Annar nagli í kistu kenninga um „geimveruvirkjun“ Kjartan Kjartansson skrifar 4. janúar 2018 21:00 Stjarna Tabbys hefur valdið stjörnufræðingum heilabrotum. Ryk eða halastjörnur skyggja líklega á hana á sérstakan hátt frá jörðu séð. Vísir/AFP Rykský sem gengur á braut um fjarreikistjörnuna KIC 8462852 er líklegasta skýringin á leyndardómsfullum breytingum í birtu stjörnunnar samkvæmt nýrri rannsókn. Ráðgátan hafði gefið framandlegum kenningum um risavaxnar sólvirkjanir háþróaðra geimvera byr undir báða vængi um tíma. KIC 8462852, einnig þekkt sem Stjarna Tabbys, komst í heimsfréttirnir árið 2015. Þá greindu stjörnufræðingar frá því að þeir hefðu greint óvenjulegar breytingar á birtu stjörnunnar. Hún hafði til dæmis orðið allt að fimmtungi daufari um nokkurra daga skeið. Á meðan stjörnufræðingar reyndu að ímynda sér hvað gæti búið að baki leyfðu sumir sér að velta vöngum um að orsökin gæti verið svonefnt Dyson-hvolf. Það er risavaxin virkjun á braut um stjörnu sem gæti beislað afl hennar sem eðlisfræðingurinn umdeildi Freeman Dyson setti fram kenningar um á 20. öldinni.Sjá einnig:Meintar geimverubyggingar gætu reynst vera geimrykRaunveruleikinn virðist þó vera öllu hversdagslegri. Nýja athuganir Tabetha Boyajian og félaga hennar með sjónaukum á jörðinni benda til þess að ryk sé líklegasta skýringin á því hvers vegna stjarnan dofnar og lýsist aftur upp. „Nýju gögnin sýna að það lokast mismikið á mismunandi liti ljóss. Þess vegna er hvað sem það er sem fer á milli okkar og stjörnunnar ekki ógegnsætt eins og við myndum búast við ef þetta væri reikistjarna eða risabygging geimvera,“ segir Boyajian sem fann stjörnuna upphaflega og hún er kennd við.Útilokar ekki sveim halastjarnaAnnar hópur stjörnufræðinga komast að svipuðum niðurstöðum í grein sem birtist í haust. Sú rannsókn sýndi einnig fram á að mismunandi bylgjulengdir ljóss minnkuðu mismikið. Líklegast væri því að ójöfn rykskífa gengi um stjörnuna. Í frétt Space.com kemur fram að geimryk sé þó ekki endilega eina kenningin sem kemur til greina. Þannig sé enn hugsanlegt að sveimur halastjarna á braut um stjörnuna gæti valdið því að hún dofnar þegar þær ganga fyrir hana frá jörðu séð eins og Boyajian ímyndaði sér fyrst. Vísindi Tengdar fréttir Meintar geimverubyggingar gætu reynst vera geimryk Þegar fyrst var sagt frá óvenjulegu fyrirbæri í kringum Stjörnu Tabbys fóru kenningar strax af stað um að þar væri á ferð tröllvaxin virkjun háþróaðra geimvera. Raunverulega skýringin virðist einfaldari. 4. október 2017 23:33 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Rykský sem gengur á braut um fjarreikistjörnuna KIC 8462852 er líklegasta skýringin á leyndardómsfullum breytingum í birtu stjörnunnar samkvæmt nýrri rannsókn. Ráðgátan hafði gefið framandlegum kenningum um risavaxnar sólvirkjanir háþróaðra geimvera byr undir báða vængi um tíma. KIC 8462852, einnig þekkt sem Stjarna Tabbys, komst í heimsfréttirnir árið 2015. Þá greindu stjörnufræðingar frá því að þeir hefðu greint óvenjulegar breytingar á birtu stjörnunnar. Hún hafði til dæmis orðið allt að fimmtungi daufari um nokkurra daga skeið. Á meðan stjörnufræðingar reyndu að ímynda sér hvað gæti búið að baki leyfðu sumir sér að velta vöngum um að orsökin gæti verið svonefnt Dyson-hvolf. Það er risavaxin virkjun á braut um stjörnu sem gæti beislað afl hennar sem eðlisfræðingurinn umdeildi Freeman Dyson setti fram kenningar um á 20. öldinni.Sjá einnig:Meintar geimverubyggingar gætu reynst vera geimrykRaunveruleikinn virðist þó vera öllu hversdagslegri. Nýja athuganir Tabetha Boyajian og félaga hennar með sjónaukum á jörðinni benda til þess að ryk sé líklegasta skýringin á því hvers vegna stjarnan dofnar og lýsist aftur upp. „Nýju gögnin sýna að það lokast mismikið á mismunandi liti ljóss. Þess vegna er hvað sem það er sem fer á milli okkar og stjörnunnar ekki ógegnsætt eins og við myndum búast við ef þetta væri reikistjarna eða risabygging geimvera,“ segir Boyajian sem fann stjörnuna upphaflega og hún er kennd við.Útilokar ekki sveim halastjarnaAnnar hópur stjörnufræðinga komast að svipuðum niðurstöðum í grein sem birtist í haust. Sú rannsókn sýndi einnig fram á að mismunandi bylgjulengdir ljóss minnkuðu mismikið. Líklegast væri því að ójöfn rykskífa gengi um stjörnuna. Í frétt Space.com kemur fram að geimryk sé þó ekki endilega eina kenningin sem kemur til greina. Þannig sé enn hugsanlegt að sveimur halastjarna á braut um stjörnuna gæti valdið því að hún dofnar þegar þær ganga fyrir hana frá jörðu séð eins og Boyajian ímyndaði sér fyrst.
Vísindi Tengdar fréttir Meintar geimverubyggingar gætu reynst vera geimryk Þegar fyrst var sagt frá óvenjulegu fyrirbæri í kringum Stjörnu Tabbys fóru kenningar strax af stað um að þar væri á ferð tröllvaxin virkjun háþróaðra geimvera. Raunverulega skýringin virðist einfaldari. 4. október 2017 23:33 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Meintar geimverubyggingar gætu reynst vera geimryk Þegar fyrst var sagt frá óvenjulegu fyrirbæri í kringum Stjörnu Tabbys fóru kenningar strax af stað um að þar væri á ferð tröllvaxin virkjun háþróaðra geimvera. Raunverulega skýringin virðist einfaldari. 4. október 2017 23:33