Spænskur jólapakki á Þorláksmessunni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. desember 2017 06:30 Úr leik liðanna á síðasta tímabili vísir/getty Í haust var mátturinn með Real Madrid. Spánar- og Evrópumeistararnir virtust sterkari en nokkru sinni og sýndu styrk sinn með öruggum sigri á Barcelona í spænska ofurbikarnum. Liðsheildin var sterkari en oftast áður, Cristiano Ronaldo enn að skora mörk í bílförmum og ungir og efnilegir leikmenn að banka á dyrnar í aðalliðinu. Á meðan var allt í steik hjá Barcelona. Neymar var farinn og maðurinn sem átti að leysa hann af, Ousmane Dembélé, meiddist strax. Philippe Coutinho kom ekki frekar en aðrir sterkir leikmenn sem voru orðaðir við Barcelona. Mikil óánægja var með forseta félagsins, Josep Maria Bartomeu, og þá er og var ástandið í Katalóníu mjög eldfimt. Þrátt fyrir þetta allt er Barcelona ósigrað á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar, 11 stigum á undan Real Madrid sem situr í 4. sætinu. Börsungar geta því stigið ansi stórt skref í átt að Spánarmeistaratitlinum með sigri á Santiago Bernabéu á Þorláksmessu. Þeir geta allavega gert nánast út um vonir Real Madrid um að verja titilinn. Pressan er því öll á Madrídingum fyrir 237. leik erkifjendanna frá upphafi. En af hverju er Barcelona, eftir þetta erfiða sumar, í þessari frábæru stöðu? Einfalda svarið er Lionel Messi. Þrátt fyrir að vera orðinn þrítugur gefur argentínski snillingurinn, sem Íslendingar mæta á HM á næsta ári, ekkert eftir og heldur áfram að draga kanínur upp úr hatti sínum. Messi hefur skorað 14 mörk og gefið fimm stoðsendingar í 16 deildarleikjum á tímabilinu. Hetjurnar hafa líka komið úr óvæntri átt. Franski miðvörðurinn Samuel Umtiti spilaði frábærlega þangað til hann meiddist í 2-2 jafntefli gegn Celta Vigo í upphafi mánaðarins. Thomas Vermalen, sem hefur lítið spilað undanfarin ár, hefur svo spilað vel í fjarveru Umtitis. Marc-André ter Stegen hefur aðeins fengið á sig sjö mörk í 16 deildarleikjum. Og Brasilíumaðurinn Paulinho, sem var óvænt keyptur frá Guangzhou Evergrande í Kína, hefur verið afar drjúgur og skorað sex mörk í deildinni. Þá hefur nýi maðurinn í brúnni, Ernesto Velvarde, stýrt öllu með myndarbrag. Þessi 53 ára fyrrverandi framherji Barcelona er yfirvegaður og vinsæll meðal leikmanna og hæstráðenda hjá Katalóníufélaginu. Real Madrid hefur verið í eltingaleik nánast frá byrjun tímabils. Cristiano Ronaldo byrjaði tímabilið í fimm leikja banni og hefur ekki komist á flug í spænsku deildinni. Mörkin eru aðeins fjögur sem þykir lítið á þeim bænum. En það virðist vera að birta til. Ronaldo skoraði tvö mörk í 5-0 sigrinum á Sevilla í síðustu umferð og svo markið sem tryggði Real Madrid heimsmeistaratitil félagsliða í síðustu viku. Hann virðist því að vera að taka við sér. Ekki veitir af. Real Madrid hefur bara skorað 30 mörk í 15 leikjum í spænsku deildinni í vetur. Á sama tíma í fyrra voru Madrídingar búnir að skora 10 mörkum meira. Karim Benzema hefur verið kaldur á tímabilinu og Gareth Bale er alltaf meiddur. Það er auðvelt að vera dramatískur og segja að tímabilið sé undir í El Clásico. En staðan er þannig að Real Madrid verður að vinna til að halda lífi í titilvonum sínum. Vinni Barcelona munar 14 stigum á liðunum og jafnvel þótt Real Madrid vinni leikinn sem það á inni missa Börsungar aldrei niður svona mikið forskot. Pressan er öll á Ronaldo og félögum og nú þurfa þeir að standast hana. Spænski boltinn Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Sjá meira
Í haust var mátturinn með Real Madrid. Spánar- og Evrópumeistararnir virtust sterkari en nokkru sinni og sýndu styrk sinn með öruggum sigri á Barcelona í spænska ofurbikarnum. Liðsheildin var sterkari en oftast áður, Cristiano Ronaldo enn að skora mörk í bílförmum og ungir og efnilegir leikmenn að banka á dyrnar í aðalliðinu. Á meðan var allt í steik hjá Barcelona. Neymar var farinn og maðurinn sem átti að leysa hann af, Ousmane Dembélé, meiddist strax. Philippe Coutinho kom ekki frekar en aðrir sterkir leikmenn sem voru orðaðir við Barcelona. Mikil óánægja var með forseta félagsins, Josep Maria Bartomeu, og þá er og var ástandið í Katalóníu mjög eldfimt. Þrátt fyrir þetta allt er Barcelona ósigrað á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar, 11 stigum á undan Real Madrid sem situr í 4. sætinu. Börsungar geta því stigið ansi stórt skref í átt að Spánarmeistaratitlinum með sigri á Santiago Bernabéu á Þorláksmessu. Þeir geta allavega gert nánast út um vonir Real Madrid um að verja titilinn. Pressan er því öll á Madrídingum fyrir 237. leik erkifjendanna frá upphafi. En af hverju er Barcelona, eftir þetta erfiða sumar, í þessari frábæru stöðu? Einfalda svarið er Lionel Messi. Þrátt fyrir að vera orðinn þrítugur gefur argentínski snillingurinn, sem Íslendingar mæta á HM á næsta ári, ekkert eftir og heldur áfram að draga kanínur upp úr hatti sínum. Messi hefur skorað 14 mörk og gefið fimm stoðsendingar í 16 deildarleikjum á tímabilinu. Hetjurnar hafa líka komið úr óvæntri átt. Franski miðvörðurinn Samuel Umtiti spilaði frábærlega þangað til hann meiddist í 2-2 jafntefli gegn Celta Vigo í upphafi mánaðarins. Thomas Vermalen, sem hefur lítið spilað undanfarin ár, hefur svo spilað vel í fjarveru Umtitis. Marc-André ter Stegen hefur aðeins fengið á sig sjö mörk í 16 deildarleikjum. Og Brasilíumaðurinn Paulinho, sem var óvænt keyptur frá Guangzhou Evergrande í Kína, hefur verið afar drjúgur og skorað sex mörk í deildinni. Þá hefur nýi maðurinn í brúnni, Ernesto Velvarde, stýrt öllu með myndarbrag. Þessi 53 ára fyrrverandi framherji Barcelona er yfirvegaður og vinsæll meðal leikmanna og hæstráðenda hjá Katalóníufélaginu. Real Madrid hefur verið í eltingaleik nánast frá byrjun tímabils. Cristiano Ronaldo byrjaði tímabilið í fimm leikja banni og hefur ekki komist á flug í spænsku deildinni. Mörkin eru aðeins fjögur sem þykir lítið á þeim bænum. En það virðist vera að birta til. Ronaldo skoraði tvö mörk í 5-0 sigrinum á Sevilla í síðustu umferð og svo markið sem tryggði Real Madrid heimsmeistaratitil félagsliða í síðustu viku. Hann virðist því að vera að taka við sér. Ekki veitir af. Real Madrid hefur bara skorað 30 mörk í 15 leikjum í spænsku deildinni í vetur. Á sama tíma í fyrra voru Madrídingar búnir að skora 10 mörkum meira. Karim Benzema hefur verið kaldur á tímabilinu og Gareth Bale er alltaf meiddur. Það er auðvelt að vera dramatískur og segja að tímabilið sé undir í El Clásico. En staðan er þannig að Real Madrid verður að vinna til að halda lífi í titilvonum sínum. Vinni Barcelona munar 14 stigum á liðunum og jafnvel þótt Real Madrid vinni leikinn sem það á inni missa Börsungar aldrei niður svona mikið forskot. Pressan er öll á Ronaldo og félögum og nú þurfa þeir að standast hana.
Spænski boltinn Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Sjá meira
Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn