Þroskasaga þjóðar Birgir Örn Guðjónsson skrifar 12. desember 2017 08:00 Í hruninu og kjölfar þess gekk þjóðin í gegnum vægast sagt sérstakt tímabil. Reiðin var mikil og fólk var oft ekki með það alveg á hreinu hvert átti að beina þessari reiði. Hinn almenni Íslendingur vaknaði einn daginn upp við það að góðæri síðustu ára hafði verið sýndarveruleiki og að stærsta partý Íslandssögunnar var einkapartý þar sem einungis útvöldum var boðið. Eftir sat þjóðin með ruslið og reikninginn. Mótmælin sem fylgdu í kjölfarið voru eitthvað sem við þekktum mjög lítið og við vissum ekki alveg hvernig við áttum að umgangast. Það er því eðlilegt að eitthvað hafi farið úr böndunum. Lögreglan var að læra að vinna við þessar aðstæður og þeir sem voru að mótmæla voru einnig að stíga út á nýjar slóðir. Í þessum aðstæðum og við þetta ferli gerði lögreglan mistök og einnig margir mótmælendur. Margt af því sem við töldum öruggt og sjálfsagt í samfélaginu var hrunið. Hvað eru eðlileg viðbrögð við slíku? Það er mjög erfitt að skilgreina það og þar að leiðandi mjög erfitt að benda fingri. Það að fara að heimilum einstaklinga og mótmæla voru samt ein af þeim mistökum sem gerð voru. Þar var gengið of langt. Það er ekki þar með sagt að þeir sem gerðu þetta séu slæmir einstaklingar eða ofbeldisseggir. Alls ekki. Þetta var bara andrúmið í þjóðfélagi og ákveðin afleiðing örvæntingar. Það er ekki að ástæðulausu að talað sé um siðrof þegar þetta tímabil er nefnt. Að sjálfsögðu er leiðinlegt að einstaklingar hafi þurft að upplifa það að mótmælt hafi verið við heimili þeirra. Alveg eins og það er leiðinlegt að fjöldi fólks hafi þurft að upplifa það að missa hús sín, bíla, atvinnu og jafnvel heilsu, algjörlega óverðskuldað vegna græðgi og mistaka annarra. Alveg eins og það er leiðinlegt að lögreglumönnum hafi verið stillt upp sem girðingu og í raun andstæðingum ráðvilltrar þjóðar. Ég veit að það eru lögreglumenn enn að takast á við það í dag. Frá þessum tíma hefur lögreglan tekið risa framförum hvað varðar hvernig hún tekst á við mótmæli. Hún hefur lært af reynslunni. Lögreglan er á allt öðrum stað í dag en hún var þarna. Það er gott. Fólk verður síðan að hafa rétt á að láta sína skoðun í ljós og mótmæla. Það má aldrei vera eitthvað sem fólk óttast á einhvern hátt og umræðan má alls ekki verða til þess að fólk óttist að rísa upp og láta rödd sína hljóma. Lýðræði hefur verið dýru verði keypt í sögunni og mistök voru í raun mikilvægir vaxtaverkir þess. Þessi mistök eru þroskaskref lýðræðissamfélaga. Meðal þess sem við eigum að hafa lært er að vernda það sem skiptir okkur hvað mestu máli, eins og heimili fólks og svo ekki sé talað um börnin okkar. Við getum verið ósátt við einstaklinga en það er óásættanlegt að láta það bitna með beinum hætti á börnum þeirra eða fjölskyldum. Slíkt ætti ekki undir neinum kringumstæðum að vera samþykkt af samfélaginu. Við vitum ekki hvað mun gerast í framtíðinni. Sagan kennir okkur samt að það sé alls ekki ólíklegt að á einhverjum tímapunkti muni aftur eitthvað gerast sem veldur einhverskonar siðrofi. Ef það gerist á okkar líftíma þá vona ég að við drögum lærdóm af því sem gerst hefur. Það er kannski það mikilvægasta sem við getum gert. Það gerir okkur að betri manneskjum og betri þjóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Í hruninu og kjölfar þess gekk þjóðin í gegnum vægast sagt sérstakt tímabil. Reiðin var mikil og fólk var oft ekki með það alveg á hreinu hvert átti að beina þessari reiði. Hinn almenni Íslendingur vaknaði einn daginn upp við það að góðæri síðustu ára hafði verið sýndarveruleiki og að stærsta partý Íslandssögunnar var einkapartý þar sem einungis útvöldum var boðið. Eftir sat þjóðin með ruslið og reikninginn. Mótmælin sem fylgdu í kjölfarið voru eitthvað sem við þekktum mjög lítið og við vissum ekki alveg hvernig við áttum að umgangast. Það er því eðlilegt að eitthvað hafi farið úr böndunum. Lögreglan var að læra að vinna við þessar aðstæður og þeir sem voru að mótmæla voru einnig að stíga út á nýjar slóðir. Í þessum aðstæðum og við þetta ferli gerði lögreglan mistök og einnig margir mótmælendur. Margt af því sem við töldum öruggt og sjálfsagt í samfélaginu var hrunið. Hvað eru eðlileg viðbrögð við slíku? Það er mjög erfitt að skilgreina það og þar að leiðandi mjög erfitt að benda fingri. Það að fara að heimilum einstaklinga og mótmæla voru samt ein af þeim mistökum sem gerð voru. Þar var gengið of langt. Það er ekki þar með sagt að þeir sem gerðu þetta séu slæmir einstaklingar eða ofbeldisseggir. Alls ekki. Þetta var bara andrúmið í þjóðfélagi og ákveðin afleiðing örvæntingar. Það er ekki að ástæðulausu að talað sé um siðrof þegar þetta tímabil er nefnt. Að sjálfsögðu er leiðinlegt að einstaklingar hafi þurft að upplifa það að mótmælt hafi verið við heimili þeirra. Alveg eins og það er leiðinlegt að fjöldi fólks hafi þurft að upplifa það að missa hús sín, bíla, atvinnu og jafnvel heilsu, algjörlega óverðskuldað vegna græðgi og mistaka annarra. Alveg eins og það er leiðinlegt að lögreglumönnum hafi verið stillt upp sem girðingu og í raun andstæðingum ráðvilltrar þjóðar. Ég veit að það eru lögreglumenn enn að takast á við það í dag. Frá þessum tíma hefur lögreglan tekið risa framförum hvað varðar hvernig hún tekst á við mótmæli. Hún hefur lært af reynslunni. Lögreglan er á allt öðrum stað í dag en hún var þarna. Það er gott. Fólk verður síðan að hafa rétt á að láta sína skoðun í ljós og mótmæla. Það má aldrei vera eitthvað sem fólk óttast á einhvern hátt og umræðan má alls ekki verða til þess að fólk óttist að rísa upp og láta rödd sína hljóma. Lýðræði hefur verið dýru verði keypt í sögunni og mistök voru í raun mikilvægir vaxtaverkir þess. Þessi mistök eru þroskaskref lýðræðissamfélaga. Meðal þess sem við eigum að hafa lært er að vernda það sem skiptir okkur hvað mestu máli, eins og heimili fólks og svo ekki sé talað um börnin okkar. Við getum verið ósátt við einstaklinga en það er óásættanlegt að láta það bitna með beinum hætti á börnum þeirra eða fjölskyldum. Slíkt ætti ekki undir neinum kringumstæðum að vera samþykkt af samfélaginu. Við vitum ekki hvað mun gerast í framtíðinni. Sagan kennir okkur samt að það sé alls ekki ólíklegt að á einhverjum tímapunkti muni aftur eitthvað gerast sem veldur einhverskonar siðrofi. Ef það gerist á okkar líftíma þá vona ég að við drögum lærdóm af því sem gerst hefur. Það er kannski það mikilvægasta sem við getum gert. Það gerir okkur að betri manneskjum og betri þjóð.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun