttir skrifar 8. desember 2017 07:00 Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar skipa heilbrigðismálin háan sess og þar er meðal annars tekið fram að geðheilbrigðisáætlun til ársins 2020 verði hrint í framkvæmd og hún fjármögnuð. Sérstök áhersla verður á þennan mikilvæga málaflokk, bæði í sjúkrahússtarfseminni en ekki síður í heilsugæslunni og í framhaldsskólunum. Forvarnir og lýðheilsa verða sömuleiðis í brennidepli enda skiptir sá þáttur ekki síst máli þegar litið er til andlegrar heilsu og vellíðunar. Í samfélagi nútímans skapast verulegt álag af auknum hraða, miklu áreiti, þrýstingi frá staðalmyndum og samfélagsmiðlum, klámvæðingu og neyslumenningu. Álag af þessu tagi eykur hættuna á vanlíðan sem getur leitt til verulegs vanda hvort sem er í félagslegu tilliti eða í námi. Forvarnir hjá börnum og ungmennum verða að skipa verðugan sess með aukinni fræðslu og ráðgjöf í samstarfi við skólasamfélagið, með geðræktarstarfi og stuðningi við foreldra og fjölskyldur. Þegar rætt er um geðheilbrigðismál er mikilvægt að sjúklingurinn sjálfur sé í brennidepli og að þjónustan sé eins samfelld og nokkurs er kostur. Þjónustan þarf að vera aðgengileg, bæði inni í menntakerfinu og í heilsugæslunni þar sem má auka áherslu á þverfaglega vinnu og aukna þjónustu sálfræðinga. Búseta má ekki koma í veg fyrir að hægt sé að nýta sér geðheilbrigðisþjónustu og efnahagur má heldur ekki vera hindrun. Almennt er mikilvægt að um sé að ræða gott flæði og samvinnu milli einstakra þátta kerfisins en ekki síður að auka samstarf við hagsmunasamtök og samtök notenda þjónustunnar. Eftirfylgni og endurhæfingu þarf að þróa betur og leggja meiri áherslu á þann þátt sem lýtur að fjölbreyttum tækifærum og öflugum búsetuúrræðum í samráði við sveitarfélögin. Loks er einn þáttur geðheilbrigðisþjónustunnar sem ekki hefur fengið mikla umfjöllun en það er sá þáttur er lýtur að geðheilbrigði aldraðra. Á síðasta æviskeiðinu er afar mikilvægt að hafa andlega heilsu og líðan í huga í allri umönnun. Andleg heilsa og líðan er ekki síður viðfangsefni samfélagsins en líkamlegir kvillar. Geðheilbrigðismálin mega ekki mæta afgangi og eru gríðarlega mikilvægur þáttur í góðu samfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar skipa heilbrigðismálin háan sess og þar er meðal annars tekið fram að geðheilbrigðisáætlun til ársins 2020 verði hrint í framkvæmd og hún fjármögnuð. Sérstök áhersla verður á þennan mikilvæga málaflokk, bæði í sjúkrahússtarfseminni en ekki síður í heilsugæslunni og í framhaldsskólunum. Forvarnir og lýðheilsa verða sömuleiðis í brennidepli enda skiptir sá þáttur ekki síst máli þegar litið er til andlegrar heilsu og vellíðunar. Í samfélagi nútímans skapast verulegt álag af auknum hraða, miklu áreiti, þrýstingi frá staðalmyndum og samfélagsmiðlum, klámvæðingu og neyslumenningu. Álag af þessu tagi eykur hættuna á vanlíðan sem getur leitt til verulegs vanda hvort sem er í félagslegu tilliti eða í námi. Forvarnir hjá börnum og ungmennum verða að skipa verðugan sess með aukinni fræðslu og ráðgjöf í samstarfi við skólasamfélagið, með geðræktarstarfi og stuðningi við foreldra og fjölskyldur. Þegar rætt er um geðheilbrigðismál er mikilvægt að sjúklingurinn sjálfur sé í brennidepli og að þjónustan sé eins samfelld og nokkurs er kostur. Þjónustan þarf að vera aðgengileg, bæði inni í menntakerfinu og í heilsugæslunni þar sem má auka áherslu á þverfaglega vinnu og aukna þjónustu sálfræðinga. Búseta má ekki koma í veg fyrir að hægt sé að nýta sér geðheilbrigðisþjónustu og efnahagur má heldur ekki vera hindrun. Almennt er mikilvægt að um sé að ræða gott flæði og samvinnu milli einstakra þátta kerfisins en ekki síður að auka samstarf við hagsmunasamtök og samtök notenda þjónustunnar. Eftirfylgni og endurhæfingu þarf að þróa betur og leggja meiri áherslu á þann þátt sem lýtur að fjölbreyttum tækifærum og öflugum búsetuúrræðum í samráði við sveitarfélögin. Loks er einn þáttur geðheilbrigðisþjónustunnar sem ekki hefur fengið mikla umfjöllun en það er sá þáttur er lýtur að geðheilbrigði aldraðra. Á síðasta æviskeiðinu er afar mikilvægt að hafa andlega heilsu og líðan í huga í allri umönnun. Andleg heilsa og líðan er ekki síður viðfangsefni samfélagsins en líkamlegir kvillar. Geðheilbrigðismálin mega ekki mæta afgangi og eru gríðarlega mikilvægur þáttur í góðu samfélagi.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun