Fimm hlutir sem þú vissir ekki um Birgittu Haukdal Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 14. desember 2017 20:30 Vinsældir Birgittu virðast aldrei dvína. Vísir / Skjáskot af timarit.is Það er ekki um það deilt, söngkonan Birgitta Haukdal Brynjarsdóttir hefur verið ein skærasta stjarna Íslands síðan hún vakti lukku með hljómsveitinni Írafári í kringum aldamótin 2000. Greinilegt er að Írafár á enn dyggan aðdáendahóp því uppselt er á tuttugu ára afmælistónleika sveitarinnar í Hörpu 2. júní á næsta ári. Voru viðtökurnar við tónleikunum svo góðar að bætt var við öðrum tónleikum seinna sama kvöld. Lífið ákvað því að kíkja í minningakistuna og grafa upp hluti sem fólk er kannski búið að gleyma á farsælum ferli Birgittu. Birgitta var svo sannarlega stjarna morgundagsins.Vísir / Skjáskot af timarit.is 1. Byrjaði allt á Broadway Birgitta er frá Húsavík, fædd 28. júlí árið 1979. Hún tók þátt í tónlistarbylgjunni í kringum áramótin 2000 þar sem tónlistarmenn af landsbyggðinni gerðu allt vitlaust í poppsenunni. Birgitta vakti fyrsta athygli fyrir sönghæfileika sína í keppninni Stjörnur morgundagsins sem fór fram á Hótel Íslandi árið 1996, þá aðeins sautján ára gömul. Þar vakti hún mikla lukku og komst í undanúrslit, en meðal keppenda í hæfileikakeppninni voru Game Tíví-gúrúinn Ólafur Þór Jóelsson og söngkonan Soffía Sigríður Karlsdóttir. Í framhaldinu fékk Birgitta stór söngverkefni, til dæmis í ABBA-sýningu á Hótel Íslandi sem var gríðarlega vinsæl. Meðal annarra stjarna sem tóku þátt í því verkefni voru Jónsi í svörtum fötum og Eurovision-farinn Kristján Gíslason. Birgittu var oft líkt við Pocahontas.Vísir / Skjáskot af timarit.is 2. Flétturnar frægu Það má segja að árið 2003 hafi verið eitt það stærsta á ferli Birgittu. Hún var til að mynda valin söngkona ársins og kynþokkafyllsti popparinn á Hlustendaverðlaunum FM957 og poppstjarna ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum. Þá var hún í öðru sæti í vali um kynþokkafyllstu konuna á RÁS2, á eftir sjónvarpskonunni, og nú aðstoðarkonu Bjarna Benediktssonar, Svanhildi Hólm. Reyndar var staðan í valinu eins árið 2004. Og svo má ekki gleyma því að Birgitta fór fyrir Íslands hönd í Eurovision þetta ár með lagið Open Your Heart, eða Segðu mér allt. Birgitta stóð sig með sóma í Riga í Lettlandi og endaði í áttunda sæti. Um þetta leyti var einnig skrifað mikið um tísku og fatasmekk Birgittu, og var hún meðal annars talin hafa haft þau áhrif að fléttur komust aftur í tísku. Hver man ekki eftir Birgittu dúkkunni?Vísir / Skjáskot af timarit.is 3. Siv, Jóhannes í Bónus eða Birgitta? Árið 2004 gerðist það svo að sérstök Birgittu dúkka, í Bratz-anda, var sett á markað. Dúkkan var framleidd í Kína og seld í Hagkaupum. Salan gekk ekki sem skyldi og fór dúkkan í massavís á útsölu tveimur árum seinna. Þá var verðið á dúkkunni fimm hundruð krónur en var upphaflega verðlögð á tæplega fjögur þúsund krónur. Þessa frammistöðu dúkkunar er hugsanlega hægt að rekja til þess að það var mál manna að Kínverjarnir hefðu staðið sig illa í að apa eftir andliti Birgittu. Töldu sumir á þessum tíma að dúkkan væri líkari Siv Friðleifsdóttur og Jóhannesi í Bónus en Birgittu sjálfri. Birgitta var sammála því að dúkkan líktist henni ekki, þó hún talaði eilítið undir rós í viðtali við DV í nóvember 2004. „Það er örugglega ekki einfalt að gera nákvæma eftirmynd af fólki,“ sagði hún. Auðvitað var Birgitta vinsælust á Íslendingabók eins og alls staðar annars staðar.Vísir / Skjáskot af timarit.is 4. Eftirsótt ætt Sama ár og Birgittu-dúkkan var sett á markað, árið 2004, gafst almenningi möguleiki á að fletta upp á Íslendingabók á netinu og rekja ættir sínar. Þvílík gleði.Skjáskot af timarit.is Vefsíðan vakti gríðarlega lukku og var mikið notuð. Margir notuðu síðuna til að kanna hvort þeir væru skyldir frægum Íslendingum og kemur kannski ekki á óvart að mest var leitað af skyldleika við Birgittu nokkra Haukdal, eins og sagt var frá í DV í apríl 2005. Næstir á eftir henni í röðinni voru Bubbi Morthens og Björgúlfur Guðmundsson. 5. Hannaði debetkortið sjálf Og út af því að frægðarsól Birgittu virtist bara rísa og rísa, var hún fengin á allar mögulegar og ómögulegar uppákomur til að kynna hinar ýmsu vörur og þjónustu fyrirtækja. Dæmi um þetta eru persónugerðu debetkortin, sem fyrir löngu eru gleymd og grafin. Þau voru þannig úr garði gerð að eigendur debetkorta gátu hannað kortin sjálfir með myndum úr eigin safni eða úr myndabanka. Kortin voru frumsýnd árið 2005 og hver fékk fyrsta kortið? Jú, Birgitta Haukdal. Tónlist Tengdar fréttir Birgitta er í skýjunum með viðbrögðin: „Gleðisprengja í hjartað“ Uppselt varð á afmælistónleika Írafárs næsta sumar og þurfti að bæta við aukatónleikum. 14. desember 2017 08:30 „Þetta á að vera mega Írafársupplifun“ Aðdáendur Írafárs geta nú tekið gleðidans því að hljómsveitin ætlar að koma aftur saman eftir 12 ára hlé. Birgitta Haukdal, söngkona Írafárs, segir sveitina vera byrjaða að æfa og rifja upp gamla takta. 8. desember 2017 06:30 Fimm hlutir sem þú vissir ekki um Manuelu Barnastjarna í leikhúsinu og frænka Bubba. 21. nóvember 2017 20:30 5 hlutir sem þú vissir ekki um Katrínu Jakobsdóttur Hún elskar Keanu Reeves og dreymdi um að verða geimfari. 14. nóvember 2017 19:30 Fimm hlutir sem þú vissir ekki um Rósu Björk Íslandsmeistari í knattspyrnu og þrælgóð í viðskiptafrönsku. 30. nóvember 2017 19:30 Fimm hlutir sem þú vissir ekki um Ásdísi Rán Þegar "femínistar“ mótmæltu fegurðarsamkeppni Ísdrottningarinnar. 4. desember 2017 19:30 Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Skömminni skilað Gagnrýni Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Lífið Fleiri fréttir Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Sjá meira
Það er ekki um það deilt, söngkonan Birgitta Haukdal Brynjarsdóttir hefur verið ein skærasta stjarna Íslands síðan hún vakti lukku með hljómsveitinni Írafári í kringum aldamótin 2000. Greinilegt er að Írafár á enn dyggan aðdáendahóp því uppselt er á tuttugu ára afmælistónleika sveitarinnar í Hörpu 2. júní á næsta ári. Voru viðtökurnar við tónleikunum svo góðar að bætt var við öðrum tónleikum seinna sama kvöld. Lífið ákvað því að kíkja í minningakistuna og grafa upp hluti sem fólk er kannski búið að gleyma á farsælum ferli Birgittu. Birgitta var svo sannarlega stjarna morgundagsins.Vísir / Skjáskot af timarit.is 1. Byrjaði allt á Broadway Birgitta er frá Húsavík, fædd 28. júlí árið 1979. Hún tók þátt í tónlistarbylgjunni í kringum áramótin 2000 þar sem tónlistarmenn af landsbyggðinni gerðu allt vitlaust í poppsenunni. Birgitta vakti fyrsta athygli fyrir sönghæfileika sína í keppninni Stjörnur morgundagsins sem fór fram á Hótel Íslandi árið 1996, þá aðeins sautján ára gömul. Þar vakti hún mikla lukku og komst í undanúrslit, en meðal keppenda í hæfileikakeppninni voru Game Tíví-gúrúinn Ólafur Þór Jóelsson og söngkonan Soffía Sigríður Karlsdóttir. Í framhaldinu fékk Birgitta stór söngverkefni, til dæmis í ABBA-sýningu á Hótel Íslandi sem var gríðarlega vinsæl. Meðal annarra stjarna sem tóku þátt í því verkefni voru Jónsi í svörtum fötum og Eurovision-farinn Kristján Gíslason. Birgittu var oft líkt við Pocahontas.Vísir / Skjáskot af timarit.is 2. Flétturnar frægu Það má segja að árið 2003 hafi verið eitt það stærsta á ferli Birgittu. Hún var til að mynda valin söngkona ársins og kynþokkafyllsti popparinn á Hlustendaverðlaunum FM957 og poppstjarna ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum. Þá var hún í öðru sæti í vali um kynþokkafyllstu konuna á RÁS2, á eftir sjónvarpskonunni, og nú aðstoðarkonu Bjarna Benediktssonar, Svanhildi Hólm. Reyndar var staðan í valinu eins árið 2004. Og svo má ekki gleyma því að Birgitta fór fyrir Íslands hönd í Eurovision þetta ár með lagið Open Your Heart, eða Segðu mér allt. Birgitta stóð sig með sóma í Riga í Lettlandi og endaði í áttunda sæti. Um þetta leyti var einnig skrifað mikið um tísku og fatasmekk Birgittu, og var hún meðal annars talin hafa haft þau áhrif að fléttur komust aftur í tísku. Hver man ekki eftir Birgittu dúkkunni?Vísir / Skjáskot af timarit.is 3. Siv, Jóhannes í Bónus eða Birgitta? Árið 2004 gerðist það svo að sérstök Birgittu dúkka, í Bratz-anda, var sett á markað. Dúkkan var framleidd í Kína og seld í Hagkaupum. Salan gekk ekki sem skyldi og fór dúkkan í massavís á útsölu tveimur árum seinna. Þá var verðið á dúkkunni fimm hundruð krónur en var upphaflega verðlögð á tæplega fjögur þúsund krónur. Þessa frammistöðu dúkkunar er hugsanlega hægt að rekja til þess að það var mál manna að Kínverjarnir hefðu staðið sig illa í að apa eftir andliti Birgittu. Töldu sumir á þessum tíma að dúkkan væri líkari Siv Friðleifsdóttur og Jóhannesi í Bónus en Birgittu sjálfri. Birgitta var sammála því að dúkkan líktist henni ekki, þó hún talaði eilítið undir rós í viðtali við DV í nóvember 2004. „Það er örugglega ekki einfalt að gera nákvæma eftirmynd af fólki,“ sagði hún. Auðvitað var Birgitta vinsælust á Íslendingabók eins og alls staðar annars staðar.Vísir / Skjáskot af timarit.is 4. Eftirsótt ætt Sama ár og Birgittu-dúkkan var sett á markað, árið 2004, gafst almenningi möguleiki á að fletta upp á Íslendingabók á netinu og rekja ættir sínar. Þvílík gleði.Skjáskot af timarit.is Vefsíðan vakti gríðarlega lukku og var mikið notuð. Margir notuðu síðuna til að kanna hvort þeir væru skyldir frægum Íslendingum og kemur kannski ekki á óvart að mest var leitað af skyldleika við Birgittu nokkra Haukdal, eins og sagt var frá í DV í apríl 2005. Næstir á eftir henni í röðinni voru Bubbi Morthens og Björgúlfur Guðmundsson. 5. Hannaði debetkortið sjálf Og út af því að frægðarsól Birgittu virtist bara rísa og rísa, var hún fengin á allar mögulegar og ómögulegar uppákomur til að kynna hinar ýmsu vörur og þjónustu fyrirtækja. Dæmi um þetta eru persónugerðu debetkortin, sem fyrir löngu eru gleymd og grafin. Þau voru þannig úr garði gerð að eigendur debetkorta gátu hannað kortin sjálfir með myndum úr eigin safni eða úr myndabanka. Kortin voru frumsýnd árið 2005 og hver fékk fyrsta kortið? Jú, Birgitta Haukdal.
Tónlist Tengdar fréttir Birgitta er í skýjunum með viðbrögðin: „Gleðisprengja í hjartað“ Uppselt varð á afmælistónleika Írafárs næsta sumar og þurfti að bæta við aukatónleikum. 14. desember 2017 08:30 „Þetta á að vera mega Írafársupplifun“ Aðdáendur Írafárs geta nú tekið gleðidans því að hljómsveitin ætlar að koma aftur saman eftir 12 ára hlé. Birgitta Haukdal, söngkona Írafárs, segir sveitina vera byrjaða að æfa og rifja upp gamla takta. 8. desember 2017 06:30 Fimm hlutir sem þú vissir ekki um Manuelu Barnastjarna í leikhúsinu og frænka Bubba. 21. nóvember 2017 20:30 5 hlutir sem þú vissir ekki um Katrínu Jakobsdóttur Hún elskar Keanu Reeves og dreymdi um að verða geimfari. 14. nóvember 2017 19:30 Fimm hlutir sem þú vissir ekki um Rósu Björk Íslandsmeistari í knattspyrnu og þrælgóð í viðskiptafrönsku. 30. nóvember 2017 19:30 Fimm hlutir sem þú vissir ekki um Ásdísi Rán Þegar "femínistar“ mótmæltu fegurðarsamkeppni Ísdrottningarinnar. 4. desember 2017 19:30 Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Skömminni skilað Gagnrýni Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Lífið Fleiri fréttir Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Sjá meira
Birgitta er í skýjunum með viðbrögðin: „Gleðisprengja í hjartað“ Uppselt varð á afmælistónleika Írafárs næsta sumar og þurfti að bæta við aukatónleikum. 14. desember 2017 08:30
„Þetta á að vera mega Írafársupplifun“ Aðdáendur Írafárs geta nú tekið gleðidans því að hljómsveitin ætlar að koma aftur saman eftir 12 ára hlé. Birgitta Haukdal, söngkona Írafárs, segir sveitina vera byrjaða að æfa og rifja upp gamla takta. 8. desember 2017 06:30
Fimm hlutir sem þú vissir ekki um Manuelu Barnastjarna í leikhúsinu og frænka Bubba. 21. nóvember 2017 20:30
5 hlutir sem þú vissir ekki um Katrínu Jakobsdóttur Hún elskar Keanu Reeves og dreymdi um að verða geimfari. 14. nóvember 2017 19:30
Fimm hlutir sem þú vissir ekki um Rósu Björk Íslandsmeistari í knattspyrnu og þrælgóð í viðskiptafrönsku. 30. nóvember 2017 19:30
Fimm hlutir sem þú vissir ekki um Ásdísi Rán Þegar "femínistar“ mótmæltu fegurðarsamkeppni Ísdrottningarinnar. 4. desember 2017 19:30
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp