Segir ásakanir æðsta klerksins algjört rugl Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. janúar 2018 23:22 Nikki Haley er sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. vísir/getty Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, segir ásakanir Ayatollah Ali Khamenei, æðsta klerks Írans, um að óvinir ríkisins standi á bak við mikil mótmæli í landinu algjört rugl. Haley segir að mótmælin séu sjálfsprottin en Bandaríkin hyggjast óska eftir neyðarfundi í öryggisráði SÞ vegna mótmælanna að því er fram kemur á vef BBC. Æðsti klerkurinn setti ásakanirnar fram í dag þegar hann tjáði sig í fyrsta skipti um mótmælin en þau hófust síðastliðinn fimmtudag. Alls hafa 22 látist í mótmælunum sem byrjuðu í borginni Mashad. Hátt verðlag og spilling var kveikjan að mótmælunum þar en þau hafa síðan teygt anga sína víðar um landið og mótmælir nú fólk stjórnvöldum og stefnu þeirra. Stjórnmálaskýrendur telja að óvinir ríkisins sem Khamenei vísar til séu Ísrael, Bandaríkin og nágrannaríkið Sádi-Arabía. Haley segir að ásakanir æðsta klerksins séu fáránlegar og að Íranir séu að berjast fyrir frelsi með mótmælunum. „Allir þeir sem unna frelsinu verða að standa með þeim,“ sagði Haley en ekki er víst að það fáist samþykkt að öryggisráðið fundi um mótmælin þar sem það fæst við mál sem snúa að alþjóðlegri ógn við frið og öryggi í heiminum. Óljóst er hvort öll aðildarríki ráðsins líti á mótmælin sem slíka ógn. Tengdar fréttir Dauðsföll í Íran eftir mótmæli gegn stefnu klerkastjórnarinnar Mótmæli Írana gegn bágum efnahag og atvinnuleysi breyttust skyndilega í mótmæli gegn stjórnvöldum og spillingu í ríkinu. Alda mótmæla hefur breiðst út um landið gjörvallt. Tólf hafa fallið síðustu daga í óeirðunum. 2. janúar 2018 08:45 Íranir víða um heim sýndu löndum sínum stuðning Fjöldi íranskra flóttamanna víða í um heim mótmælti í dag til að sýna samstöðu með mótmælendum í heimalandinu. 2. janúar 2018 19:30 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, segir ásakanir Ayatollah Ali Khamenei, æðsta klerks Írans, um að óvinir ríkisins standi á bak við mikil mótmæli í landinu algjört rugl. Haley segir að mótmælin séu sjálfsprottin en Bandaríkin hyggjast óska eftir neyðarfundi í öryggisráði SÞ vegna mótmælanna að því er fram kemur á vef BBC. Æðsti klerkurinn setti ásakanirnar fram í dag þegar hann tjáði sig í fyrsta skipti um mótmælin en þau hófust síðastliðinn fimmtudag. Alls hafa 22 látist í mótmælunum sem byrjuðu í borginni Mashad. Hátt verðlag og spilling var kveikjan að mótmælunum þar en þau hafa síðan teygt anga sína víðar um landið og mótmælir nú fólk stjórnvöldum og stefnu þeirra. Stjórnmálaskýrendur telja að óvinir ríkisins sem Khamenei vísar til séu Ísrael, Bandaríkin og nágrannaríkið Sádi-Arabía. Haley segir að ásakanir æðsta klerksins séu fáránlegar og að Íranir séu að berjast fyrir frelsi með mótmælunum. „Allir þeir sem unna frelsinu verða að standa með þeim,“ sagði Haley en ekki er víst að það fáist samþykkt að öryggisráðið fundi um mótmælin þar sem það fæst við mál sem snúa að alþjóðlegri ógn við frið og öryggi í heiminum. Óljóst er hvort öll aðildarríki ráðsins líti á mótmælin sem slíka ógn.
Tengdar fréttir Dauðsföll í Íran eftir mótmæli gegn stefnu klerkastjórnarinnar Mótmæli Írana gegn bágum efnahag og atvinnuleysi breyttust skyndilega í mótmæli gegn stjórnvöldum og spillingu í ríkinu. Alda mótmæla hefur breiðst út um landið gjörvallt. Tólf hafa fallið síðustu daga í óeirðunum. 2. janúar 2018 08:45 Íranir víða um heim sýndu löndum sínum stuðning Fjöldi íranskra flóttamanna víða í um heim mótmælti í dag til að sýna samstöðu með mótmælendum í heimalandinu. 2. janúar 2018 19:30 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Dauðsföll í Íran eftir mótmæli gegn stefnu klerkastjórnarinnar Mótmæli Írana gegn bágum efnahag og atvinnuleysi breyttust skyndilega í mótmæli gegn stjórnvöldum og spillingu í ríkinu. Alda mótmæla hefur breiðst út um landið gjörvallt. Tólf hafa fallið síðustu daga í óeirðunum. 2. janúar 2018 08:45
Íranir víða um heim sýndu löndum sínum stuðning Fjöldi íranskra flóttamanna víða í um heim mótmælti í dag til að sýna samstöðu með mótmælendum í heimalandinu. 2. janúar 2018 19:30