Viðbrögð við áreitni á vinnustað Kolbrún Baldursdóttir skrifar 4. janúar 2018 09:44 Allir vinnustaðir ættu að hafa viðbragðsáætlun til að fylgja ef kvartað er yfir óæskilegri hegðun á vinnustaðnum. Óæskileg hegðun getur birst með ýmsum hætti svo sem í formi kynferðislegrar áreitni. Áreitni er hegðun og framkoma sem er í óþökk tiltekins einstaklings og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi. Önnur birtingarmynd er einelti. Um er að ræða endurtekna neikvæða hegðun og framkomu sem veldur vanlíðan hjá þeim sem fyrir henni verður. Dæmi um birtingarmyndir eineltis er að hunsa, niðurlægja, gera grín að eða lítillækka, móðga, særa eða ógna og hóta manneskju. Skoðanaágreiningur eða ágreiningur vegna ólíkra hagsmuna fellur ekki hér undir. Starfsmönnum þarf að vera ljóst með hvaða hætti hægt er að tilkynna atvik eða hegðun eins og þeirri sem hér er lýst, hvert skal beina tilkynningunni og hvernig úrvinnsluferlinu er háttað.Tilkynningaeyðublað og verkferli Tilkynningaeyðublað er aðgengilegt öllum ef það er á heimasíðu stofnunar eða fyrirtækis. Á mörgum vinnustöðum er ákveðinn hópur eða teymi sem fengið hefur það hlutverk að taka við og vinna úr kvörtunum af þessu tagi. Teymið hefur jafnvel fengið sérstaka fræðslu um hvernig verklagi skal háttað. Í minni fyrirtækjum eða þar sem tengsl starfsmanna eru mikil t.d. vegna ættar- eða vinatengsla getur verið nauðsynlegt að fá utanaðkomandi sérfræðiaðstoð til að vinna í málinu. Teymið hefur einnig ráðgefandi hlutverk. Starfsmaður ætti að geta leitað til teymisins, ráðfært sig við aðila þess eða fengið leiðbeiningar ef hann er t.d. óöruggur með hvað hann skal gera telji hann að brotið sé á sér á vinnustaðnum.Dæmi um verkferli: Teymið ræðir við tilkynnandann til að fá ítarlegri upplýsingar Teymið ræðir við aðra sem kunna að hafa upplýsingar eða vitneskju um málið Teymið gerir aðgerðaráætlun og leggur undir þann sem tilkynnir. Hann nýtur jafnframt viðeigandi og nauðsynlegrar leiðbeiningar frá eineltisteyminu. Dæmi um atriði sem ákveðin eru í samráði við þann sem tilkynnir: a) Hvernig upplýsingaöflun skuli háttað b) Vinnsluhraði málsins c) Hvenær talað er við meintan geranda. Telji sá sem tilkynnir að honum sé ógnað á vinnustaðnum, sé t.d. ekki vært eftir að hafa kvartað, er skoðað með hvaða hætti hægt er að tryggja öryggi hans/líðan á meðan málið er kannað nánar t.d. a) Með tilfærslu eða breytingum á staðsetningu aðila á vinnustaðnum b) Bjóða tilkynnanda upp á sveigjanleika í starfi telji hann það nauðsynlegt eða tímabundið leyfi frá störfum Meintur gerandi er boðaður í viðtal og upplýstur um efni kvörtunarinnar og honum gefinn kostur á að bregðast við Þegar rætt hefur verið við alla hlutaðeigandi aðila leggur teymið mat á heildarmynd málsins og upplýsir aðila um niðurstöður sínar með munnlegum og skriflegum hætti. Sé það mat teymisins að kvörtun eigi við rök að styðjast þurfa stjórnendur að ákveða hvaða afleiðingar skulu vera fyrir geranda og hvernig hlúa skal að þolandanum. Í alvarlegustu málum af þessu tagi gæti atvinnurekandi, ef um opinbera stofnun er að ræða, ákveðið að grípa til aðgerða sambærilegar þeim sem sem kveðið er á um í Lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins (1996 nr. 70). Sé grunur um lögbrot er tilkynnandi jafnframt hvattur til snúa sér með málið til lögreglu. Sé það mat teymisins að kvörtun eigi ekki við rök að styðjast þarf engu að síður að vinna í málinu sem dæmi skoða aðstæður eða atburðarás sem leiddi til þess að starfsmaður taldi sig knúinn til að kvarta yfir öðrum starfsmanni. Vinna að því að koma samskiptum aftur í viðunandi horf og að öllum geti liðið vel á vinnustaðnum. Nánar um úrvinnsluferlið: Aðgerðir/íhlutun taka mið af fjölmörgum þáttum þ.m.t.: a) Alvarleika kvörtunarinnar b) Hvort um sé að ræða nýtt mál eða endurtekna hegðun Upplýsingar/gögn sem verða til í einstöku máli og varða aðila þess skulu vera aðgengileg aðilum málsins.Forvarnir á vinnustað Á öllum tímum, óháð því hvort kvörtunarmál sé í vinnslu ætti fyrirtæki/stofnun að stuðla að markvissum forvörnum gegn óæskilegri hegðun á vinnustað eins og kveðið er á um í reglugerð nr.1000/2004. Samhliða úrvinnslu er auk þess skoðað hvernig: a) Forvörnum er háttað og hvort ganga þurfi röskar fram í forvarnarvinnu b) Samskiptum stjórnenda og starfsmanna er háttað c) Hægt sé að betrumbæta staðarbrag enn frekar enda er jákvæður staðarbragur helsta forvörn gegn kynferðislegri áreitni og einelti.Málalok og eftirfylgni Máli lýkur þegar sá sem tilkynnir lætur vita að sú hegðun sem kvartað er yfir sé hætt. Mál er tekið upp að nýju ef þörf þykir. Fylgst verður áfram með málsaðilum. Einnig er liður í eftirfylgni að veita málsaðilum, stundum vinnustaðnum í heild sinni, viðeigandi stuðning eða aðra aðstoð sem á við hverju sinni. Viðbragðsáætlun er endurskoðuð reglulega og í samræmi við reynslu af vinnslu mála sem tilkynnt er um á vinnustaðnum.Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Allir vinnustaðir ættu að hafa viðbragðsáætlun til að fylgja ef kvartað er yfir óæskilegri hegðun á vinnustaðnum. Óæskileg hegðun getur birst með ýmsum hætti svo sem í formi kynferðislegrar áreitni. Áreitni er hegðun og framkoma sem er í óþökk tiltekins einstaklings og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi. Önnur birtingarmynd er einelti. Um er að ræða endurtekna neikvæða hegðun og framkomu sem veldur vanlíðan hjá þeim sem fyrir henni verður. Dæmi um birtingarmyndir eineltis er að hunsa, niðurlægja, gera grín að eða lítillækka, móðga, særa eða ógna og hóta manneskju. Skoðanaágreiningur eða ágreiningur vegna ólíkra hagsmuna fellur ekki hér undir. Starfsmönnum þarf að vera ljóst með hvaða hætti hægt er að tilkynna atvik eða hegðun eins og þeirri sem hér er lýst, hvert skal beina tilkynningunni og hvernig úrvinnsluferlinu er háttað.Tilkynningaeyðublað og verkferli Tilkynningaeyðublað er aðgengilegt öllum ef það er á heimasíðu stofnunar eða fyrirtækis. Á mörgum vinnustöðum er ákveðinn hópur eða teymi sem fengið hefur það hlutverk að taka við og vinna úr kvörtunum af þessu tagi. Teymið hefur jafnvel fengið sérstaka fræðslu um hvernig verklagi skal háttað. Í minni fyrirtækjum eða þar sem tengsl starfsmanna eru mikil t.d. vegna ættar- eða vinatengsla getur verið nauðsynlegt að fá utanaðkomandi sérfræðiaðstoð til að vinna í málinu. Teymið hefur einnig ráðgefandi hlutverk. Starfsmaður ætti að geta leitað til teymisins, ráðfært sig við aðila þess eða fengið leiðbeiningar ef hann er t.d. óöruggur með hvað hann skal gera telji hann að brotið sé á sér á vinnustaðnum.Dæmi um verkferli: Teymið ræðir við tilkynnandann til að fá ítarlegri upplýsingar Teymið ræðir við aðra sem kunna að hafa upplýsingar eða vitneskju um málið Teymið gerir aðgerðaráætlun og leggur undir þann sem tilkynnir. Hann nýtur jafnframt viðeigandi og nauðsynlegrar leiðbeiningar frá eineltisteyminu. Dæmi um atriði sem ákveðin eru í samráði við þann sem tilkynnir: a) Hvernig upplýsingaöflun skuli háttað b) Vinnsluhraði málsins c) Hvenær talað er við meintan geranda. Telji sá sem tilkynnir að honum sé ógnað á vinnustaðnum, sé t.d. ekki vært eftir að hafa kvartað, er skoðað með hvaða hætti hægt er að tryggja öryggi hans/líðan á meðan málið er kannað nánar t.d. a) Með tilfærslu eða breytingum á staðsetningu aðila á vinnustaðnum b) Bjóða tilkynnanda upp á sveigjanleika í starfi telji hann það nauðsynlegt eða tímabundið leyfi frá störfum Meintur gerandi er boðaður í viðtal og upplýstur um efni kvörtunarinnar og honum gefinn kostur á að bregðast við Þegar rætt hefur verið við alla hlutaðeigandi aðila leggur teymið mat á heildarmynd málsins og upplýsir aðila um niðurstöður sínar með munnlegum og skriflegum hætti. Sé það mat teymisins að kvörtun eigi við rök að styðjast þurfa stjórnendur að ákveða hvaða afleiðingar skulu vera fyrir geranda og hvernig hlúa skal að þolandanum. Í alvarlegustu málum af þessu tagi gæti atvinnurekandi, ef um opinbera stofnun er að ræða, ákveðið að grípa til aðgerða sambærilegar þeim sem sem kveðið er á um í Lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins (1996 nr. 70). Sé grunur um lögbrot er tilkynnandi jafnframt hvattur til snúa sér með málið til lögreglu. Sé það mat teymisins að kvörtun eigi ekki við rök að styðjast þarf engu að síður að vinna í málinu sem dæmi skoða aðstæður eða atburðarás sem leiddi til þess að starfsmaður taldi sig knúinn til að kvarta yfir öðrum starfsmanni. Vinna að því að koma samskiptum aftur í viðunandi horf og að öllum geti liðið vel á vinnustaðnum. Nánar um úrvinnsluferlið: Aðgerðir/íhlutun taka mið af fjölmörgum þáttum þ.m.t.: a) Alvarleika kvörtunarinnar b) Hvort um sé að ræða nýtt mál eða endurtekna hegðun Upplýsingar/gögn sem verða til í einstöku máli og varða aðila þess skulu vera aðgengileg aðilum málsins.Forvarnir á vinnustað Á öllum tímum, óháð því hvort kvörtunarmál sé í vinnslu ætti fyrirtæki/stofnun að stuðla að markvissum forvörnum gegn óæskilegri hegðun á vinnustað eins og kveðið er á um í reglugerð nr.1000/2004. Samhliða úrvinnslu er auk þess skoðað hvernig: a) Forvörnum er háttað og hvort ganga þurfi röskar fram í forvarnarvinnu b) Samskiptum stjórnenda og starfsmanna er háttað c) Hægt sé að betrumbæta staðarbrag enn frekar enda er jákvæður staðarbragur helsta forvörn gegn kynferðislegri áreitni og einelti.Málalok og eftirfylgni Máli lýkur þegar sá sem tilkynnir lætur vita að sú hegðun sem kvartað er yfir sé hætt. Mál er tekið upp að nýju ef þörf þykir. Fylgst verður áfram með málsaðilum. Einnig er liður í eftirfylgni að veita málsaðilum, stundum vinnustaðnum í heild sinni, viðeigandi stuðning eða aðra aðstoð sem á við hverju sinni. Viðbragðsáætlun er endurskoðuð reglulega og í samræmi við reynslu af vinnslu mála sem tilkynnt er um á vinnustaðnum.Höfundur er sálfræðingur.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar