Annar kafli Brexit-viðræðna hefst Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. desember 2017 07:00 Theresa May er hún gekk út af fundi leiðtogaráðsins. Nordicphotos/AFP Leiðtogaráð Evrópusambandsins samþykkti í gær að hefja næsta stig viðræðna um útgöngu Bretlands úr ESB, svokallað Brexit. Vonast er til þess að viðræður hefjist fljótlega eftir áramót. Í viðmiðunarreglum sambandsins segir að undir annað, og síðara, stigið falli framtíðarsamskipti Evrópusambandsins og Breta eftir Brexit. Undir fyrra stigið falli hins vegar viðræður um aðskilnaðargreiðslur Breta, réttindi breskra ríkisborgara búsettra annars staðar innan ESB og öfugt sem og landamæragæsla á landamærum Írlands og Norður-Írlands.Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB.Nordicphotos/AFPFyrst stendur til að ræða tveggja ára aðlögunarferlið sem fylgir í kjölfar útgöngunnar sem áætluð er í mars 2019. Þær viðræður eiga að fara fram í janúar. Í mars verður svo rætt um milliríkjaviðskipti og öryggissamstarf, að því er BBC greinir frá. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, þakkaði Donald Tusk, forseta leiðtogaráðsins, og Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB, kærlega fyrir í gær. „Nú hefur mikilvægt skref verið stigið í áttina að hnökralausri útgöngu ásamt því að tryggja áframhaldandi samstarf og samvinnu,“ sagði hún.Theresa May er hún mætti til fundar í Brussel í gær.Nordicphotos/AFPForsætisráðherrann sagði jafnframt að viðræður um framtíðarsambandið myndu hefjast sem allra fyrst. Vonast hún eftir því að viðræðurnar gangi hratt fyrir sig til þess að útrýma óvissu. Juncker sagði að nú þyrfti að reka smiðshöggið á samkomulagið sem náðist á fyrsta stigi viðræðna. „Annað stig viðræðna verður mun erfiðara en hið fyrsta, sem var þó ansi flókið,“ bætti hann við. Juncker hrósaði May jafnframt og sagði hana harðan, greindan og kurteisan samningamann. Hann væri þó sannfærður um að hægt væri að ná samningi sem bæði breska þinginu og Evrópuþinginu litist vel á. Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Sjá meira
Leiðtogaráð Evrópusambandsins samþykkti í gær að hefja næsta stig viðræðna um útgöngu Bretlands úr ESB, svokallað Brexit. Vonast er til þess að viðræður hefjist fljótlega eftir áramót. Í viðmiðunarreglum sambandsins segir að undir annað, og síðara, stigið falli framtíðarsamskipti Evrópusambandsins og Breta eftir Brexit. Undir fyrra stigið falli hins vegar viðræður um aðskilnaðargreiðslur Breta, réttindi breskra ríkisborgara búsettra annars staðar innan ESB og öfugt sem og landamæragæsla á landamærum Írlands og Norður-Írlands.Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB.Nordicphotos/AFPFyrst stendur til að ræða tveggja ára aðlögunarferlið sem fylgir í kjölfar útgöngunnar sem áætluð er í mars 2019. Þær viðræður eiga að fara fram í janúar. Í mars verður svo rætt um milliríkjaviðskipti og öryggissamstarf, að því er BBC greinir frá. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, þakkaði Donald Tusk, forseta leiðtogaráðsins, og Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB, kærlega fyrir í gær. „Nú hefur mikilvægt skref verið stigið í áttina að hnökralausri útgöngu ásamt því að tryggja áframhaldandi samstarf og samvinnu,“ sagði hún.Theresa May er hún mætti til fundar í Brussel í gær.Nordicphotos/AFPForsætisráðherrann sagði jafnframt að viðræður um framtíðarsambandið myndu hefjast sem allra fyrst. Vonast hún eftir því að viðræðurnar gangi hratt fyrir sig til þess að útrýma óvissu. Juncker sagði að nú þyrfti að reka smiðshöggið á samkomulagið sem náðist á fyrsta stigi viðræðna. „Annað stig viðræðna verður mun erfiðara en hið fyrsta, sem var þó ansi flókið,“ bætti hann við. Juncker hrósaði May jafnframt og sagði hana harðan, greindan og kurteisan samningamann. Hann væri þó sannfærður um að hægt væri að ná samningi sem bæði breska þinginu og Evrópuþinginu litist vel á.
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Sjá meira