Pepsi pantar 100 Tesla trukka Finnur Thorlacius skrifar 13. desember 2017 10:10 Flutningabíll Tesla hefur fengið góðar móttökur og pantanirnar hlaðast inn. Þeim fer óðum fjölgandi fyrirtækjunum sem pantað hafa hinn nýkynnta flutningabíl Tesla og í pöntunarbókina bættist PepsiCo í vikunni. Er pöntun þeirra uppá 100 trukka sú stærsta sem borist hefur Tesla það sem komið er. Alls eru pantanirnar nú komnar í 1.230 trukka og því verður í miklu að snúast hjá Tesla að hafa uppí pantanir á þessum rafmagnaða og óvenjulega flutningabíl. Næst stærsta pöntunin sem Tesla hefur borist er 50 trukka pöntun Sysco Corporation. PepsiCo er með 10.000 stóra flutningabíla í sinni þjónustu svo með tilkoma 100 Tesla rafmagnstrukka væri þó aðeins 1% flutningaflota þeirra rafmagnsdrifinn. Heildarsala stórra flutningabíla í Bandaríkjunum á hverju ári er um 260.000 bílar svo þó Tesla hafi borist 1.230 pantanir er það nánast eins og dropi í hafi hvað heildarsöluna varðar og næði ekki hálfu prósenti þó svo Tesla tækist að afgreiða alla þessa 1.230 trukka á einu ári. Tesla flutningabíllinn á að hafa 800 kílómetra drægi og kemst því hæglega langar dagleiðir á bandarískum þjóðvegum. Tesla Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent
Þeim fer óðum fjölgandi fyrirtækjunum sem pantað hafa hinn nýkynnta flutningabíl Tesla og í pöntunarbókina bættist PepsiCo í vikunni. Er pöntun þeirra uppá 100 trukka sú stærsta sem borist hefur Tesla það sem komið er. Alls eru pantanirnar nú komnar í 1.230 trukka og því verður í miklu að snúast hjá Tesla að hafa uppí pantanir á þessum rafmagnaða og óvenjulega flutningabíl. Næst stærsta pöntunin sem Tesla hefur borist er 50 trukka pöntun Sysco Corporation. PepsiCo er með 10.000 stóra flutningabíla í sinni þjónustu svo með tilkoma 100 Tesla rafmagnstrukka væri þó aðeins 1% flutningaflota þeirra rafmagnsdrifinn. Heildarsala stórra flutningabíla í Bandaríkjunum á hverju ári er um 260.000 bílar svo þó Tesla hafi borist 1.230 pantanir er það nánast eins og dropi í hafi hvað heildarsöluna varðar og næði ekki hálfu prósenti þó svo Tesla tækist að afgreiða alla þessa 1.230 trukka á einu ári. Tesla flutningabíllinn á að hafa 800 kílómetra drægi og kemst því hæglega langar dagleiðir á bandarískum þjóðvegum.
Tesla Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent