Sigur Rós heiðraði hina einu sönnu Sigurrós á ógleymanlegan hátt á afmælisdaginn Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 31. desember 2017 15:24 Sigurrós Elín er systir Jónsa, söngvara Sigur Rósar. vísir/getty Hljómsveitin Sigur Rós, ásamt fullum sal tónleikagesta, söng afmælissönginn fyrir Sigurrósu Elínu Birgisdóttur á tónleikum sveitarinnar í Eldborgarsal Hörpu í fyrradag. Tónleikarnir voru liður í tónlistarhátíðinni Norður og niður sem er hugarfóstur hljómsveitarinnar. Sigur Rós var stofnuð árið 1994 og var hún nefnd í höfuðið á Sigurrósu Elínu sem er systir Jóns Þórs Birgissonar, söngvara hljómsveitarinnar. Hún var nýkomin í heiminn þegar sveitin var stofnuð. Sigurrós Elín fagnaði 23 ára afmæli sínu í fyrradag en hún var tekin upp á svið eftir tónleikana og heiðraði hljómsveitin auk áheyrenda hana með afmælissöngnum, sem sunginn var á íslensku.Sigurrós Elín Birgisdóttir.Visir/Instagram„Það var mjög súrrealískt að afmælissöngurinn hafi verið sunginn af 1800 manns,“ segir Sigurrós í samtali við Vísi en uppátækið kom henni gjörsamlega í opna skjöldu. „Þetta var mjög óvænt, ég vissi ekkert af þessu og var bara úti í sal.“ Sigurrós lýsir því hvernig hún var dregin baksviðs í miðju lokalaginu, Popplaginu, og síðan var farið með hana upp á svið. „Ég viðurkenni alveg að þetta var svolítið vandræðalegt enda er ég ekki vön því að vera upp á sviði,“ segir Sigurrós en bætir við að upplifunin hafi verið æðisleg. Sigurrós segir afmælisdaginn hafa verið ánægjulegan en hún varði honum í faðmi fjölskyldu og vina. „Ég fór út að borða með fjölskyldunni á Kolabrautinni í Hörpu og Jónsi gat því kíkt við. En svo þurfti hann að hlaupa,“ segir Sigurrós en Jónsi hefur eflaust haft í nægu að snúast undanfarna daga. Tónlist Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Fleiri fréttir Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sjá meira
Hljómsveitin Sigur Rós, ásamt fullum sal tónleikagesta, söng afmælissönginn fyrir Sigurrósu Elínu Birgisdóttur á tónleikum sveitarinnar í Eldborgarsal Hörpu í fyrradag. Tónleikarnir voru liður í tónlistarhátíðinni Norður og niður sem er hugarfóstur hljómsveitarinnar. Sigur Rós var stofnuð árið 1994 og var hún nefnd í höfuðið á Sigurrósu Elínu sem er systir Jóns Þórs Birgissonar, söngvara hljómsveitarinnar. Hún var nýkomin í heiminn þegar sveitin var stofnuð. Sigurrós Elín fagnaði 23 ára afmæli sínu í fyrradag en hún var tekin upp á svið eftir tónleikana og heiðraði hljómsveitin auk áheyrenda hana með afmælissöngnum, sem sunginn var á íslensku.Sigurrós Elín Birgisdóttir.Visir/Instagram„Það var mjög súrrealískt að afmælissöngurinn hafi verið sunginn af 1800 manns,“ segir Sigurrós í samtali við Vísi en uppátækið kom henni gjörsamlega í opna skjöldu. „Þetta var mjög óvænt, ég vissi ekkert af þessu og var bara úti í sal.“ Sigurrós lýsir því hvernig hún var dregin baksviðs í miðju lokalaginu, Popplaginu, og síðan var farið með hana upp á svið. „Ég viðurkenni alveg að þetta var svolítið vandræðalegt enda er ég ekki vön því að vera upp á sviði,“ segir Sigurrós en bætir við að upplifunin hafi verið æðisleg. Sigurrós segir afmælisdaginn hafa verið ánægjulegan en hún varði honum í faðmi fjölskyldu og vina. „Ég fór út að borða með fjölskyldunni á Kolabrautinni í Hörpu og Jónsi gat því kíkt við. En svo þurfti hann að hlaupa,“ segir Sigurrós en Jónsi hefur eflaust haft í nægu að snúast undanfarna daga.
Tónlist Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Fleiri fréttir Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sjá meira