Á hlíðarlínunni Ellert B. Schram skrifar 6. desember 2017 07:00 Ný ríkisstjórn hefur verið skipuð. Við óskum henni góðs gengis, þótt stjórnarsáttmálinn varðandi málefni eldri borgara sé rýr, miðað við kosningaloforðin. Jú, frítekjumarkinu er breytt, fólk getur aflað sér viðbótartekna upp í 100 þúsund krónur mánaðarlega, án þess að sú upphæð sé dregin frá greiðslum frá almannatryggingum. Ég leyfi mér að fullyrða að sú breyting náðist fram fyrir baráttu og málflutning samtaka eldri borgara landsins. Það er spor í rétta átt og svo er tekið fram í stjórnarsáttmálanum að „kerfið“ verði endurskoðað. Gott og vel, vonandi tekur það ekki tíu ár (eins og síðast) að leggja fram breytingar á mannréttindum og lífskjörum þeirra, sem sitja við „bætur“, sem eru (vel) illa undir framfærslumörkum. Staðreyndin er sú, að enn er langt í land hvað elstu borgarana varðar. Málflutningi og kröfum eldri borgara um margvíslegar leiðréttingar hefur því miður ekki verið sinnt sem skyldi. Jú, ýjað er að því að leggja eigi meiri peninga í hjúkrunarrými í þágu eldri borgara til að efla þjónustu og bæta lífsskilyrði aldraðra. Veita afslátt, lækka verð á meðölum, hjúkrun og almennri þjónustu. Vonandi er þetta ekki sýnd veiði en ekki gefin, eins og svo oft áður. Við megum ekki gleyma þeirri staðreynd að meðalaldur hækkar, fleiri og fleiri eldast og spár um hækkandi aldur komandi kynslóða blasa við. Með öðrum orðum, við erum ekki einvörðungu að tala um gamla fólkið í dag, heldur líka á morgun og á komandi árum. Það er skylda stjórnmálanna og ríkisvaldsins að hlynna að fólkinu, sem náð hefur og nær háum aldri. Núlifandi og komandi kynslóðum. Þetta viðfangsefni snýst ekki eingöngu um mína jafnaldra, heldur framtíðina að auki. Ég óska nýrri ríkisstjórn farsældar og skora á fulltrúa hennar, að hlusta á og virða af alvöru, samtök, talsmenn og aldraða sjálfa, þegar kemur að þjónustu og lífskjörum eldri borgara. Þeir eiga það skilið, þeir eiga það inni. Við sitjum að vísu á hliðarlínunni, en við eigum málstað og réttlæti, sem á erindi við þá sem ráða. Tökum nú höndum saman, þið á vellinum, við á hliðarlínunni. Höfundur er formaður Félags eldri borgara í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ellert B. Schram Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Ný ríkisstjórn hefur verið skipuð. Við óskum henni góðs gengis, þótt stjórnarsáttmálinn varðandi málefni eldri borgara sé rýr, miðað við kosningaloforðin. Jú, frítekjumarkinu er breytt, fólk getur aflað sér viðbótartekna upp í 100 þúsund krónur mánaðarlega, án þess að sú upphæð sé dregin frá greiðslum frá almannatryggingum. Ég leyfi mér að fullyrða að sú breyting náðist fram fyrir baráttu og málflutning samtaka eldri borgara landsins. Það er spor í rétta átt og svo er tekið fram í stjórnarsáttmálanum að „kerfið“ verði endurskoðað. Gott og vel, vonandi tekur það ekki tíu ár (eins og síðast) að leggja fram breytingar á mannréttindum og lífskjörum þeirra, sem sitja við „bætur“, sem eru (vel) illa undir framfærslumörkum. Staðreyndin er sú, að enn er langt í land hvað elstu borgarana varðar. Málflutningi og kröfum eldri borgara um margvíslegar leiðréttingar hefur því miður ekki verið sinnt sem skyldi. Jú, ýjað er að því að leggja eigi meiri peninga í hjúkrunarrými í þágu eldri borgara til að efla þjónustu og bæta lífsskilyrði aldraðra. Veita afslátt, lækka verð á meðölum, hjúkrun og almennri þjónustu. Vonandi er þetta ekki sýnd veiði en ekki gefin, eins og svo oft áður. Við megum ekki gleyma þeirri staðreynd að meðalaldur hækkar, fleiri og fleiri eldast og spár um hækkandi aldur komandi kynslóða blasa við. Með öðrum orðum, við erum ekki einvörðungu að tala um gamla fólkið í dag, heldur líka á morgun og á komandi árum. Það er skylda stjórnmálanna og ríkisvaldsins að hlynna að fólkinu, sem náð hefur og nær háum aldri. Núlifandi og komandi kynslóðum. Þetta viðfangsefni snýst ekki eingöngu um mína jafnaldra, heldur framtíðina að auki. Ég óska nýrri ríkisstjórn farsældar og skora á fulltrúa hennar, að hlusta á og virða af alvöru, samtök, talsmenn og aldraða sjálfa, þegar kemur að þjónustu og lífskjörum eldri borgara. Þeir eiga það skilið, þeir eiga það inni. Við sitjum að vísu á hliðarlínunni, en við eigum málstað og réttlæti, sem á erindi við þá sem ráða. Tökum nú höndum saman, þið á vellinum, við á hliðarlínunni. Höfundur er formaður Félags eldri borgara í Reykjavík.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar