Opið bréf til Ríkisútvarpsins – fréttaskýringaþáttarins Kveiks Arnar Sverrisson skrifar 21. desember 2017 07:00 Þakka prýðilega umfjöllun um brottkast fiskjar og ástandið í Burma. Óska þættinum velgengni. Skynsamleg rannsóknarblaðamennska er svo sannarlega gagnleg. Blaðamaður þáttarins lýsti eftir tillögum að efni. Tillaga mín er þessi: Beinið sjónum að fréttaflutningi RÚV, sérstaklega að öllu því, er að samskiptum kynjanna lýtur, réttindum og stöðu karla/feðra og kvenna/mæðra með hliðsjón af réttindum barna. Lög bjóða, að fréttamenn RÚV skuli leitast við að varpa ljósi á málefnin frá öllum hliðum, sýna aðgát, gera sér far um réttmæti, sanngirni og sannleika, sýna vönduð vinnubrögð í hvívetna. Þar við bætist, að fréttamenn skulu ekki vera hliðhollir ákveðnum hugmyndafræðilegum hagsmunum. Í umfjöllun um fyrrgreind efni gæti pottur verið brotinn. Áhyggjur mínar grundvallast eingöngu á eigin áhorfi, stundum stopulu, um nokkurra ára skeið. (Þessi tillaga á þá skiljanlega fyrst og fremst við sjónvarp.) Ég fór fyrst verulega að sperra eyrun, þegar flutt var þáttaröð í tilefni aldarafmælis almenns kosningaréttar á Íslandi. Þar var rangfært, að konur hefðu ekki haft kosningarétt fyrir 1915. Kosningarétt til sveitarstjórna höfðu ákveðnar konur rétt eins og karlar frá 1881. Fjöldi karla hafði heldur ekki kosningarétt til Alþingis fyrir 1915. Ég minnist þess ekki, að sambærileg umfjöllun um karla hafi átt sér stað. Mig hefur oft og tíðum rekið í rogastans síðan, þó að einstök atriði hafi liðið mér skýrt úr minni. Uppþot kvenfrelsara af ýmsu tagi og efni þeim tengt er áberandi. Margsinnis hafa býsna áreiðanlegar rannsóknaniðurstöður verið virtar að vettugi í umfjöllun um ofbeldi á heimilum og ofbeldi yfirleitt. Síðustu vikur hefur þó gagnrýnisleysið keyrt úr hófi fram. Ríkisútvarpið gerist vettvangur söfnunar fyrir Kvennaathvarfið, sem er félagsskapur rekinn á hugmyndafræðigrunni kvenfrelsunar. Þar eru t.d. börn vistuð í trássi við feður sína og þeim meinaðar samvistir við þau. Það er lögbrot. Aukin heldur eru börnin hrifin úr skóla sínum. Kastljós stendur gagnrýnislaust upp á gátt fyrir hverri konu, sem segist kúguð af karlmönnum. Þar eru m.a. bornar fram ávirðingar, dylgjur og ærumeiðingar. Karlar, sem auðvelt er að auðkenna, eru jafnvel „teknir af lífi“ fyrir framan alþjóð. Skilningur fréttamanna þáttarins er á þá leið, beint og óbeint, að með fréttamennsku sinni stuðli þeir að því, að konur „skili skömminni“, og kyndi undir „hreinsunareldi“, sem kyntur er körlunum til hreinsunar og yfirbóta. Þetta minnir óneitanlega á karlabrennur fyrr á öldum. En þá var hugmyndafræðin önnur. Fréttamennirnir seilast langt í túlkun orða viðmælenda sinna í fyrrgreinda veru. Í viðtali við konu, sem í áratugi hefur barist fyrir réttri feðrun sinni, túlkaði fréttamaður t.d. ranga feðrun móðurinnar sem leið hennar til að „skila skömminni“, því einu sinni var litið niður á konur, sem eignuðust börn í lausaleik, sagði hann. Að þessu sögðu skora ég á starfsfólk Kveiks að rannsaka ítarlega, hvort lög um RÚV og almennt siðgæði sé haft að leiðarljósi í áðurnefndri umfjöllun. Höfundur er eftirlaunaþegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sverrisson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Sjá meira
Þakka prýðilega umfjöllun um brottkast fiskjar og ástandið í Burma. Óska þættinum velgengni. Skynsamleg rannsóknarblaðamennska er svo sannarlega gagnleg. Blaðamaður þáttarins lýsti eftir tillögum að efni. Tillaga mín er þessi: Beinið sjónum að fréttaflutningi RÚV, sérstaklega að öllu því, er að samskiptum kynjanna lýtur, réttindum og stöðu karla/feðra og kvenna/mæðra með hliðsjón af réttindum barna. Lög bjóða, að fréttamenn RÚV skuli leitast við að varpa ljósi á málefnin frá öllum hliðum, sýna aðgát, gera sér far um réttmæti, sanngirni og sannleika, sýna vönduð vinnubrögð í hvívetna. Þar við bætist, að fréttamenn skulu ekki vera hliðhollir ákveðnum hugmyndafræðilegum hagsmunum. Í umfjöllun um fyrrgreind efni gæti pottur verið brotinn. Áhyggjur mínar grundvallast eingöngu á eigin áhorfi, stundum stopulu, um nokkurra ára skeið. (Þessi tillaga á þá skiljanlega fyrst og fremst við sjónvarp.) Ég fór fyrst verulega að sperra eyrun, þegar flutt var þáttaröð í tilefni aldarafmælis almenns kosningaréttar á Íslandi. Þar var rangfært, að konur hefðu ekki haft kosningarétt fyrir 1915. Kosningarétt til sveitarstjórna höfðu ákveðnar konur rétt eins og karlar frá 1881. Fjöldi karla hafði heldur ekki kosningarétt til Alþingis fyrir 1915. Ég minnist þess ekki, að sambærileg umfjöllun um karla hafi átt sér stað. Mig hefur oft og tíðum rekið í rogastans síðan, þó að einstök atriði hafi liðið mér skýrt úr minni. Uppþot kvenfrelsara af ýmsu tagi og efni þeim tengt er áberandi. Margsinnis hafa býsna áreiðanlegar rannsóknaniðurstöður verið virtar að vettugi í umfjöllun um ofbeldi á heimilum og ofbeldi yfirleitt. Síðustu vikur hefur þó gagnrýnisleysið keyrt úr hófi fram. Ríkisútvarpið gerist vettvangur söfnunar fyrir Kvennaathvarfið, sem er félagsskapur rekinn á hugmyndafræðigrunni kvenfrelsunar. Þar eru t.d. börn vistuð í trássi við feður sína og þeim meinaðar samvistir við þau. Það er lögbrot. Aukin heldur eru börnin hrifin úr skóla sínum. Kastljós stendur gagnrýnislaust upp á gátt fyrir hverri konu, sem segist kúguð af karlmönnum. Þar eru m.a. bornar fram ávirðingar, dylgjur og ærumeiðingar. Karlar, sem auðvelt er að auðkenna, eru jafnvel „teknir af lífi“ fyrir framan alþjóð. Skilningur fréttamanna þáttarins er á þá leið, beint og óbeint, að með fréttamennsku sinni stuðli þeir að því, að konur „skili skömminni“, og kyndi undir „hreinsunareldi“, sem kyntur er körlunum til hreinsunar og yfirbóta. Þetta minnir óneitanlega á karlabrennur fyrr á öldum. En þá var hugmyndafræðin önnur. Fréttamennirnir seilast langt í túlkun orða viðmælenda sinna í fyrrgreinda veru. Í viðtali við konu, sem í áratugi hefur barist fyrir réttri feðrun sinni, túlkaði fréttamaður t.d. ranga feðrun móðurinnar sem leið hennar til að „skila skömminni“, því einu sinni var litið niður á konur, sem eignuðust börn í lausaleik, sagði hann. Að þessu sögðu skora ég á starfsfólk Kveiks að rannsaka ítarlega, hvort lög um RÚV og almennt siðgæði sé haft að leiðarljósi í áðurnefndri umfjöllun. Höfundur er eftirlaunaþegi.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar